Alþýðublaðið - 03.12.1967, Síða 10
10
Sunnudags Alþýðublaðið - 3. desember 1967
Bogi borsfeinsson
endurkjörinn for-
moður KKI
vandræðum sambandsins, en eink
um vegur þar þungt á metunum
hin háa leiga, sem greiða þarf
fyrir afnot íþróttahallarinnar í
Laugardal. En þrátt fyrir vaxandi
aðsókn að körfuknattleik hefur
leigugjaldið reynzt körfuknatt-
leiknum þungur baggi.
í reikningum KKÍ fyrir síð-
asta ár kom m.a. fram, að leiga
fyrir afnot af íþróttahöllinni fyr
ir leiki 1. og 11. deildar nam rúm
um 108 þús. króna, en tekjur af
aðgangseyri svo og iþátttöku-
gjöld námu rúmum 80 þúsund:
krónum, en þessi. upphæð ber
meðal 'annars með sér, að aðsókn
að körfuknattleiksleikjum. hér í
'höfuðstaðnum fer mjög vaxandi.
Með tilkomu Akureyrarliðsins
Þórs í 1. deildina, verða 5 leikir
íslandsmeistaramótsins í körfu-
knattleik leiknir á Akureyri, en
aðsókn að körfuknattleik þar er
mjög góð auk þess sem leiga af
Framhald á bls. 11
Jtleimsmeistararnir í handknatt-
leik, Tékkar voru væntanlegir
til íslands í gær, en íslend-
ingar og Tékkar leika tvo
landsleiki, þann fyrri sem
hefst í dag ki. 4. og þann
síðari á mánudag kl. 20.15.
Allmikil skrif hafa orðið
um val liðsins, sérstaklega, að
Gunnlaugur Hjálmarsson
skyldi ekki vera valinn. Eins
og við höfum skýrt frá erum
við ekki á sama máli og lands
liðsnefnd. Okkar skoðun er sú,
að Gunnlaugur eigi að vera í
liðinu, en nefndin hefur vald
ið og um þetta tjáir ekki að
deila frekar, heldur standai
eindregið með því liði, sem
valið hefur verið og er mjög
sterkt, þrátt fyrir fjarveru
Gunniafugs. Það er mikið í
húfi, að landarnir standi .sig
vel, og. nú þurfa allir að vera:
samtaka og hrópa Á F R A M.
í S L A N D.
Á myndinni er þjarmað að<
Sigurði Einarssyni, einum.
bezta línuspilara ísl. landsliðs
ins.
Karlaliðin í körfuknatf-
leikjum jafnari en áður
ér er mynd af íeik ýossara kcppi-
Á fimmtudagskvöld fóru fram
að Hálogalandi tveir hörkuspenn
andi og skemmtilegir leikir í
Reykjavíkurmótinu í körfuknatt-
leik.
KR-KFR 77-63.
Fyrri hálfleikur var allur mjög
jafn. Eftir um það bil 3 mím var
jafntefli 6-6, en skömmu seinna
komust KR yfir 12-9. Þá skorar
KFR hveð eftir annað og staðan er-
brátt 21-16, KFR í vil. KR jafnar
þegar 6 m. eru eftir 27 -27 og síð
an tekur Guttormur Ólafsson sig
til og skorar 10 stig, í röð, oft af-
bragðs fallega. í hléi var staðan
37-33 fyrir KR og strax í byrjun
síðari hálfleiks jók KR forskot
sitt í 10 stig, 45-35. KFR vann held
ur á um miðbik hálfleiksins og
munaði 6 st. þegar 4 mín. varu
eftir, en eftir það var leikurinn
gjörsamlega í höndum KR, sem
vann 77-63.
KR-liðið er tvímælalaust bezt
leikandi liðið í dag. Liðið leikur
mjög. skemmtilega, nýtir vel tæki
færin og býr yfir miklum hraða.
Gunnar, Guttormur og Kolbeinn
mynda mjög skemmtilegt tríó og
Kristni skákar enginn í miðh.
stöðunni. Yngri mennirnir eru all
ir í skemmtilegri framför. Stiga
hæstir voru Guttormur með 28 st,
Kolbeinn með 18 og Kristinn með
13 stig.
Það er skarð fyrir skildi KFR
að missa Einar Matthíass. úr lið
inu, en Ólafi Thorlacus sem er
þjálfari liðsins, hefur tekizt að
halda í liorfinu, og eftir leik liðs-
insh í fyrrakvöld að dæma er því
trúandi til alls. Með Ólaf sem upp
'byggjara og Þór Magnússon og
Marinó Sveinsson sem aðal skytt
ur tekst liðinu oftast að ná miklu
út úr leik sínum, en aðrir leik-
menn þess eru allmiklu lakari,
sem eðlilega veldur liðinu erfið
Ieikum þegar á reynir. Flest stig
fyrir KFR skoraði Þórir Magnús-
son; eða 31.
Dómarar voru Hólmsteinn Sig-
urðsson og Tómas Zoega.
ÍR—ÁRMANN 62-61
ÍR-ingar máttu þakka sínum sæla
fyrir að sigra í þessum leik því
Ármenningar voru yfirleitt betri
aðilinn. Það var eingöngu harð
fylgi ÍR og fádæma óheppni Ár-
Framhald á bls. 11
í gær fóru fram tveir leikir í
Evrópubikarkeppni bikarmeistara.
Torpedo, Moskvu vann Trnava,
Tékkóslóvakíu 3:1 í síðari leik
liðanna og 6:1 samanlagt. Tonpe
do fer því í þriðju umferð. Val-
encia, Spáni vann Steaua, Rúm-
eníu í fyrri leik liðanna á Spóni
3:0.
Benfica Portúgal sigraði St.
Etienne, Frakklandi samanlagt
2:1 í Evrópubikarkeppni meist-
araliða. Benfica vann fyrri leik
inn 2:0 heima en tapaði 0:1 í
Frakklandi í gær. j
Sjöunda ársþing Körfuknatt.
leikssamband íslands var haldið
sunnudaginn 26. nóv. sl. í Reykja
vík. Alls sóttu um 25 fulltrúar
þingið, og voru fulltrúar frá
fimm aðildarfélögum KKÍ.
Þingforseti var kjörinn Gunnar
Torfason, formaður KKRR. en
þingritari Agnar Friðriksson og
Magnús Bjömsson. Mörg merk
mál lágu fyrir ársþingi þessu,
sem mjög mótaðist af fjárhags-
Islandsmótið í
körfuknattleik
ísJandsmótiff í körfuknattleik
hefst fljótlega eftir áramótin.
Frestur til að tilkynna þáttöku
rann út í gær, en hefur verið
framlengdur til 5. desember.
Þátttökutilkynningar sendist stj.
KKÍ.