Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur AlþýðublaSiS — 17. des. 1967 OPNA Framhald úr opnu. Hvað eftir annað féll ég í öng- vit, hvað eftir annað er ég vatni ausinn og ég er dreginnn upp. Loksins heppnast þeim það — handleggirnir losna frá lík- amanum. Vöðvarnir við axlarlið- inn eru að nokkru sprungnir, og liðamótin úr lagi. Hvað varð um vegabréfin? Er ég búinn að átta mig, eða neyðast þeir til að ganga gjör- samlega frá' mér, áður en ég vitkast? Ég svara engu, það síðasta, sem ég heyri, áður en ég fell í ómegin að nýju, er Behrens, sem grenjar í tryllingi............ Seinna um daginn vakna ég á klefagólflnu. Ég hef enga tímaskynjun, hef ekki hugmynd um, hve lengi þeir hafa haldið áfram. Ég afber þetta ekki lengur. Einhvern tímann um nóttina geri ég mér ljóst, að lengra verð- ur ekki gengið. Hefði ég haft hugrekki til að svipta mig lífi? Ég held það. Það er svo komið, að þarf meira hugrekki til að lifa lífinu en að svipta sig því. Drottinn minn, ég er svo hræddur...... Bjame Thorsen,. hvað var aft- NYJUNGIBARNA- W BÓKAÚTGÁFU! Komnar eru út á vegum Heimskringlu tvær eftirtektarverðar barnabækur í nýjum bókaflokki. Bækurnar eru einkum eftir- tektarverðar fyrir: • Smekklegan og nýstárlegan frágang. * Fallegar litmyndir. •Fræðandi og skemmtilegt efni. • Verð aðeins kr, 90.00. Kjörin tækifærisgjöf handa börnum og unglingum. HVER ER? HVER ER? tSBSöli Ibwií ur með hann. .. Ég ligg í hita- sóttarmóki og finn volga tauma leggja niður eftir hálsinum á mér. En ég held dauðalialdi í hugsunina, veit, að ég er með eitthvað þarna. Svo kemur morguninn og aft- ur er ég hirtur upp af gólfinu og borinn fram í lyftu. Þeir setja mig í stólinn hjá Eckhardt, ég greini Behrens og Klein og auk þess þann fjórða, Klötscer, alræmdán lvrotta, jafnvel í samanburði við þessa. Ætla ég að leysa frá' skjóð- unni núna? Er það loksins orð- ið ljóst, að þeim er alvara? Handleggirnir lafa niður með síðunum, andlitið er blá bólgu- hella, frá hryggnum og mjaðma- grindinni berast sársaukakippir um allan líkamann. Alvara! Tárin brjótast fram, ég skynja ógeðið af sjálfum mér og bem mig ekki lengur........ Einhver hneppir frá mér blóð- ugri skyrtunni og rífur hana af mér, og Klein setur fötu milli fótanna á mér. Ég á ekkert eft- ir, nema líftóruna, ætla þcir að tappa hana af mér núna? — Komið ykkur þá að því......... Maður kemur með sprautu, hann stingur nálinni inn i síð- una á mér, vinstra megin, rétt ofan við hjartað. Ýtir á. Vísindin í þágu menningar- þjóðarinnar. .... Ég fer að selja upp, ég veit ekki, hversu rétt ég hef haft fyrir mér. Þetta er engin vana- leg ógleði, sem þeir hafa veitt mér, engir leiðinlegir timbur- menn eftir fimmtugsafmæli, — þetta er innra eldgos á mörk- um delirium tremens, hin end- anlega uppgjöf áfengissjúklings- ins eftir ævilanga ákafa drykkju Ég æli viðstöðulaust, er hrædd- ur um, að þarmar og gallblaðra komi með í ósköpunum, og ég finn, hvernig síðasta mótstöðu- þrekið fjarar út, rétt eins og líftóran sjálf sé að yfirgefa mig og hverfa niður í fötuna. — Hvar eru vegabréfin? — Hvaðan fór báturinn, Magnus- son, — hvar eru vopnin, hverj- ir eru með þér í hreyfingunni. Ég æli og græt, græt og æii, og ég finn, að ég verð að tala —■ ég þoli þetta ekki lengur. .. — Ég veit það ekki, kjökra ég. Og þar með er ég kominn að leiðarlokum. Það gerist leiðindaatburður síðar um daginn. Þeir hafa farið með mig nið- ur í kjallara, sfaðið yfir rúm- fletinu og látið spurningunum rigna yfir mig. En ég þarf dá- lítinn frest til að hugsa mig um, og ég lézt véra of mátt- farinn til að geta svarað þeim. l.oks hreyttu þeir úr s.ér ein- hverjum hótunum og fórú leið- ar sinnar. Þá koma inn tvær þvotta- konur, sem ég kannast við. Þær unnu áður í Æolus-byggingunni, en svo fóru þær að léggja lag sitt við Þjóðverja, og það varð of hættulegt að hafa þær þar. Ég varð að segja þeim upp. Þær segjast hafa fengið fyrir- mæli um að þvo blóðið. Þáð er þá farið að ganga fram af jafn- vel Eekhardt og Behrens. Þær eru ekki aldeilis að flýta sér. Þær setjast á fletið, kross- leggja fæturna; nú er þeim skemmt. Svo að ég et loksins kominn niður á jörðina? Hættur öllum rembingi? Húsvörðurinn valdamikli ekki alveg eins valdamikill og hann var, ef þær mættu segja svo? íþróttamaður- inn ekki alveg eins íþróttamann- iegur, ha? Þær njóta sigurgleðinnar, íiissa að orðheppni sinni. ( Þegar þær taka fötur sínar og búast til brottfarar, bergmál- ar hlátur þeirra um allan kjall- araganginn. Svo skellur húrðin aftur á hæla þeim. Þegar verðirnir lyfta mér upp á stólinn hjá Behrens morg- uninn eftir, læt ég fallast fram á skrifborðið og græt. — Ekki lemja meira, gerið það, ég þoli ekki meira........ Það verður allt hljótt í her- berginu. Ekkert heyrist, nema gi'áturinn. Svo eru gluggatjöld dregin frá, og gluggar opnaðir, andnimsloftið inni breytir skyndilega um, verður bjart og vinsamlegt. ONDÚLA Hárgreiðslustofan opnar aftur að Skólavörðustíg 18, 3 hæð. þriðjudaginn 19. desember. Sími 13852. Þuríður Sigurðardóttir. 10 16 desember 1967 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.