Alþýðublaðið - 03.12.1967, Page 7

Alþýðublaðið - 03.12.1967, Page 7
Sunnudags Alþýðublaðið - 3. desember 1967 Myndirnar eru allar teknar í Rannsóknarstöð Hjartaverndar í Reykja vík. Læknarnir Ólafur Ólafsson og Nikulás Sigfússon eru lengst lil vinstri ásamt starfss. Næst er Elínborg Ingólfsdóttir yfirh. Lengst til hægri er Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur sem stjórnar efnarannsóknarstofu stöðvarinnar. stofnunarinnar og stutt okkur með góðum ráðum. Loks hefur verið ráðin Vi dags hjúkrunarkona, Svandís Jónsdóttir, sem mun starfa að röntgenmyndatöku og gera öndunar- og augnþrýstingsmæl- ingar, og ritari, Oddný Vil- hjálmsdóttir. Ásmundur Brekk- an yfirlæknir mun lesa röntgen myndir. Snorri P. Snorrason sér fræðingur í hjartasjúkdómum, Guðmundur Björnsson augn- læknir og Sigmundur Magnús- son yfirlæknir hafa veitt verð- ■mæta aðsstoð. Síðast en ekki sízt ber að nefna framkvæmdastjórn fé- lagsins, prófessorana Sigurð Samúelsson og Davíð Davíðs- son, ásamt Sigurliða Kristjáns- syni kaupm., Óskari Jónss. fr. kv.stj. og Pétri Benediktssyni bankastjóra. 4. spurning: Hvers vegna þarf að vanda svo mjög til undirbúnings rann sóknarinnar? Svar: Allur undirbúningur miðast við, að rannsókn á hverjum ein staklingi taki sem stytztan tíma og að biðtími sé stutur eða enginn. Þetta er nauðsynlegt, þar eð fólki verður boðið til stöðvarinnar. Yfirleitt sækir fólk ekki stöðina líkt og það vitjar læknis, enda kennir meir1 hluti fólksins sér ekki meins. Gildi rannsóknarinnar byggist á því, að sem flestir mæti, og er þess vegna nauðsynlegt, að öll þjónusta sé góð. Við erum að leita að eiginleikum fólks og breytum í lífi þess, er hugs anlega geta valdið t. d. krans- æðasjúkdómum. Ef aðeins hluti þeirra, er boðnir eru, kemur, er ekki hægt að draga neinar á- lyktanir um allan hópinn, þar eð sá hópur getur verið búinn öðrum eiginleikum og lifað við aðrar aðstæður en sá hópur, er ekki kemur. Það er því von okkar, að fólk þiggi boðið og komi til rannsóknarinnar. 5. spurning: Er aðstaða til rannsókna góð hér á landi? Svar: Alþjóðaheiibrigðisstofnunin styður rannsóknina meðal ann ars vegna þess, að aðstæður eru taldar góðar. Orsökin er góð al menn menntun, góðar samgöng ur og síðast en ekki sízt, að ör uggar upplýsingar finnast um hvern einstakling á íslandi, og á ég þar við þjóðskrá okkar. Það er því auðvelt að ná til allra þeirra, er boðið verður til rann sóknarinnar. Mér er sagt, að það sé bara Tasmania, sem hef ur eins góða skráningu og við. Bandarískir læknar þykjast heppnir, ef hægt er að ná til 70% þeirra, er boðið er. 6. spurning: Er líklegt, að niðurstöður rannsóknarinnar muni hafa al- þjóðaþýðingu? Svar: Ef svo væri ekki myndi Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin varla styðja þessa rannsókn. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur stutt og stuðlað að sams konar rann- sóknum í 9 Evrópulöndum, og ætlunin er, að niðurstöður verði síðar bornar saman. Vitað er, að tíðni t.d. kransæðasjúk- dóma er mjög misjöfn í ýmsum löndum, og með því að bera saman eiginleika íbúanna og breytur og venjur, er fólkið lif skilning okkar og e.t.v. ráða gát una um orsakir hjarta- og æða sjúkdóma. 7. spurning: Verður um að ræða frjálsa aðsókn að rannsóknarstöðinni, jafnframt því að hóprannsóknir eru framkvæmdar. Svar: Hér er fyrst og fremst um kerfisbundna rannsókn að ræða, og ríður mikið á að ljúka fyrsta Framhald 11. síffu. Baðherbergisskápar Fallegir vandaðir n /ríírrlrnlftirit* Fjölbreytt úrval Laugavegi 15, VERÐ ÓBREYTT Simi 1 33 33 Norsk og ensk skífa mjög falleg á tröppur, gólf og veggi fyrirliggj andi. Einnig granít, marmari og travertine. Gamalt verð. S. HELGASON H.F. Súðarvogi 20. — Sími 36177. Hlutafjárútboð Stálvík H.F. hefur ákveðið að auka hlutafé sitt. Lysthafendur gjöri svo vel að hafa sam- band við skrifstofu félagsins í símum 51900 og 51619. BLOMAVERZLUN MICHELSENS ER / ÁRS '% afslátt af öllum og gefum við 20 POTTABLÓMUM gjafavörum og jólavörum á mánudag og þriðjudag. Blómaverzlun Mishelsens Suðurlandsbraut 10 — Sími 31099. Áskriftarsími Alþýðublaðsins

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.