Alþýðublaðið - 05.01.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.01.1968, Blaðsíða 5
ÚR HEIMI VÍSINDANNA Hvers vegna lifa sumir af krans- æöastíflu? VISSIR skapgerðar eiginleik- ar geta haft úrslita áhrif á það hvort miðaldra menn lifa af hjartaslag. Þetta er tilgáta sett fram af Dr. Oglesby Paul, við háskólann í Illinois, eftir að hafa rann- sakað ýtarlega 2000 starfsmenn iðnfyrirtækis nokkurs í Chicago. Mennirnir sem voru á aldrin- um 40—55 ára fengust við marg- vísleg störf innan iðnfyrirtækis- ins. Voru m. a. verkstjórar, iðn- verkamenn, skrifstofumenn, verk- fræðingar o. s. frv. Gengu þeir aliir undir nákvæma læknisrann- sókn, en engin merki komu fram um hjartasjúkdóm meðal nokk- urs þeirra. Síðan gengu þeir árlega undir sams konar rann- sókn. Allir gengu þeir undir visst skapgerðarpróf (skamm- stafað MMPI) við fyrstu hjarta- rannsóknina og einnig, eða þeir sem þá voru á lífi, að fimm ár- um liðnum. Meðan á rannsóknum stóð sem tóku yfir fimm ára tímabil, fengu 106 mannanna kransæðastíflu og þar af létust fimmtán fáum mínútum eftir að þeir kenndu sjúkdómsins. Gerður var saman- burður á skapgerðarprófum þeirra sem létust og hinna sem lifðu hjartaslagið af til loka rannsóknartímabilsins. Menn- irnir sem létust virtust hafa eft- irfarandi skapgerðareinkenni í mun ríkari mæli, á mælikvarða MMPI skapgerðarprófsins, en þeir sem náðu sér aftur. ★ TAUGAVEIKLUNAR MÆLIKVARÐINN. Þessi mælikvarði mælir að hve miklu ieyti mikil geðræn spenna (stress) getur valdið greinilegum taugaveiklunar ein- kennum eða líkamlegum sjúk- dómseinkennum. ★ GEÐVEIKLUNAR MÆLIKVARÐINN. Aðaleinkenni þeirra sem til þessa hóps telja er skortur á djúpu tilfinningalífi. Þeir eru e. t. v. í andstöðu við þjóðfélagið og hafa ríkari tilhneigingu en aðrir 'til þjófnaðar, eru lausir í rásinni í kynfei’ðismálum og háðir áfengi cða eiturlyfjum. ★ MÆLIKVARÐI Á ÞVINGANDI HÁTTALAG. Undir þennan mælikvarða flokkast þeir einstaklingar sem þjást af tilhæfulausum ótta eða þvingandi háttalagi, t. d., óhóf- legum handþvotti eða því, að þurfa að vera sífellt að telja alla mögulega hluti. Einnig kom fram, að þeir, sem létust, höfðu meiri tilhneigingu til þunglyndis og bölsýni en þeir sem náðu sér aftur eftir krans- æðastífluna. Sítrónusafi notaður við sálgreiningu EINS og allir vita, fá þeir menn vatn í munninn af góðri matar lykt. En nýlega hefur komið fram, að samband er á milli munnvatnsframleiðslunnar og persónugerðar manna. Þótt ótrú- legt megi virðast lítur út fyrir að munnvatnið sem myndast þegar nokkrir sítrónusafadropar eru settir á tungu þína sé grundvöll- ur mikilvægrar sálgreiningar. Sálgreiningunni er ætlað að segja til um hvort viðkomandi sé inn- eða út-hverfur. En það er eitt þeirra grundvailar atriða sem allar skapgerðar rannsóknir reyna að komast að. Gildir þá einu hvort verið sé að velja geimfara eða sálgreina tauga- veiklað barn. Þær aðferðir sem notaðar hafa verið fram að þessu til að komast að raun um hvort við- komandi sé inn- eða úthverfur eru í formi spurninga. Sítrónu- safagreiningin virðist hafa marga kosti fram yfir spurningaformið. Hún er fljótvirk, auðveld í notk- un og umfram allt érangursrík, og engu máli skiptir hve tauga- veiklaður tilraunaþeginn er. Þar að auki er ekki hægt að ljúga að sítrónusalanum. Sítrónusafagreiningin var fyr- ir nokkru reynd á hundrað manns af prófessor H. J. og Sy- bil Eysenck við háskólann í London. Voru þetta sjálfboöa- liðar, 50 konur og 50 karlar. Eðlileg munnvatnsframleiðsla hvers og eins var rnæld með sér- stökum svampi sem settur var í 20. sek. að niunnvatnskirtlun um undir tungunni. Mismunurinn á þunga svamps- ins, sem mældur var á undan og eftir, sýndi eðlilegt magn munnvatnsframleiðslunnar. Því næst voru fjórir dropar af sítr- ónusafa settir á tungu hvers sjálfboðaliðans. Við það jókst framleiðsla munnvatnskirtlanna og var nú mælt hve mikið magn af munnvatni myndaðist umfram eðlilega framleiðslu. Niðurstöðurnar sýndu náið samband milli innhverfrar skap- gerðar og munnvatnsframleiðsl- unnar. Því innhverfari sem sjálfboðaliðinn var, þeim mun Framhald á 11. síðu. Minningarorð: Gunnar Davíösson i GUNNAR Friðþjófur Davíðsson skrifstofustjóri í Utvegsbankan um í Reykjavik var fæddur í Hafnarfirði 13. febrúar 1910 og var því á 58. aldursári, er hann lézt í Landspítalanum 27. des. síðastliðinn. Foreldrar Gunnars voru Da- víð Kristjánsson trésmiður í Hafnarfirði og Ástríður Jens- dóttir kona hans. Davíð var æít aður úr Þingeyjarsýslu, frjáls- lyndur hugsjónamaður. — Hann hneigðist mjög að guðspeki- kenningum og var einn af braut ryðjendum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og lengi bæjarfull- trúi hans. Ástríður var frá Feigsdal í Arnarfirði, mikil myndarkona í sjón. og reynd. Gunnar Davíösson Þau Davíð og Ástríður áttu 3 syni og eina dóttur, sem dó á barnsaldri. Gunnar var yngst ur systkinanna. Hann missti móður sína 15 ára gamall og tveimur árum síðar lézt annar bræðra hans. Hinn bróðirinn er nú einn á lífi systkinanna. Það er Jens Davíðsson trésmið- ur í Hafnarfirði, valinkunnur maður. Voru þeir bræður, Jens og Gunnar, jafnan nijög sam- rýndir. Gunnar fór ungur að vfnná við Verzlun Þorvalds Bjarnason ar í Hafnarfirði, fyrst sem seuri- ill, en síðar sem afgreiðslumatJ- ur. Þótti bann strax trúr og lipur starfsmaður. Er það fil marks um álit húsbónda toanr á honum, að þegar hann hætti þar störfum til þess að stunda nám við Verzlunarskóla íslands. gaf Þorvaldur Bjarnason to07i- um gullúr sem. viðurkenningi»i Hann lauk prófi úr Verzlunar- skólanum árið 1933 og hóf þá störf sem bókari og siðar gjatl keri hjá Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar. Var hann þar til 1942, að hann í'éðist í Útvegsbauk- ann í Reykjavík og sinnti þar gjaldkerastörfum. AðalgjalU keri bankans varð hann 1956, en síðar gerðist hann skrifstofu stjóri þax í bankanum. Vinsældir Gunnars í star.it minnkuðu ekki, þótt störf hniiS yrðu ábyrgðarmeiri og yfirgrips meiri en fyrrum. — Hann var hinn mesti reglumaður um alla hluti og mjög vandlátur viö sjálfan sig um að hvert verk væri sem bezt af hendi leyst’. Hann var lipur, greiðvikinn og sanngjarn við starfsfélaga sina og undirmenn. Það var þægi- legt að eiga við hann skip>i vegna hóglátrar glaðværö u hans og lipurðar, en jafnframt var hann trúr starfsmaö'iu þeirrar stofnunar, sem hann vann við. Það er því ekki aS undra, þótt yfirmenn hans og undirmenn, samstarfsmenn og viðskiptavinir sakni hans, þog- ar hann nú er horfinn. Gunnar kvæntist 6. febrúar 1943 Svanhvít Guðmundsdótt- ur, dóttur Guðmundar Magnús- sonar skipstjóra í HafnarfirJi og síðar í Reykjavík og konu hans, Margrétar Guðmundsdólt ur, útvegsbónda á Brunnastö'i- um á Vatnsleysuströnd, ívars- FramhaW á 11. síðu. JOHNSON forseti tilkynnti um láramótin nýjar reglur sem ætl að er að draga verulega úr hin um mikla gjaldeyrishalla Banda ríkjanna. Mesta athygli vekur það, að hann hefur takmarkað rétt amerískra fyrirtækja til að „fjárfesta í Evrópu og nokkrum öðrum löndum. Er bannið af- dráttai'laust um alla Evrópu, — nema Bretland, en það er und- anskilið vegna hins nána sam- 'bands hinna engilsaxnesku þjóða — og án efa til að hjálpa Bretum út úr efnahagserfiðleik um sínum. Þá yerður fjárfesting minnkuð í löndum eins og Kan- ada og Ástralíu. Þessar ráðstafanir munu ekki aðeins þykja nauðsynlegar til að styrkja dollarinn, heldur munu þær bæta sambúð Banda ríkjanna við mörg lönd. Und- anfarin ár hafa bandarísk fyr- irtæki seilzt freklega inn á svið efnahagslífs Evrópu og keypt ■ upp gömul og gróin stórfyrir- læki. Alkunn eru dæmin úr bílaiðnaðinum. General Motors á Vauxhall í Englandi og Opel í Þýzkalandi, Ford á Cortínu í Englandi, Taunus í Þýzkalandi og svo framvegis. Þetta hefur satt að segja geng ið svo langt, að Evrópumönnum þykir nóg um. Ýmis stórfyrir- tæki eins og Swiss Aluminium hafa gert sérstakar ráðstafanir til þess að amerískir aðilar geti ekki keypt hlutabréf og náð valdj á fyrirtækinu. Sérstaklega hafa menn í Frakklandi litið þessa útþenslustefnu dollarsins óhýru auga — og er það ekki allt gaullismi. Að baki þessari þróun eru nð visu orsakir, sem verður að gefa gaum. Þær eru einfaldar en ó- þægilegar staðreyndir: Banda- ríkjamenn eru ekki aðeins komn ir lengra í tækni, heldur eir.nig og ekki síður í skipulagningu, stjórnun og sölu en Evrópu- menn. Leiðin til að minnka þetta bil er þó ekki 'sú, að Banda ríkjamenn kaupi upp mestallan iðnað Evrópu. Hin vanþróuðu lönd eru r,ð sjálfsögðu undanskilin reglum Johnsons forseta. Ekkert er eðlilegra en að bæði fé og tækni kunnátta síreými frá auðuig- asta ríki heims til liinna fá- tæku. En það verður að gerast á eðlilegan hátt, ekki þannig að hin nýju og fátæku ríki verði bananalýðveldi. Ekki verður séð, fljólt á lit- ið, hvort skipanir Johnsor.s hafa ’áhrif á málefni okkai' í's- lendinga. Hér skortir án efa erlent fjáriuagn á næstu árum, I. þótt rétt sé að fara þar rre.5 gætni, eins og Alþýðuflokkur inn hefur bent á. Helzt hefur verið talað um amerískt fé í olíuhreinsunarstöð, en það or vonandi hægt að fá frá ýmsurn öðrum löndum, þegar því mikla máli verður hrundið af stað. — ALbÝÐUBLAÐIÐ 5 4 janúar 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.