Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 9
Sunnudagur fllþýíubfaSið — 17. tíes. 1967 i The Trap Heimsfræg brezk litmynd tek- in í undrafögru landslagi í Kanada. < íslenzkur tezti. Sýnd kl. 5 og- 9. ALLT Á GRÆNNI GREIN. Sýnd kl. 3. Takið eftir Klæði og geri við bólstruð húsgögn. HAFN ARFIRÐI Síml 50020. Rafvirkjar Fotoselluofnar, Rakvélatenglar, Mótorrofar. Höfuðrofar, Rofar, Tenglar. Varahús, Varatappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, ge.vmslur, Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, jámrör, 1" 1V4" ÍW og 2". Einangrunarband, margir litir og önnur smávara. — Allt á einum stað. Rafmagnsvörubúðin sf. Suðurlandsbraut 12. Simi 81670. — Næg bílastæði. — ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. SIBELUS HVAÐ kemur mönnum í hug, þegar þeir Jieyra Finnland nefnt? Líklega vötn og skógar, þytur í skógi og barátta finnskrar þjóðar fyrir tilverurétti sínum. Út í frá eru Finnar sennilega þekktastir fyrir vask- leik sinn í íþróttum og þrautseigju á þrengingartímum, ennfremur frumleik og listfengi í byggingarlist og tónlist Sibeli- usar, sem hefur að geyma sögu og nátt- úru Finnlands í tónum og ber þar fyrst að nefna tónaljóðið Finlandia. Jean Sibelius var af læknaættum kom- inn, en báðir foreldrar hans höfðu dálæti á tónlist og börn þeirra þrjú mynduðu tríó þegar á unga aldri og iðkuðu kammermúsik á heimilinu. Faðirinn hafði, þegar við íæðingu sonarins, ákveðið að piltur skyldi læra lögspeki, en drengurinn sýndi alla daga lítinn áliuga á fræðigreininni. Hins vegar undi hann löngum úti í náttúrunni og reikaði oftlega um skógarstíga og hlust- aði á raddir náttúrunnar og til þess að geta leikið í þessu frjóa umhverfi lærði iiann að leika á fiðlu. „Heillaður af söng náttúrunnar lék ég á fiðluna frá morgni til kvölds öll sumur,” segir hann. Sibelius notaði hvert tækifæri til þess að fara með fiðlu sína út í skóginn og þar samdi hann sín fyrstu verk. Eitt þeirra var lítið inter- mezzo fyrir fiðlu og celló, Vatnsdropar. Tónlistin tók hann fanginn í þann mund sem hann sagði skilið við lögfræðina. — líann sagði sjálfur svo frá, að hann hefði reikað heilan sólarhring úti í skóginum, og er hann sneri heim um morguninn var hann ráðinn í því að helga líf sitt tónlist- inni. Síðar komst hann svo að orði, að þá nótt hefði tónskáldið Jean Sibelius fæðzt. Eftir margra ára nám í Helsinki, Berlín og Vín, fór hann að semja fyrir alvöru. Árið 1888 voru fyrstu verk hans gefin út, þar á meðal sónata í F-dúr fyrir fiðlu og pianó, sem sver sig mjög í ætt við verk Griegs. Sem ungur maður lét Sibelius heillast af sögu Finnlands og mörg beztu verk hans eiga rætur sínar að rekja til sögulegra við- burða. Árið 1892 lauk hann við sitt vold- uga Kullervo. Hér koma fram helztu per- sónulegu eiginleikar hans sem tónskálds mótaðir af ættjarðarást. Enn voru þó fáir, sem kunnu að meta hann. Það var fyrst þegar tónaljóðið En Saga kom út sama ár, að hann öðlaðist almenna hylli. í kjölfarið fylgdu fleiri þjóðlcg verk og nú hófst Sl- belius handa með að semja óperu £ sam- vinnu við skáldið J. H. Erkko. Efniviðinn. völdu þeir úr frægasta sagnaljóði Finna, Kalevala. f Helsinki var hann í félagsskap annarra listamanna samtíðar sinnar, svo sem Ro- berts Kajanusar og málarans Galléns, sem var aðaldriffjöðrin í klúbbnum Symposion. Þar skemmtu hinir ungu listamenn sér, skeggræddu um vandamál sín og viðfangs- efni og sóttu hugmyndir hver til annars. Eftir frumflutning Kullervo fékk Sibel- ius sín fyrstu listamannalaun (2000 mörk). Árið 1899 kom út tónaljóðið Finlandia og á einnu nóttu varð nafn Sibeliusar á hvers manns VQrum. Verkið skipaði heiðurssess í hljómleikaför, sem tónskáldið fór með Symfóníuhljómsveit Helsinkiborgar til til flestra landa EvTÓpu árið 1900. Hér á landi er Finiandia kunnasta verk hans eins og víða annars staðar. En þegar Si- belius stóð á hátindi frægðar sinnar, snerl. hann, án sýnilegrar ástæðu baki við frægff- arljómanum. — „Nú er kominn tími til þess að ég fari að senija,” sagði hann við konu sína. Haustið 1904 dró hann sig í hlé og fluttist til Jarvenpaa, rólegs stáðar i um. 50 km. fjarlægð frá Helsinki. Á næstu 25"*" árum starfaði hann mikið og afkastaði ó- trúlega miklu, um 150 tónsmíðum, þar á meðal hinni frægu Kalevalatónlist og 7 symfóníum. Sérkenni Sibeliusar eru fyrst og íremstl þjóðleg, finnsk. Auk margra skáldlegra og hljómfagurra hljómsveitarverka hefur han.n gert sér mat úr hinum fjölskrúðugu söngv- um þjóðar sinnar. En einnig í stóru hljóm- sveitarverkunum er uppistaðan líf þjóðar- innar og náttúru landsins, án þess þó að hann færi sér í nji; finnsk þjóðlög. Veiga- mestu verk hans eru symfóníur hans. Con- stant Lambert segir: „Enginn efi er á því, að Sibelius hefur þróað symfóníuformið til ineiri fulikomnunar en nokkurt annað tón- slcáld síðan Beethoven leið. Því hefur verið haldið fram, að hann sé sá eini af síðaii tíma tónskáldum, sem ásamt Brahms sú verður þess að kallast arftaki Beethovens. Þessi skoðun á sér ófáa formælendur I Bretlandi og Bandaríkjunum. En Sibeliua var útnefndur heiðursdoktor við Yaleh.V skóla. Á hinn bóginn eru skiptar skoðanir um symfóníur hans annars staðar, t. d. hafa verk hans mætt litlum skilningi í Frakk- lantíi og eru sjaldan leikin þar. Sibelius hefur sjálfur sagt: „Ég er mað- ur hljómsveitarinnar og þið verðið að dæma mig eftir þeim hljómsveitarverkum. mín- um. Ég sem píanóverk í tómstundum min- um. Píanóið vekur ekki áliuga minn, það syngur ekki.” Söngvar hans eru þeim mun ei'tirtektarverðari, þó kemur þar í Ijós að píanóið er ekki hans sterka hlið. Undirleik- inn vantar hina miklu spennu og vídd, sem við eigum að venjast í hljómsveitarverkum hans. Meðal söngva hans eru samt meistarn- verk eins og „Flickan kom ifrán sin alskl- ings möte”, „Den första kyssen,” „Pá ver- andre vid havet,” „Sav, sav, susa,” og „Höst- kvall” svo að einhverjir séu nefndir. AI kammerverfcum tónskáldsins er aðeins eitt scm talíð er bera af en það er Voces inti- mae. En það er líka eitt af sérstæðustu og persónulegustu verkum hans. Aufc áðurnefndra verka eru Vals triste og fiðlu- konsert í d-moll ásamt fleiri sönglögum mjög þekkt tónverfc og eiga eftir að hljóma svo lengi sem- þýtur í skógum Finnlands. Stuðzt við Musikkens Verden. — G. P. GJAFABRÉF PRA »UKOtAOO»R»JÖ»1 SHAL»TÚH»HR>M 1 KTTA EBfF ER KVITTUN, EN FÓ MIKEU FREMUR VIDURKENHINð FTRIR STUÐH- INð VIÐ COTT MÁIEFNI. tlXKlAVlK, K 9 ák tm*n>B*4** Ut* H 1 > Klt SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI S2-101. I ATHYGLI skal vakin á því, að þeir sem telja slg eiga rétt til bóta samkvæmt lögum nr. 65/1966 • um hægri handar umferð, skulu hafa skilað kröf- um sínum þar að lútandi á skrifstofu vora Sól- eyjargötu 17 ReykjaVík, fyrir 1. janúar 1968. Kröfunum skulu fylgja greinargerðir og sundur- liðaðar kostnaðaráætlainr. Fra m kvæmda nef nd hægri umferðar. BÍLAKAUP 15812 — 23900 -j 'i Höfsm kaupenður »8 fletit- • um tegundum og árgerðm - «f nýiegum bifrelðum. ^ Vínsamlegast látlð skrá bíi- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðará Sirnar 1581* - «80». i Auglýsið í Álþýðubíaðimj SNITTUR . ÖL - GOS Opiff frá 9-23,30. — Pantíð timanlega vcizlur. BRAUÐSTOFAN 'esturgötu 25. Síml 16012. SMURT BRAUÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.