Alþýðublaðið - 04.01.1968, Síða 6
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON:
Hugleiðingar um löggjöf um neytendamál hérog á hinum Norðurlöndunum
I
f
1
*
f* UNDANFÖRNUM ÁRUM
befur orðið bylting í smásölu
verzluninni í Vestur-Evrópu
og Bandaríkjunum. Upp hafa
risið nýjar tegundir verzlana,
verzlunarmiðstöðvar og stórir
vörumarkaðir. Það sem hefur
einkennt hinar nýju verzlanir
öðru fremur hefur verið gífur
legt vöruúrval og aukin þæg-
indi fyrir neytandann. Búðar
borðinu hefur verið varpað út
úr hinni nýju snrásöluverzlun.
Neytandinn gengur um rúm-
góða sali og velur vöruna
sjálfur. Og við hinar nýju
verzlunarmiðstöðvar erlendis
eru rúmgóð bílastæði. Af eðli-
legum ástæðum hafa breyting
‘arnar á smásöluverzluninni
ekki orðið eins örar hér á
landi eins og erlendis. En mikl
,ar breytingar hafa einnig orð
ið hér á landi og þær munu sjálf
,sagt verða örari á næstunni.
Hinar nýju smásöluv. gera stór
auknar kröfur til neytandans.
Áður naut neytandinn iðulega
forsjár kaupmannsins við
vöruval en nú verður neytand-
inn að velja sjáifur. En vöru-
merkin eru mörg á markaðn
um, og vörutegundir fjölmarg
ar og ólíkar. Það getur því oft
verið erfitt fyrir neytandann að
skera úr um það hvaða vöru-
tegund er bezt og enn erfið-
ara að sjá hvaða vörur eru lé-
legar eða jafnvel gallaðar. Er
lendis hefur hið opinbera kom
ið neytendanum til hjálpar í
þessu efni. Upp hafa risið op-
inber neytendaráð og gæðamats
■stofnanir, sem fylgjast með
vörugæðum og gefa neytendum
leiðbeiningar í sambandi við
vöruval. Einnig hafa neytendur
sjáifjr stofnað með sér samtök
til þess að gæta hagsmuna
sinna og framkvæma vöru- og
neyzlurannsóknir. í Bandaríkj-
unum hafa frjáls neytendasam-
tök orðið mjög öflug og unnið
mikið starf í sambandi við hags
munamál- neytenda en á Norð
urlöndum hefur starfsemi þessi
verið á vegum hins opinbera.
Hér á landi hefur hið opinbera
haft lítil afskipti af málefnum
neytenda en starandi hafa ver-
ið hér frjáls neytendasamtök
síðan árið 1953.
Segja má, að hagsmunaniál
neytenda grundvallist á tveim
ur þáttum. í fyrsta lagi þarf að
tryggja sem mestan rétt neyt
andans í löggjöf og í öðru lagi
þurfa að vera til öflugir fram
kvæmdaaðilar til þess að fram-
fylgja löggjöfinni.
Þar sem starfsemi í þágu neyt
enda hefur verið hvað öflugust,
eins og til dæmis á hinum
Norðurlöndunum, hefur verið
unnið ötullega að því að
tryggja neytendum aukin rétt-
indi í löggjöf. Standa íslend-
ingar langt að baki hinum
Norðurlöndunum á sviði laga-
setningar um þessi mál. Ný-
lega gerðist það t. d. í Reykja
vík, að heildverzlanir bundust
samtökum um að setja sölu-
bann á smásöluverzlun nokkra
í höfuðborginni, sem selt hafði
matvöru á lægra verði en aðr
ar smásöluverzlanir. — Hér var
greinjlega um ráðstöfun að
ræða, sem skaðaði hagsmuni
neytenda. En ekki voru í ís-
lenzkum lögum nein ákvæði,
sem gáfu yfirvöldum heimitd
til þess að skylda heildverzlan
ir tR þéss að selja umræddri
smásöluv'erzlun vörur. Slík á-
kvæði er hins vegar að finna
í löggjöf á hinum Norðurlönd
unum. Samkvæmt þeim lögum
getur ákveðinn úrskurðaraðili
skyldað fyrirtæki til að selja
tilgreinda vöru eða þjónustu til
annars fyrirtækis, ef synjun
um sölu telst skaðleg fyrir
neytendur og samkeppnishætti.
En samkeppnishættir teljast
skaðlegir, þegar þeir hafa ó-
sanngjöm áhrif á verðmyndun
og atvinnustarfsemi frá þjóðfé-
lagslegu sjónarmiði eða koma
í veg fyrir beztu hagnýtingu í
framleiðslu, vörudreifingu óg
þjónustu. í flestum löndum V,-
Evrópu og Bandaríkjunum hafa
nú verið sett lög um fyrirtækja
samtök og samkeppnishömlur.
Lög þessi eru mismunandi
ströng en þau eiga það sameig
inlegt. að þau eiga að tryggja
neytendur og fyrirtæki gegn
skaðlegum áhrifum samkeppn-
ishamla. Víðast er skylt að til-
kynna öll fyrirtækjasamtök
sem gerð eru. Síðan skera sér
stakir úrskurðaraðilar ur um
það hvort umrædd samtök séu
skaðleg hagsmunum neytenda
eða ekk}. í Danmörku er t. d.
tilkynningarskylda varðandi
samninga sem hafa veruleg á-
hrjf á verð, framleiðsluskilyrði
o. fl. Sjaldnast er þó krafizt
tilkynningar, ef hlutdeild fyrjr
tækisins í markaðnum er
minni en 20%. í Noregi nær
tilkynningarskylda stórfyrir-
tækja til fyrirtækja, sem hafa
yfir 25% veltunnar í viðkom
andi starfsgrein. Ennfremur
nær tilkynningarskylda í Nor-
egi til fyrirtækja, sem eru í
eigu erlendra aðila. í Englandi
voru sett ný lög árið 1965 um
einkasölur og samsteypur. Sam
kvæmt þeim eru sköpuð betri
skilyrði en áður fyrir opinbera
íhlutun um einkasölur og fyrir
tækjasamtök. Hér lá landi er
nú í undirbúningi löggjöf um
fyrirtækjasamtök og samkeppn
ishömlur. Mun neytendavernd
hér aukast mikið við setningu
þeirra laga.
Á hinum Norðurlöndunum er
löggjöf um verðlags- og neyt-
endamál mun víðtækari en hér.
Auk laga um fyrirtækjasam-
tök, sem við höfum enn ekki
eignazt eru í þessum löndum
sérstök lög um afborgunarverzl
un en engin slík lög eru hér-
lendis, ákvæði eru í lögum um
vörumerkingar, sem einnig vant
ar hér og mun itarlegri ákvæði
um lokunartíma sölubúða en
hér tíðkast. í dönsku lögunum
um verzlun á grundvelli afborg
ana, sem sett voru 1954 en
breytt 1966, eru ákvæði um,
að lágmarksútborgun í afborg
unarviðskiptum skuli vera a.
m. k. 20% heildarkaupverðs-
ins. Hins vegar eru engin á-
kvæði um það, hversu langur
lánstíminn megi vera. í norsk
um lögum eru bæði ákvæði
um lágmarksútborgun og há-
marks láustima afborgunarvið-
skipta. Svipuð ákvæði gilda í
Svíþjóð um bifreiðakaup á af-
borgunargrundvelli. í Finn-
landi eru ákvæði í lögum, sr
heimila verðlagsyfirvöldum að
setja svjpuð skilyrði, er um af
borgunarvíðskipti er að ræða.
í Finnlandí og Svíþjóð liggja
nú fyrir tillögur um að lögfest
verði, að aukakostnaður í af-
borgunarviðskiptum megi ekki
fara upp fyrir ákveðið há-
mark.
í norsku verðlagslögunum er
að finna ákveðnustu ákvæðin
til verndar neytendum á Norð
urlöndum öllum. í þeim seg-
ir m.a. á þessa leið:
„Það er bannað að taka, krefj
ast eða semja um verð, sem er
ósanngjarnt. Ekki er heldur
leyfilegt að semja um eða við-
halda viðskiptaháttum, sem
eru ósanngjarnir gagnvart öðr
um aðila eða ganga augljós-
lega í berhögg við almanna
hagsmuni".
í lögunum segir, að taki fyr
irtæki of hátt verð, megi krefj
ast þess, að hinn ólöglegi hluti
g 4. janúar 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ