Alþýðublaðið - 03.12.1967, Síða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1967, Síða 2
 2 Sunnudags AlþýSubiaSiS - 3. desember 1967 GJAFAVÖRUR KRISTALL - POSTULÍN - KERAMIK TJÖLD - VIÐLEGUÚTBÚN AÐUR - BÍLABRAUTIR MJÖG FJÖLBREYTT ÚRVAL LEIKFANGA Allt án verðhækkana Bók Svetlönu er komin út Þá eru endurminningar Svetlönu Stalínsdóttur komnar út í bók á íslenzku. Undanfarið hef- ur útdráttur úr minningunum verið að birtast í Vikunni, en frá- sögn Svetlönu hefur að sjálfsögðu vakið mikla eftirtekt, forvitni og umræður hér á landi undanfarið eins og annars staðar. Bókaútgáf- an Fífill gefur endurminning- arnar út í heild sinni, en Arn- heiður Sigurðardóttir þýðir bók- ina. Bókin er vel úr garði gerð, 251 bls. að stærð, og fylgja henni nokkrar rnyndir af Svetlönu og ættfólki hennar sem íslenzka út- gáfan mun hafa fram yfir marg- ar erlendar útgáfur bókarinnar. sís Framhald af 1. síðu. staklega nefnt olíur, flutningsgjöld og kaup. Þá telur fundurinn að hraðfrystiíðnaðurinn eigi að fá framvegis beina aðild að kjara- samningum við ASÍ og fái full- trúa í samninganefndir vinnu- veitenda. Vegna stöðvunar skreiðarút- flutnings beinir íundurinn ein- dregnum tilmælum í fjórum lið- um til ríkisstjórnarinnar: » 1. Þær 10 milljón króna verð- bætur, sem fyrirheit voru gef- in um í fjárlögum ársins 1967 renni óskertar til skreiðarfram leiðslunnar. 2. Að vegna lokunar á skreiðar- markaði Nigeríu falli vextir á' afurðalánum skreiðar niður. 3. Hið opinbera taki þátt í geymslukostnaði. 4. Endanlegt uppgjör vörunnar fari fram á skráðu gengi. « Þá samþykkti fundurinn einn- ig ályktun, þar sem íarið er fram á að upplýsingar um hag og stöðu sjávarútvegsins séu ávallt fyrir hendi, og skorað er á Sölusamtök SH og SÍS að vinna að útreikn- ingum á mismun vinnslukostnaðar á stórum og smáum fiski, svo að unnt sé að gefa skýringar á mis- munandi afkomu frystihúsa. JÓLATRÉ JÓLASKRAUT - - NÓATÚNI AB gefur út rit um Víkinga fVíkingarnir nefnist mikið rit og veglegt, sem er komið út á vegum Almenna bókafélagsins. I jallar það eins og nafnið bendir til um líf og háttu forfeðra vorra á víkingaöld, hinu svipmesta, tímabili í allri sögu norrænna þjóða. Er bókin til orðin fyrir nrargra ára samstarf fremstu fræðimanna af mörgum þjóðern- um, en þeirra á meðal er dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- ur, sem ritar um þau efni, sem sérslaklega varða ísland. Aðalrit stjóri verksins er prófessor Bertil Almgren, einn kunnasti fornfræð ingur sænskur, en Eiríkur Hreinn Finnbogason cand. mag. þýddi bókina á íslenzku. Um víkingaöldina hefur að sjálfsögðu margt og mikið verið ritað, en flest hefur það fjallað um einstök svið hins fjölþætta efnis og auk þess hyggzt nær ein göngu á eldri heimildum. Hér er aftur á móti rakin alhliða saga víkingaalar, það sem ennfremur eru í fyrsta sinn saman komið á einn stað niðurstöður víðtækra rannsókna frá síðustu árum, en þær hafa í fjölmörgum greinum leitt í ljós svo nýstárlega vitn- eskju, að segja má að tímabilið allt, fólk þess og umhverfi, blasi nú við í stórum skírari birtu en áður og komi oss að sama skapi kunnuglegar fyrir sjónir. í bók- inni segir frá afrekum víking- anna í hernaði og landaleit, hvernig þeir hættu sér fyrstir þjóða út á heimshöfin og stóðu öllum framar að siglingatækni og skipasmíðum, en frábærar upp finningar þeirra í hvoru tveggja, svo sem láttaviti og skipskjölur, gerðu þá að drottnendum hafsins. En þar er einnig fjallað mjög ýt- arlega um daglegt líf vikinganna híbýlaháttu, (klaéðnað, áhöld og innanstokksmuni, og ;þá ekki síð ur um andlega menningu þeirra og hugsunarhátt, trúarbrögð, sið gæðishugmyndir og háþróaðar listir, sem látið hafa eftir sig sýnilegar menjar með ýmsum þeim þjóðum, er þeir höfðu skipti við. Það er ekki hvað sízt fyrr hina glöggu innsýn í fjöl- skrúðugan hversdagsheim, að vík ingarnir, forfeður vorir, verða oss ótrúlega nálægir og lifandi af máli og myndum toókarinnar. Víkingarnir eru 268 bls. í mjög stóru broti (31,5 x 29,5 om), prentuð í tveimur pappírslitum og sterklega bundin. Hefur ekk- ert verið sparað til þess, að bók fcn gæti orðið Ihvetrjum manni hinn mest kjörgripur um víkinga öld, sem saman er komið í einni toók, en þ. á. m. eru um 90 stór ar litmyndir. Bókin er prentuð og toundin á Ítalíu. Mörg útgáfu- fyrirtæki í Evrópu og Ameríku standa að útgáfu þessarar bókar, en hugmyndin að útgáfunni og forystu alla hefur annazt hið merka útgáfufyrirtæki Tre Tryc kare í Gautaborg. Lesið Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.