Alþýðublaðið - 05.01.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.01.1968, Blaðsíða 9
<» <» “ í flháskólagenginn, bláeygðuil sem f | snn er ókvæntur, óskar eftjr að Jikynnast íslenzkri stúlku jútan (»af landi með giftingu fyribhug <' aða, í þýzkalandi fyrir aujgum. jjstúlkan þarf að hafa gaman af liútiveru( innan við þrítugt, ('reykir ekki, stór, ljóshærð, og Jf aláeygð), hefur aldrei gifzt áð- ur). Helzt fædd 15. 11. 193ð eða 415. 3. 1939 eða 15. 11. 193^ eða <»yngri með þessa afmælisðaga. 'jBréf sendist Alþýðublaðinu i hrax. ; Rafvirkjar Fotoselluofnar, Rakvélatenglar, Mótorrofar. Höfuðrofar, Rofar, Tenglar, Varahús, Varatappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, geymslur, Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, járnrör, 1" 1V4“ m“ og 2". Einangrunarband, margir litir og önnur smávara. — Allt á einum stað. Rafmagnsvörubúðin sf. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. — Næg bilastæði. — BÍLAKAUP 15812 — 2390« Höfnm kaupendor aS fleat- um tegundum og irgerðum af nýlegum bifreiðum. Vlnsamlcgast látið nkrá bil- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 vlð Rauðarfl Símar 15812 - 1»H. Smíðhm allskonar innré.ttingar gerum föst verðtilboð, góð vinna, góðir skilmálar. Trésmíðaverkstæði Þorv. Björnssonar. Símar 21018 og 35148.' sem stóð við hlið hennar var Bramley Burt. —• Hvers vegna ertu svona lík mömmu? spurði Tony. Hvers vegna? Þegar hún svaraði engu, vitnaði hann aftur í dagbókina: „Dóttir Emily og Bramley Búrts.” Irene, þetta getur aðeins merkt eitt! — Þau voru ástfangin, sagði luin. — Þau máttu ekki giftast, en þau elskuðust afar lieitt og .. ég fæddist. .. — Þú ert dóttir móður minn- ar! — Þú mátt ekki ásaka hana eða hugsa ljótt um hana, Tony, sagði Irene. — Þú ert dóttir hennar, Hann virtist naumast skilja þetta. — Hún ættleiddi mig, en það veiztu víst. En þú ert dóttir hennar. — Ég hélt fyrst, að þú vær- ir bróðir minn, sagði Irene. — Þess vegna reyndi ég að vera kuldaleg við þig. Ég hélt, .. ó, ég get ekki talað um það! Tony, farðu heim og vertu góð- ur við hana, hún elskar þig svo heitt. Það verður ekkert milli okkar framar, en .... — O, jú, við skiljum aldrei, hrópaði hann. — Við erum bundin hvort öðru í góðu og illu og þú skalt ekki ímynda þér, að það geti breytzt. Þetta er áfall fyrir mig, en ekkert annað. Af hverju fór Bridget frænka til Sommerset? Ég verð að fara þangað og biðja hana að koma aftur heim. Hvað er það, sem hún vill vita um þig? Irene, hvers vegna komstu allt í einu til London og hvers vegna ertu svona hrædd? Því þú ert hrædd við eitthvað, er það ekki? — Já', hvíslaði hún. — Og Tony, elskan mín, ef ég gæti talað við aðra mannveru, þá myndi ég segja þér allt af létta. En þú mátt ekki spyrja mig. — Það er svo hræðilegt. Ég hef á- hyggjur út af Bridget frænku fyrst hún fór þangað. Ég held, að ég neyðist til að biðja hana um að koma heim aftur*. Það bitnar á svo mörgum, ef hún fer að rifja upp fornar minn- ■ ingar. — • Ef þú ferð, skal ég aka þér, .sajgði Tony. . > — Það væri mikil hjálp fyr- ir mig, sagði hún. — Ég vii ekkl 'vera lengi þar og ég vil helzt ekki sjást, ef það er hægt. En við gætum án efa komið í veg fyrir alls konar erfiðleika. — Eiguni við að fara núna eða snemma á morgun? spurði Tony. — Bridget frænka fór 'í dag. * , Þau reiknuðu út , að ef þau færu um fjögurleytið um morg- uninn myndu þau hitta gömlu: konuna við morgunverðarborð- ið. Það var næstum öruggt, að hún byggi á Regent Hotel í tveggja mílna íjarlægð frá Thickey Warren. Þau komu til Dencombe rúm- lega niu og þegar þau litu inn í matsalinn á Regent Hotel sáu þau litlu gráhærðu konuna sitja í liorninu. — Þarna gátum við okkur rétt til! sagði Tony. — En sjáðu hver situr við borðið hjá henni! Það var Bramley Burt! Þegar Bridget frænka kom MiiiiiitiiHifrrHMiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiu-iiiiiiiiimiiiiiiim'iiuiMtMiMiiiiiiiiiMiMiiiiiiiMii ivituiiiiiiiimiFiiiiiiiritnmiijn LAUSALEIKS- BARNIÐ ------- eftir 17 J. M. D. Young miiiiiiiiiiiiuiiiiiii 11111111111111 iiiiiiiiiiiii(ii,iiiiilnMiiiiiimililiiiliitiii.iiiiiiiiiimiii.k iimiiiitiiiiiimimitiimmimiiiiiiimtmiiiiiiimiimmiiimtiimiliiiiiliiiitiiiiiimini^ auga á unga fólkið sem var á leiðinni til hennar brosti hún og úr brosi hennar máttj lesa það, að hún væri orðin of göm- ul til að verða undrandi yfir nokkru. — Tony og Irene! sagði hún. Hvað í ósköpunum. .. — Irene langaði til að tala við þig og við litum inn, sagði Tony. — Er þér sama þó að við setjumst? Þjónustustúlka kom að borð- inu og Tony bað um morgun- verð. Þegar þjónustustúlkan var að fara starði hún iengi á Ir- ene. — Er eitthvað að? spurði Tony. — Eigið þér kannski ekki beikon? — Jú, fulit af því. Um leið og þjónustustúlkan var komin fram í eldhús hljóp hún lil feitrar konu, sem stóð álút yfir eldavélinni. — Frú Polton, þekkið þér ekki Irene Bruton? Það var hún, sem stakk af með unnusta Alice Farrows. — Vitanlega þekki ég hana. Ég bjó í tíu ár andspænis „Galtarhausnum” í Thickey Warren. — Hún situr í matsalnum. Ég er viss um, að þetta er hún, en þér getið sjálf séð það! Frú Polton opnaði dyrnar og gægðist út. Svo snéri hún sér við. Hún var alvarleg á svip- inn. — Það er hún og að Jiún skuli ekki skammast sín fyrir að' 'Vejrar 'hér:;með öðrum mannij Frank Weston á það máske skilið, en hvar er hann? Hvað vill hún? Hvers vcgna kemur hún aftur hingað? Frú Polton gekk að símanum. TUTTUGASTI OG ANNAR KAFLI. : •... • . ...... - Bridget f rænka viðurkenndi hvers vegna hún var þangað komin. — Mér' leiðast leyndármál Irene og það er eitthvað dular- fullt við þig, sem á rætur sínar að rekja til einhvers atburðar, sem hér liefur gerzt. Þess vegna fór ég hingað til að vita; hvað það væri. Tony gæti sagt þér, að ég er vön að haga mér svona. — En þú? Irene leit spyrj- andi á Bramley Burt, — Ungfrú Cheston hringdi til mín og sagðist ætla að fara hingað og þar sem ég hafði líka áhuga fyrir að vita þetta, fór- um við saman. Þú hefur ekki verið hreinskilin við oklrur og ekkert er eðlilegra en að ég vilji fá að vita meira en þú hefur sagt mér. Bæði Bridget og Bramley Burt báðu hana aftur ura að segja þeim, hvað væri á seyði, en Tony stóð með Irene, þegar hún grátbað þau um að spyrja sig ekki frekar. Þau voru rétt að ljúka við morgunverðinn, þegar dyrnar að matsalnum opnuðust og lög- regluþjónn kom inn og gekk að borði þeirra. Irene reis á' fætur og það leit út fyrir að hún ætl- aði að flýja. — Góðan daginn, ungfrú Bruton. Munið þér eftir mér? — Já, hvíslaði hún, — Bo- wen lögregluforingi. — Mér var sagt að þér vær- uð hér og mig langar til að segja fáein orð við yður. ■— Um hvað? spurði Irene hvíslandi. — Ég held að þér vitið það. Um Frank Weston. — Við verðum að fara inn í sérherbergi, sagði Bramiey Burt og reis á fætur. — Ég vil vera viðstaddur samtalið. Hérna er nafnspjald mitt. Lögregluforinginn leit á spjaldið og sá nafnið á hinum þekkta lögfræðing, sem hann hafði oft lesið um í blöðunum. Tony vildi líka fá' að vera viðstaddur samtalið, en lögreglu- foringinn neitaði honum um það. Um leið og hann hafði sagt Irene að setjast hóf hann yfir- heyrsluna. — í fyrsta lagi, ungfrú Bm- ton, kom Frank Weston i „Galtarhausinn” að kvöldi þriðja síðastllðins mánaðar. Kvöidið fyrir brúðkaupsdag sinn. — Já. — Og fóruð þér sama kvöld til London í ’bílnum lians? — Já, hvíslaði Irene. — Fór Frank Weston til Lond- on með yður? — Já. — Eruð þér sannfærðar um það? — Vitanlega. — Það er engin ástæða til að þaulspyrja hana, sagði Bramley Burt. — Hún svaraði spurningu yðar. — Að vísu, sagði lögreglu- foringinn — en það er verzlun- armaður i Hammersmith í Lond- on, sem sá frú Bruton og ung- frúna leggja bíl Franks West- ons fyrir utan verzlun og þaO var enginn karimaður í bilnum. Viðurkennið þér, að þér hafið ekið bílnum til götu í Harnmer- smith, Jagt honum þar og fariíl út? | - Já'. — Hvað varð ura Frar.k Weston? — Hann íór úr bílnum áður en við komum þangað. •— Hvar? Hvers vegna? Hvar er hann núna? Bramley Burt hafði virt Ireno fyrir sér með athygli. — Þú átt ekki að svara fleiri spurningum, sagði hann. — Hefur hún einhverju s3 leyna? spurði lögregluforinginn. — Ég banna henni að svara fleiri spurningum, lögreglufor- ingi og nú bjóðum við yður góð- an dag. Ungfrú Bruton getur látið yður fá yfirlýsingu seinna —^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmn* ÓTTAR YNGVASON héraSsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLIÐ 1 • SÍMI 21296 OKUMENN Látið stilla í tíms. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. 4 janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.