Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 5
Sunnudagur AlþýffublaðiS — 17. des. 1967 s JttM/uutatp ÆÐJMJÖ) ŒtMHíP Ritstjóri: Benedikt Gröndal. — Eitstjórl Sunnudagstilaffs: Kristján Bersi Ólafsson. — Sfmar: 14900—14903. — Auglýsingasíml 14908. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Eeykjavík. — Prentsmiðja Alþýðuhlaðsins. Sími 14905. —' Áskrlftargjald: kr. 105,00. — í lausa- sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. FRYSTIHÚSIN ÞEGAR verðlag á hraðfrystum fiski tók að lækka í fyrrasumar, kom fljótlega í ljós, að fá frystihús í land inu voru við því búin að taka á sig þá hækkun. Síðan hefur mátt telja þauhús á fingrum, sem hafa getað haldið uppi nokkurn veginn eðlilegum rekstri. Allur þorri þeirra hefur barizt í bökk um og mörgum verið lokað, þar á með al tiltölulega "nýjum og fullkomnum húsum. Þetta sorglega ástand frýstiiðn aðarins var viðurkennt með því að setja upp sérstaka nefnd til að fjalla um málið, og voru í hana skipaðir ýmsir af fremstu stjórnunarheilum þjóðar- innar. Mun hún hafa unnið mikið, en ekki skilað áliti. Verður fróðlegt að heyra, hvaða niðurstöðum hún kemst að, en óvarlegt að búast við skyndi- iausn á vandanum. Frystihúsin eru máttarstólpar at vinnu umhverfis allt land. í hverri sjávarbyggðinni á fætur annarri eru eitt eða fleiri slík hús, sem taka við mestu af afla bátana á staðnum. Hangir þannig afkoma útgerðar- og sjómanna ekki síður en landverkafólks á þess- um fyrirtækjum. Þarf ekki að orð- lengja, hve alvarlegt ástand skapast, ef frystihúsin geta ekki greitt. Sá vandi færist yfir til sjómanna og útgerðar- manna, oft til vörubifreiðastjóra og svo að sjálfsögðu inn á heimili verka- fólksins. Víða um land er i*ú mjög þröngt fyrir dyrum á heimilum vegna ógreiddra vinnulauna fyrir stopula atvinnu, og ættu stjórnvöld og peninga stofnanir að leggja sig fram um að létta þann vanda, ekki sízt af því að rekstur húsanna hlýtur að fara batnandi upp úr áramótum. Vonandi leiða niðurstöður frysti húsanefndarinnar !til þess, að menn gera sér grein fyrir orsökum erfiðleik anna og veikleika þessarar atvinnu- greinar. Mörg hafa húsin verið illa undirbúin og ill*a smíðuð, þannig að þau eru raunverulega í byggingu ára- tugum saman og fjárfestingu er aldrei lokið. Ófullkomin aðstaða og á stund um léleg stjórn valda því, að hallar undan fæti, og virðist þá erfitt að stöðva hrunið. Það þarf vafalaust að beita rík isvaldi og heildarsamtökum hús- anna til að leggja mörg þeirra niður, sérstaklega þar sem tvö eru á litlum stöðum, en hráefni varla nema til eins í meðalári. Margar fleiri ráðstafanir þarf að gera, og er mikilvægt að nú verði notað tækifærið og þessu máli fylgt eftir, svo að frystihúsin verði framvegis sterkari stoð fyrir afkomu þjóðarinnar en þau nú hafa reynzt. Enskar slár með pilsum Nýjasta t'izka - Verð kr. 1760.- BERMHARÐLAXDAL Kjörgarði. Ný sending af vönduðum hollenzkum vetrarkápum BEHNHARÐ LAXDAL Kjörgarði. Greiðslusloppar í miklu úrvali. Barnaundirkjólar í stærðunum 2—14. Nælonúlpur, peysur og blússur í barnastærð um. Jólalöberar. Jóladúkar. Dúkar undir jólatré. Náttföt á alla fjölskyldima. B E L L A Barónsstíg. Verðlistinn Suðurlandsbraut 6 — Sími 83755. Buxnadragtir — Skikkjur — Buxur og skikkjur — Pils og skikkjur — Táningakápur. Glæsilegir tízkulitir. Athugið: Meðlimir hinnar vinsælu hljómsveitar „SÁLIN" leika vinsælustu plötur unga fólksins alla daga til jóla.— Verðlistinn, KÁPUDEILD Verðlistinn Laus lög reg 1 uþjónsstaða Staða eins iögregluþjóns í Grindavíkurhreppi er laus til umsóknar. Byrjunarlaun samkvæmt 13. launaflokkj opínberra starfs- manna, auk 33% álags á nætur- og helgidagsvaktir. Upplýsingar um starí'ið gefur undirritaður og skulu umsókn- ir, sem ritaðar séu á þar 1il gerð eyðublöð, sem iást á lög- reglustöðinni í Hafnarfirðj haia fcorizt honum fyrir 1. jan n.k. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 14. des. 1967. Einar Ingimundarsson. ÚTBOÐ Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í byggingu leikskóla. Skilafrestur er til 5. jan úar n.k. Útboðsgagna skal vitjað á Bæjarskrifstofu Kópavogs gegn kr. 2000.00 skilatrvggingu. Bæjarverkfræðingur. Áskriftasiminn er 14901

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.