Alþýðublaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.12.1967, Blaðsíða 1
VIKAN 3. desember — 9. desember 1967. Annað kvöld (sunnudag) kl. 21. er útvarpað þriðja einvígi í fyrstu umferð' spurningaþáttar framhalds skólanna. Tólf skólar taka þátt í þessari keppni, sem er útsláttar keppni þannig að einn skóli mun að síðustu eftir standa óg hcita sigurvegari. Spurniiigarnar er^i 24 hvorju sinni og cru þær sín úr hvorri áttinni og almenns eðlis þannig að skólaþekking dugar skammt. í þessum þriðjá þætti ■keppa lið Samvinnuskólans að Bif röst og Menntaskólans við Hamra hlíð. Áður hafa þau úrslit orðið í keppninni að Verzlunarskólinn bar sigurorð af Menntaskólanum á Akureyri og Stýrimannaskól- inn sigraði Kennaraskólann. Á miðvikudaginn kemur minn- ast Finnar 50 ára fullveldisafmæl is. Dagskrá hljóðvarpsins og sjón varps ber þessa glögg merki og skal hún nú rakin nokkru nánar. Svava Jakobsdóttir tekur sam- an dagskrá í hljóðvarpi, en efni hennar er sem hér segir: Ávarp Jóns Kjartanssonar, aðalræðis- manns Finnlands, erindi Einars Laxness um stjórnmálasögu Finn lands síðustu 50 árin, viðf.al Svövu Jakobsdóttur við Snorra Hallgrímsson prófessor sem og viðtal Kristjáns Bersa Ólafssonar við Sigurð Thoroddsen arkitekt og spjall Svövu Jakobsdóttur imi stríðsbókmenntir Finna, en Er- ingur Gíslason leikar iles. Hljóðvarpið býður svo upp á finnska tónlist síðar um kvöldið og má þar greina á milli tveggja liða. Kl. 21.40 syngur Kristinn Hallsson lög eftir Yrjö Kilpinen og Þhilharmoníuhljómsveitin í Lundúnum leikur „Finlandiu" eftir Jean Sibelius. Og kl. 23.05 verða svo kaflaskil í tónlistinni, þvú að þá verður kynnt finnsk nútímatónlist. Sjónvarpið sýnir kl. 21.20 kvik myndina „Finnland vorra daga” t tilefni sjálfstæðisafmáeiis Finna. o í dag kl. 17 endursýnir sjón- varpið 4. kennslustund þeirra Walter og Connie í ensku og frum fiytur þá fimmtu. Kl. 17.40 verð ur endurtekin kvikmyndin „ísland nútímans”, sem er nýleg kvik- mynd um ísland séð með augum franska kvikmyndatökumanna. íþróttir hefjast kl. 8.15. Þá verð ur sýndur leikur Arsenal og West Ham í ensku bikarkeppninni, stutt kvikmynd með skýringum í til- efni opnunar skíðalyftunar á Akur eyri, íþróttasyrpa og að öllum líkindum stutt kvikmynd um sjóskíðaíþróttina. Dagskrá sjón varpsins hefst svo að nýju kl. 20.30 með sýningu frábærrar kvik myndar. Sú heitir Ástarsögur Bar nie Kaninsty. Síðar um kvöldið eru tvær aðrar kvikmyndir, önn ur um dýralíf á sléttum Ameríku og hin um franska vísindamannin fræga, Lousi Pasteur. Kvölddagskrá hljóðvarpsins hefst með þætti Árna Gunnars- sonar • um daglegt líf kl. 19.30. '~KTT20“'sfynf 'BáldvTrT Halfiiórsson liaugardagsleikritinu, sem he'itir ,,Jorim“ og er eftir Karl Bjarn- SjónVarpsþáttur Sigfúsar Halldórssonar, sem sýndur var fyrir skemmstu, liefur hlotið einhverja albeztu dóma þess innlenda skemmtiefhis, er' sjÖnvafþiS'" héfúr “téKið" "nrTluHfings. B'Jðltn'élfln'ir ljósmyndari blaðsins, tók þessa mynd af sjónvarpsskerminum og hún birtist hér ekki að ástæðulausu, því að næsta laugardag sýnir sjón- varpið þennan þátt Sigfúsar á ný.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.