Alþýðublaðið - 01.12.1967, Page 11

Alþýðublaðið - 01.12.1967, Page 11
JólablaS AlþýSublaffsins - 1967 11 Barnagaman * -x JÓLAFÖNDUR LANGAR ykkur ekki til að gera borðskraut eða skraut á .iólatréð fyrir jólin? Það er ekki ýkja-dýrt að framleiða slíka muni heima fyrir og án efa leyfir mamma ykkur að gera það, ef þið gætið fyllstu varúðar með lím og álíka. Áður en þið hefjist handa, eigið þið að breiða dagblað ofan á borðið, svo að engin hætta sé á að límið skemmi fyrir for- eldrum ykkar dýr húsgögn. Efnið í englana er filt, sem klippt er eftir þríhyrningnum (merktur A). Filtið á að vera í skrautlegum litum og það er límt saman á bakinu með filt- lími, þannig, að pilsið verði hringur að neðan, sem engill- inn getur staðið á. Vængirnir (merktir B) eru klipptir úr gullpappír. Þeir eru fallegastir tvöfaldir og límdir saman í miðjunni með venjulegu hveitilími (þá má ekki bera lím- ið þykkt á). Næst takið þið ermarnar. Þær eru klipptar úr filti og merktar með C. Ermarnar snúa andspæn- is hvor annarri og þið verðið að gæta þess vel að klippa þær þannig. Þá kemur röðin að höndun- um sjálfum, en þær eru klipptar úr ljósbleiku filti og límdar und- ir ermamar. Svo setjum við engilinn sam- an. Fyrst eru hendurnar límdar á bakið undir vængina. Þegar límið er þurrt eru vængimir festir yfir, þannig að samskeyt- in sjást ekki. Og þá kemur röðin að liöfð- inu. — í snyrtivöruverzlun- um og lyfjabúðum fást litlar baðmullarkúlur, sem eru þéttar í sér. Á kúlurnar málið þið augu, nef og munn, festið svo á kollinn agnarlitilli Bmklessu og setjið ofan á hana svonefnt „engla- hár,” sem fæst í bóka- og rit- fangaverzlunum. Síðan stingið þið eldspýtu inn í baðmullarkúl- una og látið hana loks ofan í hálsinn á englinum. Ef opið við hálsmálið er of vítt, skuluð þið vefja baðmull um spýtuna, áður en þið stingið henni ofan í opið. Ef mamma ykkar á afganga af blúndum úr gömlu koddaveri, VIÐ fengum skemmtilegt bréf frá 7 ára telpu á Dalvík. Hún heitir BIRNA S. INGÓLFS- DÓTTIR og á heima á HÓLA- TORGI 1, DALVÍK. Ef allar 7 ára telpur skrifa eins vel og Birna og eru jafn góðar í réttritun og hún, hafa kennarar ekki eins mikið að gera í dag og þeir höfðu, þeg- ar við vomm lítil. Og nú fáið þið að heyra bréfið hennar Birnu: Kæri þáttur! Mig langar til að segja þér frá því, sem ég gerði í sumar. Mamma mín var ráðskona og ég og elzta systir mín fórum með henni og litli bróðir minn, sem ég átti að passa. Við bjugg- um í gömlu húsi. Það var 11 maríuerluhreiður uppi á lofti og ungar í. Mér fannst gaman að horfa á mömmuna fara upp í gluggann til þeirra með nef- ið fullt af flugum og fiðrild- um. Á næsta bæ var fallegur hundur, sem hét Lappi. Hann < i varð svo hændur að okkur, að við þurftum að láta sækja hann til okkar. Við áttum lítinn kisa, ’ i sem var svo hræddur við} Lappa. Vertu bless, þín Birna S. Ingólfsdóttir. (' er fallegt að líma þá neðan á pilsið og gera engilinn mun fínni. Þessir englar eru aðal- Iega ætlaðir sem borðskraut enda eru þeir nokkuð stórir. Ef þið minnkið teikninguna Btið eitt, verða þeir fallegir á jólatré. Ljósið glitrar skemmti- lega á gullvængina og ef þið gæt- ið þess að festa bandið undir vængina áður en þið límið þá á, snúast englarnir í hringi á greinunum. En það ér Bka hægt að gera fleira við þessa engla. Það má nota þá til að búa til óróa, sem gæti hangið í loftinu í herberg- inu ykkar og minnt ykkur á jól- ín. Það er dálítil þolinmæðis- vinna að búa til óróa og bezt að fara varlega með þá til að böndin flækist ekki saman. Óróar henta bezt yfir ofni eða nálægt ljósi, því að þeir byggj- ast allir á því að heitt eða kalt loft streymi um þá á víxl. Þá. hreyfast þeir, snúast í hringk og dansa um. Þeir geta ekki ver- ið kyrrir fremur en óróleg böriv enda hafa þeir hlotið nafn sitt af þessu. Óróar eru hengdir upp á fleirl mismunandi vegu. Sumir em kringlóttir og þá annað hvort úr léttum bambus, sem beygður er í hring eða vír, sem vafinn er með kreppappír. Sumir eru byggðir upp úr þverslám úr ör- þunnum bambus og þá eru hlut- irnir hengdir á greinarnar í mif> Ef þið ætlið að búa til engla- óróa verðið þið að minnast þess, að hafa englana allt að helm- ingi minni en eins og þeir era hérna á síðunni. Á bakið límið þið svo þráð (tvöfalda lykkju) undir vængina. Lykkjunni er síðan vafið um þverslána (eða hringinn) og þess gætt mjög vel að flækja þráðunum ekki saman. Loks hengið þið óróann i loft- ið eða yfir ofninn. Ef þið eigið filtafganga er skemmtilegt að búa til teppl undir jólatrésfótinn. Þá klippiS þið út myndir af jólasveinum, eplum, hjörtum, kertum og öðru, sem ykkur finnst jólalegt. Þess- ar myndir getið þið fundið I gömlum litabókum eða á jóla». pappír. í teppið er bezt að nota hess- íanstriga og líma myndirnar á með filtlími. Svo skuluð þið biðja mömmu að falda teppið 1 saumavélinni sinni með rauðu. skábandi. Ef þið farið út { að nota hencí- ur eða andlit í öðrum litum verðið þið að muna eftir að hafa þau heldur lengri þannig, a?l hægt sé að líma búkinn og húf- una yfir efsta hluta andlits og handa. Byrjið þið á að teikna upp á pappír og svo getið þið búið tii snið, þegar þið eruð sannfærd um að nú séuð þið komin me9. rétta sniðið. Það er betra aðk æfa sig svolítið fyrst en act skemma dýrt efni og gráta svcx. Frh. á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.