Alþýðublaðið - 09.01.1968, Síða 6
Ippiií
; •
m $æs§fli-
62 AÐILAR GÁFU 6 MILUÖF
ÉG vil byrja á því að þakka fyrir
hönd framkvæmdastjórnar Hjarta
verndar Pétri Benediktssyni, ai-
þingismanni og bankastjóra, þau
hlýju orð, sem hann lét falla í
garð samtaka vorra, en þó sér í
lagi þann einstæða dugnað, sem
fjáröfiunarnefnd hefir sýnt með
starfi sínu, er henni tókst að
safna yfir sex milljónum króna,
en einmitt sú söfnun gjörði kleift
að keyptar voru tvær hæðir hér
í Lágmúla 9 og búa þá hæð, sem
við sjáum hér, þeim innrétting
um búnaði og tækjum, sem þarf
til rekstrar þessarar rannsóknar
stöðvar.
í fjáröflunarnefnd Hjartavernd
ar hafa starfað þessir menn: Baid
vin Einarsson forstjóri, Eggert
heitinn Kristjánsson forstjóri,
Helgi heitinn Þorsteinsson for-
stjóri, Kristján Jóhann Kristjáns
son forstjóri, Loítur Bjarnason
forstjóri, Pétur Benediktsson
bankastjóri og Sigurliði Kristjáns
son forstjóri. Þessir atorkumenn
tóku fjármál samtakanna þegar
í upphafi svo föstum tökum og
af svo miklum dugnaði og fram
sýni, að samtökin munu njóta
þess um alla framtíð.
Fyrst eftir stofnun samtakanna
og þar til þau höfðu komið sér
upp fastri skrifstofu, hvíldi dag
leg stjórn og rekstur á herðum
þeirra Eggerts heitins Kristjáns-
sonar, forstjóra, Sigurliða Krist-
jánssonar, forstjóra og Péturs
Benediktssonar bankastjóra, og
verða störf þeirra við húsakaup
in, fjáröflun og skipulagningu
samtakanna seint fullþökkuð.
Bæði hér á landi og erlendis
hai'a einstaklingar, félög og stofn
anir beitt sér fyrir stórátökum á
sviði menningar- og mannúðar-
mála. Hér á landi eru mörg slík
dæmi, sem við öll þekkjum. Sá
skilningur og örlæti, sem Hjarta
vernd hefur frá öndverðu mætt,
er glöggt dæmi um stórhug og
framsýni íslendinga, og þakka
ég af alhug þann styrk, sem sam
tökin hafa hlotið frá hinum fjöl
mörgu gefendum.
Ég leyfi mér að lesa upp nöfn
þessara gefenda, en þau eru raun
ar öll skráð á þá veggskreytingu,
sem er hér andspænis okkur, og
ávallt munu verða lyftstöng og
uppörvun í því starfi, sem hér
fer fram.
Eftir að störf fjáröflunamefnd
ar höfðu borið eins góðan árang
ur og greint hefir verið frá,
styrkti það mjög aðstöðu samtak-
anna í umleitan þeirra um tekju
stofn til reksturs rannsóknarstöðv
arinnar. Mál þetta var rætt við
alla ráðherra ríkisstjórnarinnar,
og tóku þeir málefninu af hinri
mestu velvild. Þeir tveir ráð-
herrar, sem mest höfðu með mál
okkar að gera, voru heilbrigðis-
málaráðherra, Jóhann Hafstein
og félagsmálaráðherra Eggert
Þorsteinsson.
Jóhann Hafstein, heilbrigðis-
málaráðherra benti á þá leið,
sem farin var í máli þessu, að
samtökin snéru sér til heilbrigðis
nefnda Alþingis. Hlaut beiðni
Hjartaverndar um hluta af tappa
gjaldi af öli og gosdrykkjum ein-
róma samþykki heilbrigðisnefnda
Alþingis og alþingismanna alira.
Ég mun þá snúa mér að störf
um Rannsóknarstöðvar Hjarta
verndar og þeim vonum, sem
stjórn samtakanna tengir við
þau. Rannsóknarstöðin er nú full
búin og mun öllum, sem hér eru,
gefast kostur á að skoða hana hér
á eftir. Kappkostað hefir veríð
að búa stöðina hinum beztu tækj
um, sem völ er á.
Þegar stofnað er til starfsemi
sem þessarar, má ekki tjalda íil
einnar nætur, og er þá nauðsyn-
legt að h'afa hentugar og rúm-
góðar vistarverur. Enginn vafi
leikur á því, að vel er fyrir þess
um málum séð, þar sem samtökin
eiga aðra hæð í þessu húsi, sem
taka má í notkun, þegar umsvii'-
in aukast og starfsemin vex.
Til stöðvarinnar hafa verið ráðn
ir tveir sérfræðingar í læknis-
fræði og lífefnafræðingur, auk
sérhæfðs starfsliðs. Auk þess nýt
ur stöðin ráðlegginga fjölmargra
Dr. Sigurður
sérfræðinga á hinum ýmsu svið-
um. Það er lálit mitt, að með val
starfsliðs hafi mjög vel til tekizt
og þau störf, sem þegar hafa vcr
ið unnin, styðja það álit.
Rannsóknarstöð Hjarataverndar var formlega vígð síðastliðinn
laugardag, enda þótt stöðin hafi þegar starfað um sinn. Fram-
kvæmdastjóri samtakanna, Jóhann Níelsson, setti athöfnina. Pét-
ur Benediktsson bankastjóri flutti síðan skýrslu fjáröflunarnefndar,
en hún hefur unnið mikið þrekvirki. Söfnuðust alls 6 milljónir
króna, gefnar af 62 aðilum, en þar á meðal eru flest kunnustu
fyrirtæki íslenzkrar verzlunar og iðnaðar. Nefndi Pétur í ræðu sinni
ýmis dæmi þess, hve framtak einstaklinga hefði mikið gert fyrir
hcilbrigðismál hér á landi og árnaði hjartarannsóknarstöðinni
heilla. Þá flutti dr. Sigurður Samúelsson, formaður samtakanna,
ræðu þá, er hér birtist í heild. Loks flutti Jóhann Hafstein heil-
brigðismálaráðherra ræðu og þakkaði öllum þeim, sem eiga þátt
í því myndarlega átaki, sem þarna hefur verið gert. Fagnaði hann
því sérstaklega, að áformað væri að færa starfsemi Hjartavernd-
ar út á land jafnskjótt og aðstæður leyfðu.
HJARTAVERMD FER
0 9. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ