Alþýðublaðið - 17.12.1967, Síða 11

Alþýðublaðið - 17.12.1967, Síða 11
Sunnudagur AlþýðublaðiS — 17. des. 1967 FIMMTUGUR: ELLERT SÖLVASON ELLERT SÖLVASON, Lolli í Val, cins og hann er svo oft nefndur, er fimmtugur í dag 17. desember. Lolli var um langt skeið í hópi snjöllustu knatt- spyrnumanna Vals, og um leið landsins. Hann lék löngum í stöðu vinstri útherja, af þeirri snilli, sem annáluð er, enda ekki aðrir gert þeirri vandasömu stöðu befri skil. — Leikni Loila og lipurð var viðbrugðið. Spyrnur hnitmið- aðar, sendingar nákvæmar og skot hans, ef svo bar undir, gædd þeim fítonskrafti, sem fátt stóðst fyrir, Annars gerði hann ekki mikið að því að skjóta, en þeim mun meira að búa í haginn fyrir samherjana, með hárnákvaemum sniildarsendingum, sem næm sjón hans skynjaði leiftursnöggt, hvernig bezt yrðu framkvæmdar hverju sinni. bað var vissulega gaman að sjá Lolla að leik. Sjá' liann lág- vaxinn og grannan, en að sama skapi skjótan og hörkusnjallan, kljást af eldmóði við sér langt um líkamsstyrkari varnarleik- menn, og hafa oftast sigur. Þar má segja að andinn hafi sigrað efnið og vitið stritið. En ef jak- arnir í varnarliði mótherjanna hittu á hann, hrökk gjaman fyr- ir, og fór jafnvel í loftköstum. En eins og köttur kemur jafnan niður á fæturna, sé honum kast- að upp í loftið, svo var það með Lolla. Hann kom jafnan niður' á rétta endann, hvort sem hann tók fleiri eða færri sveiflur eða hringi, og lióf leikinn að nýju þar sem frá' var horfið. Fimi hans þótti með fádæm- um og hann hlaut út á hana við- urnefnið „kötturinn” og „köttur- inn í Val” varð uppáhald allra sem „völlinn sóttu” í þann tíma. En fimi sína, sem að vissu leyti var meðfædd, þroskaði Lolli í ÍR, en þar stundaði hann leikfimi af miklum áhuga og natni um ára- bil. Það var þjálfun sem sagði til sín í leik og baráttu um knöttinn með miklum og góðum árangri. Góð skaphöfn og iétt lund átti líka sinn mikla þátt í getu hans á knabtspyrliuvellinum. Hann var alltaf kátur, fjörugur, hvort blítt eða strítt honum bar til handa í leiknum. Enda er eðli knattspyrnuíþróttarinnar það, að fýlupokar og leiðindaskrjóðar ná þb(i’ engri fótfestu. Gunnreifir skulu menn vera liarðir í horn að taka, samvinnuliprir og drengi- legir, meðan á' baráttunni stend- ur, þá mun vel vegna. Það var Lolli meðan hann var og hét. í kvöld tekur Lolli fimmtugur á móti vinum og samherjum og gömlum mótherjum í heimili fé- Iagsins Vals að Hlíðarenda. Ég veit að hann vonast eftir að hann sj.'i sem flesta. — E.B. Verðlistinn v/Laugalæk — Simi 33755. Telpnakjólar — Kvöldkjólar — Crimplenekjólar — Jersey- kjólar — Perlpsaumaðir ullarkjólar — Tækifæriskjólar — Greiðslusloppar — Undirkjólar. Sérhver kona óskar sér fallegs kjóls í jólagjöf, Verðlistinn KJ ÓLADEILD, Verðlistinn , . . kS m»» Á-L'! r ifAiWiyv Verð fcr.~450.00 án söhtók. Inngang að bókinni ritar dr, Hermann Pörrgen, þýzkur rithöfundur og blaðamaður, sem er gjör- kunnugur Rússlandi. Hann sér að vísu land og þjóð mcð augum Vesturlandabúans, cn hann skrifar a£ mcnningarlegri lilutlægni og áróðurslaust. eftir HERMANN PORZGEN. KRISTJÁN KARLSSON og MAGNÚS SIGURÐS i * 41 rl 11 3 il1 ] 11V lIU 1S1 L 1 I I iH í1111 if rVllJiÍl1 11 1 li SON þýddu texta bókarinnar á íslenzku. Þctta cr stór og fallcg myndabók, sem segir sögu Sóvétríkjanna og rússnesku þjóðarinnar í máli og mynduin, algjörlcga hlutdrægnislaust. Bókin gcfur lcsandanum tækifæri til að líta til baka í rólegri yfirsýn tii liinna ógurlegu — eða fagnaðarríku — at*. burða 1917, íhuga afleiðingar þeirra og öðlast urn lciff — í Irókstaflcgri merkingu — furðu glögga mynd af Sóvétríkjunum um 50 ára skeið; sögu þeirra, stjórnmáium, hugmyndafræði, atvinnuvegum, lands- lagi, landsháttum, vísindum, menningu. Þorri mynd- anna í bókinni er lítt kunnur eða alls ókunnur áður. Árlega kemur út á Vesturlöndum mikill fjöldi ágætra bóka um Sóvétríkin, þó að við íslendingar höfum farið einkennilcga varhluta af nýtilegum bók- um um þctta cfni og látið okkur að mcstu nægja fornfáleg vígorð um fyrirbærið Sóvétríkin. Þess vegna má okkur alvcg sérstaklega vera fcngur í þess- ari fróðlcgu, aðgengilegu og ásjálcgu bók. Hvað scm pólitískum skoðunum manna líður, fer ckki hjá því, að þcim þyki fonitnilegt að skyggnast inn í hcim Sóvétríkjanna cins og hann birtist í þessari bók. Bókin er gcfin lit samtímis í mörgum löndum í til- efni þess að í nóv. þ. á. eru liðin 50 ár síðan hin af> drifaríka Októberbylting gerðist í Rússlandi. 240 bls. i stóni broti (21x25 cm), prýdd 240 óvenjulegnm og merkilegum myndum Saga Sóvétþjóðanna í 50 ár sögð í máli og myndum . Algjörlega lilutdrægnislaus lýsing á landi og þjóð . Glæsileg og eiguleg bók tU Biðjið bóksalann yðar að sýna yður BÓKAFORLAGSBÆKURNAR BÓK AFORLAG ODDS BJÖ ðRVAlSVðlUR A ttLLIIM HOUM AV. „Vfc tvJ>. ________________VK _________ fa,ta^re3?aBluxi. fj0isAc3rldu.x1.31.ax?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.