Alþýðublaðið - 09.01.1968, Side 11

Alþýðublaðið - 09.01.1968, Side 11
Samkeppni um merki BSRB Bandalag starfsmanna ríkis og bæja boðar hér með til samkeppni um merki fyrir samtökin. Keppninni er hagað eftir samkeppnisreglum Félags íslenzkra teiknara. Merkið skal vera hentugt til ahnennra nota fyrir bandalagið. Tillögum skal merktum sérstökum kjörorði og nafn stærð Din A4 (21 x 29,7 cm). Tillögum skal skilað merktum sérstökum kjörorði og nöfn höfundar og heimilisfang skal fylgja með í lokuðu ógagn- sæju umslagi merkt eins og tillögur. Tillögum sé skilað í pósti eða á skrifstofu BSRB fyrir kl. 4 föstudaginn 5. apríl 1968. Rétt til þótttöku hafa allir íslenzkir ríkisborgarar. Dóm- nefnd mun skila lirskurði innan eins mánaðar frá skiladegi og verður þá efnt til sýningar á þeim og þær siðan end- ursendar. Veitt verða þrenn verðlaun, samtals kr. 25.000,—< 1. verðlaun kr. 15.000.— 2. verðlaun kr. 7.500,— 3. verðlaun kr. 2.500,— Verðlaunaupphæðinni verður allri úthlutað og er hún ekki hluti af þóknun teiknara. Stjórn B.S.R.B. er áskilinn réttur til að kaupa hvaða til- lögu sem er skv. verðskrá F.Í.T. ( Dómnefnd skipa frá stjórn B.S.R.B.: Kristján Thorlacius og Sigfinnur Sigurðsson Frá Félagi íslenzkra teiknara Gísli B. Björnsson og Kristín Þorkelsdóttir. Oddamaður er Gunn Bjarnason. Ritari (trúnaðarmaður) nefndarinnar er Haraldur Stein- þórsson og veitir allar nánari upplýsingar á skrifstofu BSRB Bræðraborgarstíg 9, sími 13009. B.S.R.B. Frá Gluggaþjónustunni Tvöfalt einangrunargler. allar þykktir af rúðugleri, sjáum um ísetningar, leggjum mósaik og flísar og margt fleira. GLUGGAÞJÓNUSTAN, Ilátúni 27. — Sími 12880. Verka!ý3»shreyf£ng Framhald af 5. síðu. ríkisstjórnin gafst upp. En verkamenn sömdu um góðar kjarabætur, líklega þær mestu, sem náðst hafa í einum áfanga. Sú forusta, sem við höfum nú, þau Hannibal, Björn Jónsson, Jón Sigurðsson, Jóna Guðjóns- dóttir, Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson o. fl. munu ör- ugglega leiða launþegasamtökin 'til stórsóknar og sigurs. Það er ekkert afl til sem stenzt sókn alþýðunnar, þegar hún er samstillt. Gleðilegt ár! Albert Imsland. Forsetaefeii Framhald af 1. síðu. Pétur Thorsteinsson, am- bassador á ótal höfuðbólum frá Moskvu til Washington og hinn færasti diplómat. Þessum mönnum er það sameiginlegt, að þeir hafa ver ið oft nefndir í tali um for- setaefnj. Vitað er um marga þeirra, að þeir taka sjálfir ekki í mál að verða við þetta riðnir á nokkurn hátt. Hafa nöfn sumra verið minna nefnd en ella sökum þess, að vitað er um slíka afstöðu þeirra. TIMB Skærí NÝKOMIN Útsala - Útsala Okkar árlega útsala er Si ifin. Blarnafatnaour á mjög niðursettu verði. Brjóstahöld og undir- fataður á hálfvirði. Loðhúfur á dömur. Komið og gerið góð kaup. Skemmuglugginn Laugaveg 65 Gott að vita FL U G ★ Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Lundúna kl. 10 í dag. Væntanlegur aftur til Keflavíkur kl. 16.50 í dag. Snarfaxi fer til Vagar, Bergen og Osló kl. 11.30 í dag. Væntanlegur aft ur til Reykjavíkur kl. 15.45 á morgun. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar, Egilsstaða og Sauð árkróks. S K I P *Skipadeild S. í. S. M.s. Arnarfcll fer í dag frá Norð- fii-ði til Helsingfors. M.s. Jökulfell er væntanlcgt til Newfoundland í dag, fer þaðan á morgun til Reykjavíkur. M.s. Dísarfell er í Borgarnesi. M.s. LiUafcli cr í Reykjavík. M.s. Helga- fell cr væntanlegt til Reyðarfjarðar í dag. M.s. Stapafell cr væntanlegt til Reykjavíkur á morgun. M.s. Mæli fell cr væntanlcgt til Rotterdam 12. ]),m. Skipaútgcrð rikisins. M.s. Esja fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöldi austur um land til Akur eyrar. M.s. Herjólfur fer frá Reykja vík kl. 21.00 í kvöld til Vestmanna- cyja. M.s. Herðubreið er á Akureyri á vesturlcið. !W'................... * '"mapr H.f. Eimskipafélag íslands. Bakkafoss fór frá Kungshamn í gær til Fuhr, Gautaborgar og Kaupmanna hafnar, Brúarfoss fcr frá Rcykjavík kl. 22.00 í gærkvöldi til Patreksfjarðar Tálknafjarðar, Þingeyrar og Súganda fjarðar. Dettifoss kom til Klaipeda 29. 12. fer paðan til Turku, Kotka og Gdynia. Fjallfoss fór frá Reykjavík kl. 14 í gær til Norfolk og N Y. Gofða foss fer frá Hamborg í dag til Reykja víkur. Gullfoss kom til Reykjavíkur 7. 1. frá Kristiansand og Kaupmanna höfn. Lagarfoss fór frá Hamborg f gær til Helsingi, Kotka, Ventspils, G dynia og Álaborgar. Mánafoss fór frá Leith 6. 1. tii Reykjavíkur. Reykja- foss fór frá Wismar 7. 1. til Gdansk og Gdynia. Selfoss fór frá N Y 6. 1. til Reykjavíkur. Skógafoss fór frá Siglu firði 4. 1. til Hull, Antwerpen, Rottcr dam, Bremcn og Hamborgar. Tungu foss fór frá Moss 5. 1. til Reykjavík ur. Askja fór frá Scyðisfirði 5. 1. til Ardrossan, Liverpool, Avonmouth, London og Hull. Utan skrifstofutima eru skipafréttir lesnar í sjálfvirkan símsvara 2-1466. 13. jan. til 20. jan. Vcsturbæjarapótek LaUgarncsapótck. Ý m I S L E G T Húnvetningafélagið i Reykjavík og Átthagafélag Strandainanna halda sam ciginlega skemmtun í Sigtúni föstudag inn 12. jan. kl. 8.30 í Sigtúnl — Ýmis góð skemmtiatriði. Kátir félágar leika fyrir dansi. Skemmtinefndir félaganna. Bræðrafélag Langholtssafnaðar. — Samciginlcgur fundur bræðrafélags og kvenfélags Langholtssafnaðar verður i safnaðarhcimilinu, mánudaginn 8. jan. kl. 8.30. Ódýr dilkalifur Hraðfryst sérpökkuð, seld næstu daga fyrir kr. 50 pr. kg. Verzlanasambandið h.f. Sími 38560. Frá Húsmæðrakennaraskóla íslands Mávahlíð 9. Sex vikna dagnámskeið hefjast mánudaginn 15. janúar 1968. Innritun í síma skólans, 16145. SKÓLASTJÓRI. 1 ÚTBOÐ Tilboö óskast í smíði á 1500 sorpílátum fyrir ryklausa sorphreinsun. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboðsfrestur er til 24. janúar n.k. INNKAÚPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR YONARSTRÆIi 8 - SÍMI 18800 9. janúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ff

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.