Alþýðublaðið - 03.12.1967, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 03.12.1967, Qupperneq 3
Sunnudags Alþýðubla'öið - 3. desember 1967 3 I SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON Ljóð og æviágrip j Arnór Sigurjónsson bjó til prentunar Bókaforlag Odds Björnsson- ar, Akureyri 1967. 271 bls. í haust voru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurjóns Friðjónsson- ar, og var þá skáldsins ræki- lega minnzt í blöðum og út- varpi. Ásamt skyldugu lofi um skáldskap Sigurjóns Friðjóns- sonar á' afmælisdaginn, 22an sept. sl., kom þá víða fram að menn töldu hann vanmetið skáld af samtíð sinni og lítt kunnan enn í dag; Þóroddi Guðmunds- syni frá Sandi, sem ritaði af skilningi og nærfærni um frænda sinn hér í Alþýðublaðið, fannst hann hafa sætt einna mestu van- mati allra íslenzkra skálda á þessari öld. Nú gefst lesendum tækifæri til að bæta úr hvoru tveggja, þekkingarleysi á verk- um og ævi Sigurjóns Friðjóns- sonar og vanmati sínu á skáld- skap hans, sem bæði mun stafa af og valda þvi, með þessari bók. En hún er gefin út í til- efni af aldarafmæli skáldsins að frumkvæði barna hans, og hef- ur Arnór Sigurjónsson tekið saman í bókinni úrval úr kvæð- um föður síns, úr Ljóðmælum hans, frá 1928, og Heyrði ég í hamrinum I—III sem út kom árin 1939—1944, og ritað ævi- ágrip hans sem fylgir kvæðun- um. Raunar virðist ekkert ein- kennilegt við að Sigurjón Friðjónsson stæði lengi framan af í skugga bróður síns, Guð- mundar Friðjónssonar á Sandi — og ekki einungis vegna þess að Guðmundur var þegar um þrítugsaldur, um aldamótin, orð- inn þjóðkunnugt skáld, en Sig- urjón tólc ekki ljóðmæli sín saman í bók fyrr en sextugur að aldri. Kvæði Sigurjóns höfðu aldrei til að bera hinn ramma þjóðlega safa Guðmundar, kynngi tungutaksins og kveð- andinnar; þótt hann yrki bæði ættjarðar-, sögu- og mannlýsinga kvæði verður hann í engri þess- ari kveðslcapargrein talinn jafn- oki bróður síns, né yrkir hann af raunsæi Guðmundar um sveitalíf og bændur. Ekki hent- aði honum heidur að sækja í smiðju Einars Benedikfssonar sem hann hefur þó eflaust ver- ið skyldastur samtíðarskálda sinna, og dáði skáldskap hans, — sbr. kvæðin Haustnótt og Skóhljóð í þessari bók. Engu að síður, og hvað sem líður frekari samanburði þeirra bræðra, var Sigurjón Friðjónsson merki- legt skáld. Það er eitt með öðr- um undrum þingeyskrar mcnn- ingar á ofanverðri 19du öld, að þar skyldu vaxa upp í einni og sömu fjölskvldunni, bræður og ■ bændur á sömu jörðinni um skeið, tvö jafn-merk og í senn jafn-ólík skáld og þeir Sigurjón og Guðmundur Friðjónssynir. Báðir eru þeir bræður vaxn- ir úr jarðvegi rótgróinnar al- þýðumenningar og alþýðukveð- skapar sem Arnór Sigurjónsson gerir skilmerkilega grein fyrir í æviþætti Sigurjóns. Þeir eru að upplagi alþýðu- og sveitar- skáld, og heimahagarnir eru með einu móti eða öðru uppi- staðan í mörgu því sem þeir yrkja bezt. Skáldskapur Guð- mundar féll fram til loka í far- vegi þjóðlegrar bókmenntahefð- ar. í ljóðum Sigurjóns Frið- jónssonar urðu heimahagarnir, sjálfkjörið svið alþýðuskáldsins, vettvangur fyrir eitthvað nýtt, nýjan skynjunarhátt, tilfinning sem tæplega átti sama hljóm- grunn vísan. Og Sigurjón var vaxandi skáld fram í háan ald- ur, hélt öllum næmleika sínumi óskertum með vaxandi valdi á máli sínu, list sinni; hann gerði m. a. á efri árum tilraunir með rímlaus ljóð sem að vísu eru ekki teknar með í þessari bók, en ég hygg að vera muni mjög svo eftirtektarverðar. í bréfkafla frá efri árum Sigurjóns Friðjónssonar, sem Arnór Sigurjónsson tilfærir, gerir hann grein fyrir þremur markmiðum skáldskapar síns sem séu „samvinna skynjan- anna,” heyrnar, sjónar og til- finningar, „málfegurð og mýkt málsins,” og „mýkt” sjálfs efn- isins, „þ. e. andsfæða harðneskj- unnar, grundvallartónn kristn- innar, góðvildin, kærleikur- inn.” „Aðaláherzluna hef ég lagt, og einkum framan af æv- inni, á lieyrnina, þ. e. það sem skáld kalla „sönginn í sálinni,” segir hann. „Frarnan af ævinni mátti heita að mér væri ómögu- legt að yrkja án þess að heyra „sönginn innan að.” Söngurinn innan að, söngur í sálinni, um þetta efni er eitt af eldri kvæðum Sigurjóns hér í bókinni; það nefnist Á heim- leið: Líður að nóttu. Lögur titrandi læsir í fangi kvöldsól glitrandi. Döggvar í dali fjalla. Dunar í gili. Kólna loft og grund. Hálfrökkur blámar hliðar dreymandi. Hátt og lágt niða elfur streymandi. Aleinn um hraun og hrjóstur hljóður eg nálgast bernsku- leikja svið. Minningum tefla í sál mér svíðandi sorg mín og gleði um völdin stríðandi. Hjarta míns löngun líður, líður yfir skorður tíma og rúms. HvCifur tíl vesturs ljósbrún lækkandi. Leggjast á grundir skuggar stækkandi. Úr gljúfraþröng Karlsá kallar, kallar söng minn undan hjartarót. i í þessu kvæði, og öðrum slíkum frá ýmsum tímum í ævi skáldsins, kveður við per- sónulegur ljóðrænn tónn, alls óskyldur kveðandi alþýðuskálds- ins, en vel má hugsa sér vísur venjulegs hagyrðings um ná- kvæmlega sama „efni.“ Efnivið- ur Sigurjóns er tilfinning hans, ekki náttúrulýsing eða frásögn af minningum hans, óaðskiljan- leg landinu, landslaginu sem hann sér og heyrir, og seiðir fram sönginn undan hjarta- rótum. Þetta kvæði sýnir mæta- vel þá' „samvinnu skynjananna” sem hann lýsir í bréfinu, frá 1941, og heimfærir þar nýlegu kvæði. Á Laxamýri, sem ort sé í minningu Jóhanns Sigurjóns- sonar, sveitunga hans og skáld- bróður. í ljóðum hans er einatt vor, gróandi, vatnahljóð og fuglasöngur; Laxá niðar á hrjúfu hrauni í mörgum beztu ljóðum hans, sólin skín, grasið grær, dögg fellur; og það er farið með örnefni átthaganna, Kinn, Fell, Lundey, Goðafoss, Hvítafell, Tjörnes, eins og helga dóma, orð sem ljúka upp til- finningum skáldsins. Eins og blóð í æðum mínum áin niðar. — Heyrirðu ei? Þetta lag kveður hvarvetna við í kvæðum Sigurjóns Frið- jónssonar, og ef til vill eru ljóð- ræn smákvæði hans, tilfinning skáldsins snortin og vakin upp af átthögum hans, effirminnileg- asti og áhrifamesti kveðskapur hans. En röddum náttúrunnar fylgir ævinlega vitund um aðr- ar „dularraddir”, dýpra og innar : Upp til fjalla, hátt til heiða hug minn dularraddir seiða. Mjúk en þróttug þagnarljóð, — þau eru lík og klukknahljóð Vatnahljóð úr heimahlíð hljóma um dalinn ár og síð, En mér finnst eg alltaf heyra eitthvað bak við stærra og meira. Upp á fjallsins breiðu bungu býr mér þögul spurn á tungu. Fell við fell í fjarskans ró fram til heiða og út að sjó standa hljóð í helgilotning. Hér er þögnin einvalds- drottning. Og þó finnst mér æ eg lieyra j eitthvað bak við stærra og meira, þau hin sterku þagnarljóð, þessi dular-klukkna-liljóð. .. j Leifar sérhver lífskennd mín, 1 lífsins herra, á veg til þím j Ómur dular-klukkna kliðar, kallar, býður, laðar, niðar. | Þessi dularblandna lifskennd þipgeyskrar, og íslenzkrar, ný- rómantísku, sem varð að heilii „heimspeki” í kvæðum Einars Benediktssonar, kallar, býður, laðar, niðar í ljóðum Sigurjóns Friðjónssonar; hann léði henni i alveg persónulega rödd í sin- \ um beztu kvæðum, og öll bera j þau einhver merki hennar. j Hennar vegna hófst hann á j hærra stig en alþýðu- og sveit- j arskáldsins, — en átthagarnir fengu honum efnið að málfesta hana, tjá liana í áþreifanlegri j mynd. Hann kann að þykja þrönglynt einhæft skáld — efnissvið hans og efnisval. En einhæfni efnisins, takmörkun þess við hug og hjarta skálds- ins, er einnig styrkur hans, auður liugans í margbreyttum myndum málsins, fjölbreytni hans í náttúrulýsing tilfinning- ; anna. j i Nokkur sýnishorn eru í bók- I inni af ljóðaþýðingum Sigurjóns Friðjónssonar, en of fá til að draga af þeim ályktanir um sföðu hans meðal þýðenda. Þar eru að vísu ljómandi vel kveðin kvæði á íslenzku, Vorkvöld eftir Per Sivle til dæmis, eða Augu þín sem eldar glóa eftir E A. Karlfeldt — þó mikið hafi á- Framhald 11. síffu.. ÖKUMENN og Sérstök athygli er vakin á því, að samkvæmt heímild í reglugerð frá 11. marz 1967, eru umferðarmerki við þjóðvegi landsins nú staðsett hægra megin við veg, miðað við akstursstefnu. Undantekning frá þessu eru þó umferðar- merki á leiðinni ReykjaVík — Keflavík, sem ekki verða færð fyrr en að vori. Þetta er einn liðurinn í undirbúningi að breytingu y£ir í hægri-umferð. Framkvæmdasiefsnd hægrð umferðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.