Alþýðublaðið - 01.12.1967, Side 12
iiiiimiiiiiiiiiiiiiiimmBiLLiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitHiiiimiiiiiiiiii iiimimMimiimiiiimiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiimimiiiiiimHiiitiiifumiimÍjfimimmtHitiimiiiimiiiiiiimiiimimiiuiiniiitiMmMiiiMiiiiimmiiHiiiimmmmim!
12
JólablaS Alþýðublaffsins 1967
LHIMIMIIIIIMIIimmillllHU
11
l'IllulllllMIIIMMIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIlll
mmimiiiiiiiii
Hér sjáið j)ér nú þann ...
Verð SIERA-sjónvarpstækjanna er eitt hag-
kvæmasta, sem boðið er.
SIERA ER
VIÐURKENND
GÆÐAFRAMLEIÐSLA
UM allan heim.
★ ÚRVALS TÆKNI
★ AFBRAGÐS MYND
★ SÉRLEG TÓN-
GÆÐI.
EINKAUMBOÐ A ISLANDI:
DRÁTTARVÉLAR H.F.
Hafnarstræti 23
Söluumboð: KAUPFÉLÖG UM LAND ALLT.
Stillingar og viðgerðir: RADIOSTOFAN, ÓÐINSGÖTU 2.
iiiimiiiiiiimiii»ftriiiim(H>)l.,,.:imiiHiniMiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiHM)iiiiiiii
lll■llllllilllMMMIIIIIIIIIII■lllillllll■IIIIIIIIIIMIIIIMMMlii
Framhald úr opnu.
Kaupinhafn á dögum herra Mar-
teins, aS Oddur bauðst til að
sýna honum Selárdal. Hinn vildi
það. Oddur tók þá einn stein
og hélt á honum í þá áttina sem
ísland var frá, og sagðist ekki
betur hafa vitað, en hann hefði
séð Selárdal, Kristínu og börn-
in, og hvern mann sitjá óg vera
þar, hver átti að vera.
Það sagði sá maður, sem var
sveinn hjá Oddi Gottskálkssyni
í Reykholti, sá hét Guðmundur
og var Þórisson, að í einn tíma
hefði það skeð í Reykholti, að
Oddur hefði verið úti í kirkju
staddur, og vinnumaður hans
einn. Þar kom hrafn með miklu
krúnki, og settist á skemmu þar
næsta. Þá sagði maðurinn: „Ég
vilda eg vissi, hvað hrafninn
segir.” Oddur mælti: „Hvern
góða hefur þú þar af?” En sé
þér það forvitni, þá segist hann
kroppa úr þér augun á morgun
og í þetta mund, og það annað,
að ostur sé í glugganum á
skemmunni og gæti hann ekki
náð honum, og sé hann ekki þar,
svo lýgur hann allt.” Og svo
reyndist, að osturinn var þar.
Um morguninn reið þessi vinnu-
maður til Snældubeinsstaða í
Reykholtsdal, að sækja hest. Sá
hestur sem hann teymdi kippti
honum af baki ofan í ána. Hann
rak ofan á eina eyri, og fannst
þegar hrafn var að kroppa úr
honum augun, og var síðan köll-
uð Hrafnseyri og er kölluð svo
enn í dag.”
Heimildir greina, að Oddur
hafi orðið forspár um dauða
sinn, svo sem um aðra hluti,
og hafi hann sagt fyrir um hann
og hverjum atburðum hann yrði.
Þremur árum áður en hann bar
að, bað hann marga að heita
eftir sér og var það gert. —
Skömmu áður en hann dó, var
hann við jarðarför í Reykholti.
Þá mælti hann þcssi orð: „Hér
sjáið þér nú þann, sem feigast-
ur er yðar allra.”
Um fráfærur árið 1556, fór
Oddur af stað frá Reynistað, og
var ferðinni heitið suður í
Borgarfjörð og þaðan til Bessa-
staða, en síðan ætlaði lögmaður
til alþingis. Þegar hann kom í
Borgarfjörð, ætlaði hann að fara
með skpi til Bessastaða og flytja
þangað gjöld sín. En ekki gaf
á sjó í hálfan mánuð, og var þá
lögmann farið að lengja byrj-
arins, enda var tími orðinn
naumur til stefnu að ná í tæka
tíð til alþingis. Tók hann þá
það ráð að halda áfram landveg
fyrir Hvalfjörð. Gekk ferðin vel
þar til kom að Laxá í Kjós.
Lögmaður hafði frítt og gott
föruneyti, reynda og vana ferða-
menn, auk presta sinna, síra
Einars Hallgrímssonar, síðast á
Útskálum og sr. Guðmundar síð
ast prests á Staðastað föður-
bróður Guðbrandar biskups Þor-
lákssonar. Er mælt, að þegar
þeir komu að Laxá, hafi lögmað-
ur mælt: „Stundin er komin,
nem maðurinn eigi.” Riðu menn
hans fyrir út í ána, en hann á
eftir. Þegar hann var kominn út
í ána, hrasaði heStur hans, og
féll Oddur af baki í ána. Rak
hann á eyri skammt fyrir neð-
an. Komst hann upp á eyrina,
en í því slóst kápa hans yíir
höfuð hans, og við það kastað-
ist hann aftur 1 ána, og rak
lengra niður eftir. Brugðu þá
fylgdarmenn hans við og náðu
honum fljótt, og var hann méð
lífsmarki. Tjöiduðu þeir yfir
hann samstundis. Hann hafði
bækur tvær í barminum, bæna-
bók og reikningsbók yfir tekjur
klaustursins á' Reynistað og
sýslunnar. Voru þær þurrar og
bendir það til þess, að liann háfi
ekki verið lengi í ánni.
Um miðnætti vaknaði Oddúr
og kvaðst vera illa lerkaðúr.
Menn hans sögðu honum, liver'n-
ig farið hefði. Litlu siðar talaði
hann aftur til þeirra, og kvaðst
hann nú mundu Andast. Bað
hann þá bera öllum vinum sín-
um kveðju sína og lagði svo
fyrir, að hann yrði grafinn í
Skálholti, fram undan predik-
unarstólnum. Síðan andaðist
Oddur. Fylgdarmenn lians létu
smíða um hann kistu og fluttu
likið í Skálholt. Ekki gátu þeir
fengið honum legstað, þar sem
hann kaus, sökum þess, að þar
var of grýtt. Var hann grafinn
í krossstúku, svo nærri Gissuri
biskupi Einarssyni sem unnt
var.
Oddi Gottskálkssyni er svo
lýst, að hann hafi verið iðju-
maður mikill og starfsmaður,
þegar hann átti ekki öl og hon-
um voru ekki tafir gerðar af
öðrum mönnum, segir Þormóð-
ur Ásmundsson í Bræðratungu,
og þá hafi hann nálega ekki
öðru sinnt en bókum, hafi hann
annað hvort setið við að lesa,
skrifa eða þýða bækur.
Oddur var hár maður vexti,
gildur eftir hæð og fríður sýn-
um. Hann var sannur höfðingi
að allri gerð óáleitinn og rétt-
sýnn, svo að menn lofuðu hann
jafnt af verkum sínum 1 emb-
ætti og hinum miklu brautryðj-
endastörfum, er hann vann með
þýðingum sínum, og höfðu mik-
ii og varanleg áhrif í íslenzkri
menningu. Sennilegt er, að eng-
inn siðskiptamannanna á íslandi
hafi í raun réttri haft eins mik-
il og varanleg áhrif á menn-
ingu þjóðarinnar og Oddur lög-
maður, þrátt fyrir það, að hann
tók aldrei vígslu né predikaði í
kirkju.
Heimildir: Safn til sögu ís-
lands, Menn og menntir, ís-
lenzkar æviskrár, Annálar og
ísl. l'ornbréfasafn.
Áuglýsingasíminn er 14906