Alþýðublaðið - 05.01.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.01.1968, Blaðsíða 11
Opna Framhald úr opnu. Rússlands brauzt út, o. s. frv. Við manntalið 1959 voru vinz- uð úr um 6000 manns sem töldu sig vera yfir hundrað ára en voru það ekki. Þá stóðu eft- ir í öllum Sovétríkjunum um 21 þúsund manns, og samkvæmt síðustu upplýsingunum, sem miðaðar eru við 1966 er talan nú 21700. Þó að svo kunni að vera stundum að einn og einn öld- ungur í Kákasus geti haldið upp á ,.aldarafmælið“ af skorti á áreiðanlegum manntalsskýrsl Vim á fyrri tímum, eru hinir nákvæmustu sérfræðingar í ald ursrannsóknum sammála um að það finnst óvenjulega mikið af háöldruðum mönnum með ó- venjulega lífslöngun og lífs- þrek í suðurjöðrum Sovétríkj anna þar sem loftslag og lífs- skiíyrði minna helzt á paradís á jörð. Skýringin er sennilega lieilnæmt loftslag og einfalt iíf. Er lausnin á spurningunni um lengingu mannsævinnar að finna í litlum fjallaþorpum í j Georgíu? j Ellegar er hana að finna í j uppfinningum vísindanna, nýj- um lyfjum og undraefnum? Hvað sem menn hyggja í þeim efnum er þó draumur um háan aldur án hrumleika, háan aldur samfara mikilli lífsgleði og starfi, ekki bara draumur lieldur lika veruleiki. Hinn frægi rússneski prófess or, D. Zdanob sagði um þetla nýlega: Allir menn sem andast áður en þeir eru hundrað ára, deyja óeðlilegum dauða. Minninet Framliald af 5. síðu. sonar, mikilla mannkostahjóna. Var sambúð þeirra Gunnars og Svanhvítar með þeim ágætum, að fágætt má teljast. — Milli 'þeirra var hljóðlátt ástríki, scm aldrei bar skugga 'á. Þau voru einsaklega samhent og samhuga í öllum efnum. Er ekki of mik- ið sagt, að mesta lífshámingja Gunnars hafi verið fólgin i kvonfangi hans. Á sama .hátt ' verða yndislega dýrmætar minn ingar um nær aldarfjórðungs skuggalausa sambúð aldrei frá konu hans teknar. Þau hjónin eignuðust einn son, Davíð. Létu þau sér einkar annt um uppeldi hans, eins og nærri má geta. Hann er mesti efnispiltur og stundar nú verk- fræðinám í Svíþjóð. Gunnar var mjög góður heim ilisfaðir, ljúfur og hlýr og úrn- hyggjusamur og jafnframt reglu samur. Kom þetta ekki aðeins fram við konu hans og son, held ur einnig við tengdaforeldra hans, sem alltaf bjuggu i sarna húsi og þau Svanhvít; þeini var hann, eins umhyggjusamur og notalegur og sonur getur bezt verið. Þetta var eðli Gunnars. . Heintili þeirra hjóna var með afbrigðum hlýlegt, og voru þau samhent í að gera það þannig . eins og í öðru. Gun’iar var fíngerður maður og mikið snyrtimenni í frant- komu og öllum verkum. Hann var fríður maður sýnum og mik il heiðríkja í svipnum, elskuleg ur í viðmóti og vandaður til orðs og æðis. Hann var bókelsk tir og las mikið og vel. Hann hafði mikla unun af tónlist og lék sjálfur á píanó. Ekki verð- ur sagt, að hann hafi verið fram gjarn maður. Hann hafði enga löngun til að láta að sér kveða á opinberum vettvangi. Hann beindi huga sínum fyrst og fremst að starfi sínu og heim- ili. Þessu tvennu sinnti hann af frábærri alúð og trúmennsku. Hann var heill í starfi, heill í lífsskoðun og allri gerð. Hann var drengskaparmaður og mann vinur. Megi segja það um nokk urn ntann, að hann hafi verið vammlaus maður í hvívetna, þá verður það sagt unt Gunnar Daviðsson. Að slíkum mönnum er mikil eftirsjón. En það er líka mikils virði, að hafa kynnzt þeim og orðið þeim samferða í lífinu, því meira virði, sem sú samferð hefur verið lengri og nánari. Ólafur Þ. Kristjánsson. Vísindi Framhald af 5. siðu. meiri var munnvatnsframleiðsl- an er sítrónusafinn var settur á tunguna. Þessi tilraun er alls ekki gerð út í bláinn. Hún er í fyllsta sam- ræmi við virtar sálfræðikenn- ingar. Margir sálfræðingar álíta að sjá megi á viðbrögðum heil- ans hvort viðkomandi sé inn- eða út-hverfur. Hinir úthverfu lifa hvert andartak af meiri tilfinninga- hita. Sljóvgast því skynfæri þeirra nokkuð með tímanum. Skynfæri hinna innhverfu eru hins vegar okki eins úttauguð og sýna þess vegna allmikið sterkari svaranir gagnvart sams konar hvötum. Þetta er þegar sannað í sambandi við sjón-, heyrnar- og sársaukaskyn — og nú síðast sannaðist bað við bragð skynið. En nota verður nýjan og ó- mengaðan sítrónusafa. Sítrónu- safi sem geymdur hefur verið lengi í plastbelgjum eða gervi- sítrónusafi gerir ekki sama gagn. FæSingarhríSlr Framhald af 4. síöu. kennum sem fram koma hjá til- vonandi feðrum eru tannverk- ir sem staðið geta mánuðum saman. Prófessor Trethoven setti fram þá tilgátu að verkirnir ættu rætur sínar að rekja til þeirrar almennu trúar (sem ekki er rétt) að tennur konunnar eyði- ieggjast meðan á meðgöngutím- Frystihús Framliald af 1. siðu. arafurðadeild SÍS í gær og innti hann eftir rekstri frystihúsanna nú í byrjun ársins. Sagði hann, að fyrir lægi samþykkt allra frysti húsaeigenda að hraðfrystihúsum væri haldið lokuðum, en hins veg- ar vonaðist hann til, að öll frysti- hús færu í gang í næstu viku, þeg- ar yfirnefnd hefði ákveðið fisk- verðið. Othar kvað rekstrargrundvöll frystihúsanna nú sem stæði alls ekki vera fyrir hendi. Það færl eftir því fiskverði, sem ákveðið yrði að líkindum um næstu lielgi, og hliðarráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar vegna gengisbreytingar- innar, hvort einhver rekstrargrund völlur yrði til nú á næstunni. Erf- itt væri að segja nokkuð til um stöðu frystihúsanna að svo komnu máli. Færustu menn störfuðu að því að finna raunhæfan rekstrar- grundvöll fyrir allan hraðfrysti- iðnaðinn í landinu og mjög vanda- söm mál væru nú þessa dagana í deiglunni, svo sem ákvörðunin um fiskverð og kjaramál bátasjó- manna. Flestir fara Framhald af 1. síðu. með nótina. Andrés Pétursson framkv. stjóri útgerðar Guðmundar á Rafnkells- stöðum sagði að þrír minni báta útgerðarinnar hefðu verið á línu undanfarið og héldu þeir aftur tll þeirra veiða strax og fiskverðið hefði verið ákveðið. Bættist þá Sigurpáll í hóp fyrrgreindra báta. Jón Garðar sem er stærsti bátur útgerðarinnar heldur á Austur- landsmið strax og veður skánar. Fer hann síðan til loðnuveiða síð ar í v etur. Árni Gíslason skipstjóri á Hörpu kvaðst von bráðar halda á síldveiðar og e.t.v. á loðnu síð ar. Þórður Hermannson skipstjóri á Ögra RE bíður eftir fiskverð- inu, en hyggst að því búnu stunda trollveiðar, sennilega við SV-land. Sjöstjarnan í Keflavík gerir út 6 báta frá 60 - 110 tonn. Bátar þessir stunda allir línu í vetur en bíða nú fiskverðs. Gísli Hermannsson skipstjóri á Vigra sagði að báturinn væri að fara í slipp til skoðunar, en að því búnu heldur liann á síldveið- ar ef útlit verður gott. Kvað hann möguleika á að hann breytti til og færi á trollveiðar er voraði, en það væri komið undir verði á bolfiski. Friðfinnur Finnsson framkv. stjóri Hraðfrystistöðvar Vest- manneyja sagði að Hraðfrystistöð in hefði gert út í vetur 6 báta á troll. Hann kvað óráðið enn hvað gert j'rði í vetur og taldj raunar að svo væri málum hátt- jað með báta í Vestmanneyjum yfirleitt. Taldi liann þó að stærri jbátarnir myndu leita síldar, og þá ef til vill í nágrenni Eyja og á Breiðamerkurdýpi. Vistmenn Framliald af 3. siðu. 1967 370 vistmenn, 277 konur og 93 karlar. Á árinu komu 133 á heimilið, 98 konur og 35 karlar. 54 fóru, 42 konur og 12 karlar. Á árinu dóu 71, 47 konur og 24 karlar. í árslok voru því á Grund 378 vistmenn, 286 konur og 92 karlar. I Asi í Hveragerði voru í árs- byrjun 46 vistmenn, 23 konur og 23 karlar. Á árinu komu 75 vist- menn, 52 konur og 23 kailar. 52 fóru af heimilinu, 39 konur og 33 karlar. í ái-slok voru því vistmenn í Ási 69, 36 konur og 33 karlar. Lokað í dag vegna jarðarfarar Gunnars Davíðssonar, skrifstofustjóra. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. skemmtanalífið REYKJAVfK, á marga ágæta mat- «t skemmtistaSi. BjóSið unnustunni, tiginkonunni eSa gestum á elnhvem eftirtalinna staSa, eftir þvf nvort þér viljiS borSa, dansa - eSa hvort tveggja. NAUST viS Vesturgítu. iar, mat- salur og músik. Sérstætt "mhverfl, sérstakur matur. Sími 17758. ÞJÚÐLEIKHÚSKJALLARINN viS Nvert IsgStu. Veizlu og fundarsalir - Gestamóttaka - Sími 1-96-36. KLÚBBURINN viS Lækjarteig. Mat- nr og dans. ftalski salurinn, veiSI- kofinn og fjórir aSríi skemmtisalir. Sfmi 35355. -HÍBÆR. Kfnversk restauration. SkólavfirSustfg 45. Leifsbar. OpiS frá kl. 11 f.h. til 2,30 og 6 e. h. til 11.30. BorSpantanir ' sfma 21360. OpiS diia daga. INGÖLFS CAFE viS Hverfisgðta. - GBmlu og nýju dansarnir. Sfmi 12826. HÖTEL B0RG viS AusturvBII. Rest uration, bar o& dans f Gyllta sain- um. Sími 11440. TÍÖTEL L0FTLEIÐIR: BLÖMASALUR, opinn alla dfga vtk- unnar. VfKINGASALUR alla daga nema miSvikudaga. matur, dana og skemmtikraftar eins og augtýst er hverju sinnl. BorSnantanir 1 sfma 22-3-21. CAFETERIA, veftingasalw meB sjálfsafgreiSslu opinn illa daga. HÚTEL SAGA. GrilliS opíS llla daga. Mímis- og Astra bar opiB aHa daga nema miSvikudaga. Sfml 20600. ÞÖRSCAFÉ. Opið i hverju kvlldL SÍMI 23333. SNYRTING | m FYRIR HELGINA KVÖLD- SNYRTING DIATERMI IIAND- SNYRTING BÓLU- AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSSON snyrtisérfræðingur. Hlégcrði 14, Kópavogi. Sími 40613. Skólavörðustíg 21a. — Sími 17762. HÁRGREIÐSLUSTOFA. ÓLAFAR BJÖRNSDÓTTUR. Hátúni 6. — Sími 15493. HárgreiSslustofan LILJA Templarasundi 3. Simi 15288. Hárgreiðslustofan VALHÖLL Kjörgarði. Sími 19216 Laugavegi 25. Símar. 22138 - 14662. Hárgreiðslustofan ONDULA Skólavörðust. 18 III. hæð. Sími 13852, SNYRTING 4 janúar 1968 ALÞÝÐUBLAUI9 JJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.