Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 6
Sunnudagur AiþýSublaðið — 17. des. 191 mœs&i: ★ Hann var pyntaður á hinn grimmi- legasta hátt. ★ Hann var settur í útrýmingarbúðir- ★ Hann gekk hryggbrotinn yfir hálfa Evrépu. ★ En samt gátu nazistar ekki komið honum fyrir kattarnef. Grein þessi er kafli úr bók eftir norskan mann, birt í greinarformi í norsku tímariti fyrir skemmstu. Þessi bók mun nú >vera komin út á íslenzku. Þeir ætla að hremma mig núna.. .. Ég lafði í stólnum hjá Eckh- ardt, aumur á líkama og sál. Móða hefur lagzt yfir augu mín og háisinn er þurr af svo mörg- um ásíæðum. Raddir berast til mín úr hb'ð arherberginu, ég reyni að úti loka þær. Ef til vill eru þeir í matarhléi, hvíla sig yfir kaffi og nestispakka, fá sér að revkja. (Svipmynd: Fulltrúar sem vöðla bréfið saman og bæla niður geispa áður en þeir hverfa aft ur að gangrimlahjólinu). Ef ég gæti sofnað.. . Hakan sígur niður í bringu, augnlokin eru blýþung. Vekjaraklukka, ný gerð: Veit ekki, veit ekki. ... Morgnar í hreinu rúmi, ó- eyddur dagur bak við hvít gluggatjöld, bara liggja og hlusta á tifið í klukkunni. Bara hggja.... Og svo: — Gott og vel, Behrens, þér gerið það, sem yður sýnist — en við verðum að fá að vita þetta! Röddin brýst út í gegnum rifuna á hurðinni, ákveðin, valdsmartnsleg. Þetta er Blom- berg, yfirmaður Gestapó. Ég rétti úr mér. Behrens tuldrar eitthvað. ég heyri nafnið mitt. Héraðsvegabréfin. Blomberg bendir á alvöru málsins. Aí- leiðingarnar, ef ekki verði hægt að koma í veg fyrir fölsku vegabréfin. Hundruð þúsund löglegra vegabréfa eru í not- kun, og öll verður að innkalla og gefa út ný ef ekki, . . Beh- rens og Eckhardt hljóti að gera sér betta ljóst sjálfir! Kurteis einnig. B'omberg: — Það er þá ákveðið. Gerið það sem þér álítið nauðsynlegt. En vitneskjuna verðum við að fá! Daginn eftir. Hermenn sækja mig niður i klefann og fara með mig til Behrens. Hann blaðar í sk.iöi- um, lítur á mig, gefur hermönn unum merki um að leiða mig að skrifborðinu. Það er skvlda hans, segir hann, að tilkynna mér, að ég sé dæmdur til dauða. Hvort, ég vilji segja eitthvað’ Ég lít sem snöggvast á her- mennina. finn þefinn af ein- kennisbúningum og leðri, Þjcð verjaþefinn. Andlitin eru svip laus. Ég trúi honum ekki. Ég þekki ekki mikið til þessara mála, en þetta finnst mér of ótrúlegt. Ég yppti öxlum. Það eina, sem getur bjarg- að mér núna, segir hann, er, að ég leysi frá skjóðunni. Ef ég segi frá vegabréfunum, verður dóminum breyt.t. Hann blaðar í skjölunm, þar til hann finn- ur plaggið, sem þetta er að lik indum skrifað á, svo hvessir hann augun á mig og bíður eft ir viðbrögðum mínum. Hvað á ég að segja? Ég romsa upp úr mér sömu þulunni, sem ég held að þeir Eckhardt og hann hljóti að vera farin að kunna utan að. Þá það. Ég hef sjálfur valið mér örlögin,. Hann gefur fyrii-- skipanir og Þjóðverjarnir fara með mig út í lyftuna og aftur niður í kjallara. Við förum framhjá klefadyr unum minum og inn í stærra herbergi. Verðirnir stilla mér upp við einn vegginn, svo fast upp við hann, að ég finn stein örðurnar í gegnum skyrtuna. Skellir heyrast utan af gangin um, og sex hermenn með for- ingja í fararbroddi koma skálm andi með byssur um öxl, fyrir skipanir kveða við. Stlgvélahæl ar skella saman, og byssum er lyft í réttstöðu, nákvæmlega og kuldalega, með snöggum hreyf ingum: Einn... tveir ... þrír fjórir! Er það þannig sem ég á að deyja? Ég á erfitt með að trúa því, ég segi við sjálfan mig að þetta sé ekkert annað en skrípa leikur, sem settur hafi verið á svið fyrir mig. En efasemdirnar laumast að. Loftið er hráslagalegt eg megn stækja af gömlu koksi: fölt ljósið skín á rauðþrútið prússa-andlit. Getur það verið að þeir hafi lagt á sig alla þessa fyrirhöfn til þess eins að hræða mig? Á ný kveða við skellir frammi í ganginum. Behrens, Eckhardt og túlkurinn Max Roch koma þrammandi inn. Eckhardt segir eitthvað við foringja hermann anna en Behrens gengur til mín. Þeir geta ekki verið með öll- um mjalla, mennirnir, að fara að skjóta mig núna, þá fá þeir aldrei neina vitneskju um vegn bréfið. Ég reyni að sannfæra sjálfan mig, en það stoðar ekk- ert... Behrens skýrir það fyrir mér, hvernig þetta fari fram. Hann telur upp að tíu, og þá er skotið. Þessar tíu sekúndur eru seinasta tækifærið mitt. Ef ég gef honum merki, lætur hann hætta við aftökuna. Ef ekki, þá er úti um mig? — Skiljið? Ég kinka kolli. Má ég fara með Faðirvorið? — Nei. Orðið er kalt eins og regn- droDi. Hann gengur yfir kjallaragólf ið og tekur sér stöðu við hlið herforingjans og byrjar að telja: — Ein. .. zwei.. drei Ég bið. Hátt og skýrt. Bænin blandast saman við talninguna- ísköld hræðsla vex í mér með hverri sekúndu, sem við nálg- umst endalokin. — . . vier . . fúnf.. Sechs sieben... Ég hef lokað augunum. — acht.. neun.. zehn! Hrapaðu skipun. Hanarnir. Núna.. . Ekkert gerðist. —, Erkifáviti! Behrens stekkur á mig, og löðrungar mig, svo að höfuð- ið á mér skellur í vegginn, hann öskrar af tryllingi.. . Svo veit ég ekki meir fyrr en ég ligg á fletinu og held dauða haldi í rúmbotninn. Ég hef enga stjórn á líkama mínum, ég hrist ist og skelf, vöðvarnir kippast til í ósjálfráðri spennu. Og svo kemur gráturinn. Meðan ég ligg svona, ger- ist það, Klein opnar dyrnar og setur matarskál inn til mín. Ég reyni að snúa andlitinu til veggj ar, en ég get það ekki; ég hef ekki lengur neina stjórn á sjálf um mér. — Út! æpi ég gegnum tár- in. Hann hæðir mig. Ég sé -fífl, ef ég haldi, að ég sleppi með þetía. Hversvegna reyni ég ekki að koma vitinu fyrir sjálfan mig? Þjóðverjar séu í sókn á öllum vígstöðvum, það sé tilgangs- laust að rísa upp gegn þeirn, þeir berjist fyrir þvi bezta og göfugasta í evrópskri menningu — og þeir séu ósigrandi! - Út! Hann nýr sér við í dyrunum. — Við brjótum þig, segir hann. — Þú getur bölvað þér upp á það, að við brjótum þig. . Undir morguninn tekur líkam inn að róast og gráturinn hljóðn ar. Ég klóra mér í höfðinu. Hár- toppar losna og festast á fingr unum. Nokkrum vikum síðar er ég bersköllóttur. 21. nóvember — og Ieiðarlok Og svo rann dagurinn upp, 21. nóvember 1941. Pyntingamar byrjuðu kl. 8 um morguninn og stóðu í tíu klukkustundir. Þeir skiptust á við verkið. Þegar einn hópur kvalara varð örmagna, var annar settur til starfa, og þegar verðirnir báru mig klukkan sex niður í klefann var ég örkumlamaður fyrir lífs- tíð. Þetta gerðu þeir við mig: Það var farið með mig upp á 6. hæð og inn í herbergi, og Behrens skipaði mér að fara úr hverri spjör. Þetta var stórt herbergi með steinveggjum; ég hafði ekki komið þangað áður. Sjö Gestapómenn, — allir í borgaralekum klæðum — fóru úr jökkunum, brettu upp skyrtu ermarnar og röðuðu sér upp í hrjng. Mér var sagt að fara tnn í miðjan hringinn. Síðan hófu þeir fótbolta. Mér var sparkað frá einum til ann ars, lyft og hent í gólfið til næsta manns, lamið utan í vegg laminn niður, dreginn upp, heils

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.