Alþýðublaðið - 09.01.1968, Side 7
i
Myndirnar hér að ofan eru teknjar úr hinni stórmerku
rannsóknarstöð Hjartaverndar og sýna fólk við störf.
Lengst til hægri er Þorsteinn Þorsteinsson lífefna-
fræðingur yfirmaður efnarannsóknarstofu, þá kemur
Niltulás Sigfússon læknir og Ólafur Ólafsson læknir.
Samúelsson.
Þessir sérfræðingar og ráðej.'if
ar Hjartaverndar hafa unnið um
fimm mánaða skeið við skipulagn-
ingu á öllum rannsóknum stóðv
arinnar til úrvinnslu í rafreikni,
áður en rannsóknir og læknis-
skoðun á þátttakendum hófust. Á
þennan hátt verður að lokinni
rannsókn hægt að fá útskrift af
sjúkrasögu og öllum rannsókn-
um. Hver þátttakandi í rannsókn
inni þarf að svara um 300 spurn
ingum og þegar við bætist læknis
rannsókn, allar blóð- og þvag-
rannsóknir eru hinir einstöku
þættir orðnir um 700.
Auðsætt er, að hér er um að
ræða mjög umfangsmikla gagna-
söfnun, sem vart væri hugsanleg
án notkunar nýrrar tækni, sem
tekin hefir verið upp, en margt
í því sambandi er algjör nýjung
á sviði læknisfræði hér á landi.
Á ég þar sérstaklega við notkun
sjálfvirks efnamælis og rafreikn
is. Á þennan hátt verður marg-
háttuð úrvinnsla möguleg. Þann-
ig verður t.d. hægt að sýna fram
á fylgni einstakra þátta og meta
gildi hinna ýmsu starfsaðferða á
visindalegan hátt.
Rannsóknarstöðin hefir nú
starfað um tveggja og hálfs mán
aða skeið, og rannsakaðir hafa
verið um 500 manns. Fyrsta hóp
rannsókn okkar telur um 3000
karla á aldrinum 34 til 60 ára.
Nánar tiltekið 16 aldursflokkar
á þessu aldursskeiði, og valinn Vh
úr hverjum aldursflokki eftir á-
kveðnum fæðingardögum.
Fullyrða má, að innan fárra
mánaða liggi fyrir svo ítarlegar
niðurstöður, að hægt verði að
draga af þeim ábj'ggilegar álykt
anir. Stjórn Hjartaverndar von-
ast til þess, að aðrar heilbrigðis-
stofnanir landsins geti notið
góðs af þessu brautryðjenda-
starfi og í náinni framtíð verði
hægt að nýta betur þær starfs-
aðferðir, sem hér er verið að
reyna.
Þ’á Iiyggst Hjartavernd færa
starfsemi sína út á landsbyggð-
ina á næstu árum. Takist þétta,
sjáum við hylla undir nýjan þátt
til þess að bæta að nokkru úr
skorti á læknaþjónustu í dreif-
býlinu.
Ég lýk þessum orðum mínum
með þökkum til gefenda Rann-
sóknarstöðvarinnar, til ráða-
manna þjóðarinnar og til allra
þeirra, sem lagt hafa samtökun-
um lið fjárhagslega, og á annan
hátt, og vonandi megna þau
störf, sem hér eru unnin, að
launa traust þeirra með því að
leggja verulegan skerf til heilsu
farslegra hóprannsókna, sem hafi
í för með sér bætt heilsufar þjóð
ar okkar.
Ég lýsi því hér yfir, að starf-
semi Rannsóknarstöðvar Hjarta-
verndar er nú hafin.
MYNDARLEGA AF STAÐ
Verkamannafélagið
DAGSBRÚN
Fé/agsvisf í Lindarbæ
í kvöld kl. 9 hefst 17 kvölda keppnis fímabil, auk séi-stakra|
kvöldverðlauna, verða veitt glæsileg heildarverðlaun, er
sá hlýtur sem flesta slagi fær á keppnistímabilinu en verð’i
2 eða fleiri jafnir verður dregið á milli þeirra.
Félagsvistin verður alla þriðjudaga í vetur í Lindarbæ og
hefst kl. 9 e.h.
VERKAMANNAFÉLAGIB DAGSBRÚN.
FÍATE/GENDUR
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda og Félag Fíateigenda
gangast fyrr kvöldnámskeiðum í meðferð og viðhaldi
Fíat-bifreiða, ásamt umferðarfræðslu, dagana 15. — 23,
janúar 1968.
Dagskrá námskeiðsins verður þannig:
1. Um bílinn
2. Akstur í hálku og myrkri
3. Um Fíatbílinn
4. Umferðarfræðsla
5. Tæknilegar leiðbeiningar með athugun á hverri
bílgerð fyrir sig.
Innritun væntanlegra þátttakenda er hjá Félagi íslenzkra
bifreiðaeigenda, Eiríksgötu 5. simar 33614 — 38355.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og ýmissa lögmanna
verða neðangreindar bifreiðir og vélknúin ökutæki seld á
nauðungaruppboði, til lúkningar lögtaks- og fjárnámskröf
um, mánudag 15. janúar n.k. kl. 10 árdegis að Síðumúla 20
(Vöku hf.).
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
R 22 R 123 R 1609, R 3557, R 4047 R 4162 R 4180 R 4919
R 5370 R 5371 R 6345 R 6619 R 6688 R 6918 R 7090
R 7424 R 7620 R 9007 R 10200 R 10362 R 10823 R 10921
R 11281 R 11393 R 11554 R 11605 R 11860 R 13243 R 13279
R 13410 R 13468 R 14523 R 14933 R 15278 R 15524 R 15575
R 15610 R 15736 R 16051 R 16383 R 16490 R 17026 R 17089
R 17315 R 17928 R 17955 R 18174 R 18278 R 18395 19013R
R 19318 R 19363 R 19428 R 19451 R 19643 R 19914 R 20044
R 20295 R 20372 R 20389 R 20425 R 20499 R 20521 R 20602
R 20728 R 22125 R 22136 G 2789, G 2869 L 944 V<*|ks*
wagen Pick-up bifreið, árg. 1963, jarðýta International
D.T. 9, árg. 1957,
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
ALLIANCE FRANCAISE
Frönskunámskeiðin hefjast bráðlega. — Kennt í mörgum
flokkum.
Innritun og upplýsingar i Bókaverzlun Snæbjarnar
Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9, símar 11939 og 13133.
Væntanlegir nemendur komi til viðtals í háskólann
33 kennslustofu á 2 hæð) föstudaginn 12. janúar kl. 6,15.
Alliance Francaise.
Áskriftasími Aiþýðubiaðsins er 14900
— ALÞÝÐUBLAÐiD
9. janúar 1968