Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 7
57 Sunnudagur Alþýðublafflð — 17. des. 1967 að með stígvélasparki milli fót anna; síðan spörkuðu þeir í mig sem ég lá unz ég skreidd ist á fætur, svo að þeir gætu hafið hrindingarleikinn að nýju og tekið var á móti mér með krepptum hnefum. Klukkustund eftir klukku- stund... Þetta sá ég: Andlit manna, sem stóðu í erfiðisvinnu, hend ur, sem þurrkuðu svita af enni. Ég æpti og grét, af sársauka og svefnleysi, af hræðslu og reiði. Ég myndaði mig til að slá aftur, setti mig í varnar- stöðu gegn óþokkunum, en ég var magnlaus af þessari niður- iægingu, og svo eru verkirnir allt. Hringurinn leystist upp, og þeir fara í burtu. Nöktum líkama mínum var lyft upp frá gólfinu, ég er bor- inn yfir herbergið og lagður á rauðglóandi suðuplötur. Kjöt- taetlur hanga eftir, þegar þeir rykkja mér upp. Þeir leggja mig á borð á grúfu. Tveir menn setjast klof- vega ofan á' mig, annar yfir höfuðið, hinn yfir fæturna, sem standa út af borðinu. Hann hossar sér á þeim, glaðhlakka- legur eiris og krakki, og með lurkum lemja þeir hrygglengj- una frá hnakkagróf niður að rófubeini, lyfta lurkunum hátt og leggja kraft í höggin, hvað eftir annað, aftur og aftur. Hvað hef ég gert við stimpl- ana? Hver fékk böggulinn? — Veit það ekki! Klukkustund eftir klukku- stund ríkir aðeins ein hugsun: Ekki gugna, ekki segja neitt. Drottinn minn almáttugur .... Ég kalla fram myndina af Nínu og mömmu og prestinum, með greipar spenntar í bæn. Hjálp, þetta er ég, Oscar, — verið hjá mér, ég afber þetta ekki lengur....... — Segðu okkur frá' vega- bréfunum! - Nei! Hrottamir færa mig nær slátrunarborðinu, vilja njóta sjónarinnar í nálægð. Sígarett- urnar dingla á milli holdugra vara þeirra, þegar þeir tala um mig og hrækja yfir mig háðs- yrðum. Svo brotnar hryggurinn. At- geirsstunga, sársauki og vein, sem kafnar í hásri stunu. Guð, lof mér að deyja. En klukkustundirnar líða og ég dey ekki. Þetta er fagvinna. Loksins fjarar þrek böðlanna lif. Lurkhöggin missa kraft sinn, og cinhver lítur á úrið sitt, ef til vill ætlar hann í bíó. Ég er með rænu, þegar þeir bera mig niður í kjallarann. En þeir eru ekki hættir, ekki enn. — Við skulum brjóta þig, Magnusson, það geturðu bölv- að þér upp á....... Állt er ein sársaukaþoka. Nei, ekki allt, mér heppnast að koma að einni hugsun, einu nafni, einhverju, sem ég lief heyrt. Bjar'ne Thoresen........ Hvað var með hann? Peran í loftinu gerir iíka þessa nótt að degi. Ég gref and- litið í koddann og sárbæni um að mega sofna, fá að njóta and- artaks hvíldar, en peran í loft- inu heldur mér vakandi, og hugsunin þvælist fyrir mér. .. Hver var að tala um Bjarne Thoresen? Hann fékk mér bréfið frá Vassendcn — um 3000 krón- urnar. En það var svoiítið meira...... Síðan sortnar í vitund minni. Þegar ég var tekinn komst hann líka í hættu, og þeim skilaboð- um var laumað inn í hegning- arhúsið, að Thorsen væri flú- inn. Nokkrum dögum síðar feng- um við vitneskju um, að bátur- inn væri kominn til Englands. Hevrs vegna er ég að hugsa um þetta núna? Ég sný höfðinu, og í sama vetfangi kemur vindingur á hrygginn á mér. Á eftir aettur mér í hug, hvort nokkur í húsinu hafi heyrt ópið. Ég ligg í móki, þegar þeir koma í morgunsárið til að sækja mig. Þeir verða að bera mig út úr klefanum og inn í lyftuna, síðan eftir ganginum að pynt- arhúsið, að Thoresen væri flú- Hvers vegna er ég að hugsa ingaklefanum.' Behrens og Eckhardt eru þar. Er ég búinn að ákveða það að leysa frá skjóðunni? Ég sný mér undan. Úlnliðirriir eru reyrðir sam- an fyrir aftan bak. í loftinu er krókur, eins og notaður. er fyrir brunakaðla, og án nokkurra vífiléngja er ég dreginn upp, þannig að fæturnir koma ekki við gólfið. Það líður yfir mig. Þegar ég ranka við mér, ligg ég á gólfinu, og einhver hellir vatni yfir mig. Svo er ég dreg- inn upp að nýju. Til þess að auka þyngslin á herðunum — þvi má ekki gleyma að hendur mínar eru bundnar fyrir aftan bak — sveifla þeir líkamanum til eins og pendúl. Það er alveg eins og handlegg- irnir séu að rifna af í axlaiv liðunum, og andlitið skefst við steinvegginn, varirnar springa, sárið á nefinu ýfist upp að nýju. Og fleiri klukkustundir líða. Framhald á 10. síðu. >■■■■■■■■•■■■•■■■'»» ■■■■■■■■■■■■■■■•■■■>■ >■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■■! Hvers vegna félagsmaður AB? Vegna þess að þér veíjiS sjálfur þær bæk- ur, sem þér girnist helzt. A bókaskrá okkar eru um 150 bækur. Um 90 bæk ur kosta innan við kr. 200.- Um 130 bækur kosta innan við kr. 300.-. Á bókaskrá okkar eru m.a. eftirtaldar bækur: íslenzk fræði, þjóðlegur fróðleikur og ævisögur. Félagsmannaverð Dómsdagrur í Flatatungu, Selma Jónsdóttir Hannes Hafstejn I„ Kristján Albertsson Hannes Hafstein II., sami Hannes Hafstein III., sami Hannes Þorsteinsson, sjálfsævisaga Hirðskáld Jóns Sigurðssonar, Sigurður Noi’ðdal Hjá afa og ömmu, Þórleifur Bjarnason íslendinga saga I„ Jón Jóhannesson íslendinga saga II., sami íslenzk þjóðlög (nótnabók), (heft), Engel Lund Islenzkar bókmenntjr í fornöld, Einar Ól. Sveinsson Islenzkir málshættir, Bjami Vilhjálmsson og Óskar Halldórss. Jón Þorláksson, Sigurður Stefánsson Kvæjjíi og dansleikir I-II., Jón Samsonarson Land og lýðveldi I., Bjarni Benediktsson Land og lýðvcldi II. sami Lýðir og landshagir I. Þorkell Jóhannesson Lýðir og landshagir II. sami Mannlýsingar, Einar H. Kvaran Þjöðsögur og sagnir, Torfbildur Hólm Þorsteinn Gíslason, Skáldskapur og stjórnmál Þættir um íslenzkt mál Skáldrit eftir ísl. höfunda. Austan Elivoga, (heft) Böðvar Guðmundsson A sautjánda bekk, Páll H. Jónsson Bak við byrgða glugga, Gréta Sigfúsdóttir Berfætt orð, Jón Dan Blandað í svartan dauðann, Steinar Sigurjónsson Brauðið og ástin, Gísli J. Ástþórsson Breyskar ástir. Óskar Aðalsteinn Dagbók írá Díafaní, Jökull Jakobsson Fagur er dalur, Matthías Johannessen Ferðin til stjarnanna, Ingi Vítalín Fjúkandi lauf, Einar Ásmundsson Gangrimlahjólið, Loftur Guðmundsson Hlýjar hjartarætur, Gísli J. Ástþórsson í sumardölum, Hannes Pétursson Jómfrú Þórdís, Jón Bjömsson Mannþing, Indriði G. Þorsteinsson Maríumyndin, Guðmundur Steinsson Mig hefur dreymt þetta áður, Jóhann Hjálmarsson Músin sem Iæðist (heft), Guðbergur Bergsson Ný lauf, nýtt myrkur, Jóhann Hjálmarsson Rautt sortulyng, Guðmundur Frímann Sex ljóðskáld (án plötu) Sjávarföll, Jón Dan Sumarauki, Stefán Júlíusson Sunnanhólmar (heft), Ingimar Erl. Sigurðsson Svartárdalssólin, Guðmundur Frímann Tólf konur, Svava Jakobsdóttir Tvær bandingjasögur, Jón Dan Tvö lejkrit, Jökull Jokobsson Við morgunsól, Stefán Jónsson Þjófur í paradís, Indriði G. Þorsteinsson Sýnisbækur eftir ísl. höfunda. Baugabrot, Sigurður Nordal Fjórtán sögur, Gunnar Gunnarsson Sýnisbók, Einar Benediktsson Sögur, Guðmundur Friðjónsson Tíu smásögur, Jakob Thorarensen (heft) Völuskrín, Kristmann Guðmundsson Þrettán sögur, Guðmundur G. Hagalín Bókasafn AB Islenzkar bókmenntir. Kristrún í Hamravík, Guðmundur G. Hagalín Líf og dauði, Sigurður Nordal Sögur úr Skarðsbók, Ólafur Halldórsson sá um útg. Píslarsaga séra Jóns Magnússonar Anna frá Stóruborg, Jón Trausti Kr. 195.00 ” 240.00 ” 295.00 ” 2.95.00 ” 235.00 ” 105.00 ” 130.00 ” 195.00 ” 195.00 ” 75.00 ” 295.00 ” 495.00 ” 255.00 ” 695.00 ” 295.00 ” 295.00 “ 295.00 ” 295.00 ” 130.00 ” 195.00 ” 350.00 " 265.00 ” 165.00 ” 90.00 ” 295.00 ” 195.00 ” 295.00 ” 90.00 ” 265.00 ” 295.00 ” 195.00 ” 98.00 ” 110.00 " 78.00 ” 78.00 ” 100.00 " 295,00 ” 195.00 ” 66.00 ” 195.00 ” 130.00 ” 235.00 ” 265.00 ” 80.00 ” 62.00 ” 90.00 ” 50.00 ” 195.00 ” 165.00 ” 130.00 ” 235.00 ” 235.00 ” 295.00 ” 195.00 ” 98.00 ” 82.00 ” 55.00 ” 55.00 " 130,00 ” 98.00 195.00 195.00 195.00 235.00 235.00 m >■■■& >■■■> IBBUS !■■■■ >■■■* >■■"3 1 ■•■"■• >■■>■>« ::::: ijjiii iii :::;3 p >j>)3 > fc!>3 :aw ;§i II !SS 3 ■5E3 t::3 ::rí ■Eí'3 r::>s :::s ::3 ::s ■::s Afgreiðsla til félagsmanna er hjá umboðsmönnum um ailt land. Afgreiðsla til félagsmanna í Reykjavík er að Austurstræti 18 síma 18880. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. ::::: ::::: lliisri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.