Alþýðublaðið - 11.01.1968, Page 1

Alþýðublaðið - 11.01.1968, Page 1
Fimmtudagur 11. janúar 1968 — 49. árg. 7. tbl. — Verff kr. 7. 183 jurtir hafa numið hér land á þessari öld Síffan um aldamót hafa 183 erlendar jurtir fundizt villtar á íslandi, og eru þá ekhi taldar með þær erlendar jurtir, sem náð höfðu hér fót- festu fyrir 1900. Af þessum 183 jurtum hafa 26 náð varanlegri fót- festu, en aðrar hafa stungið upp kollinum, án þess að lifa lengi á sama stað. Sumar þessara jurta hafa beinlínis verið fluttar inn, en aðr- ar hafa borizt-með grasfræi eða hænsnafóðri til landsins. Flestar þess- ara aðfíuttu jurta lifa í grennd við kaupstaði eða sveitabæi, en í ó- byggðum er gróðurinn enn sá sami og í öndverðu. Aðfluttar jurtir eru hins vegar orðnar í meirihluta í þéttbýli. Þetta kemur fram í ritgerð, sem Ingólfur Davíðsson grasafræðingur, ritar í nýtt hefti af greinasafni Vísindafélags íslands. Auk þessa greina- safns er Vísindafélagið um þessar mundir að senda frá sér önnur merk rit, og er nánar skýrt frá útgáfu þess annars staðar í blaðinu í dag. Sjá bls. 3 Oftar hótað lífláti en öðrum forsetum FJÓRUM sinnum fleiri Banda- ríkjamenn hafa hótað að myrða Lyndon B. Johnson, en nokkurn annan forseta, seglr í íréttum frá Washington samkvæmt upp- lýsingum lífvarðar forsetans. Er þetta talið stafa af stefnu ilians í Víetnam-deilunni og af- stöðu hans til borgaralegra rétt- inda. Þá hafa mörg blöð bent á, að þessi aukning á morðhótunum eagnvart forsetanum geti verið Fresfur til Jöstudags SAMKOMULAG hefur enn ekki náðst í yflrnefnd um væntan-, legt fiskverð og hefur sjávarút- vegsmálaráðuneytiið nú fallizt á að veita nefndinni frest til verð- ákvörðunarinnar þar til á föstu- dag. Er því ekki neinna tíðinda að vænta af verðlagsmálum í dag. áhrif frá morði Kennedys for- seta 1963. Áttatíu manns voru handtekn- ir vegna morðhótana á eins árs tímabili meðan Kennedy var for seti, en á sambærilegum- tíma síð an Johnson tók við hafa 425 slík ar handtökur verið framkvæmd- ar. Johnson. Virmingar H.A.B. Dregið var i Happdrætti Alþýðublaðsins 23. des. s.l. hjá Borgar fógetanum í Reykjavík Vinningar komu á eftirtalin númer: 5018 Toyota 4331 Hilmann Imp 7001 Volkswagen Vinningana skal vitjað á skrifstofu Happdrættisins á Hverfis- isgötu 4. Opið kl. 9-5. Getur fiskirækt skilað miljörðum eftir einn áratug? sem aðstæður eru ákjósan- legar við beztu laxveiðiárn- ar. 3. Hefja skipulagðar áburðar tilraunir í þeim stöðuvötn- rrni', sem góðir fiskstofnar eru fyrir, og auka æti þar meff öffru móti. 4. Byggja súgþurrkuna. verk- smiðju til framleiðslu á ýmis konar þurrfóðri úr fislriir- gangi, ekki aðeins til uotkun ar innanlands, heldur «g til útflutnings. 5. Skipa nefnd til að semja nýja löggjöf um lax- og sil- ungsveiði og um fiskrækt. Auk greinar Gísla ero ail- margar aðrar ritsmíðar í rit- inu og eru þessar helztar: Dr, Björn Jóhannesson ritar grejn er nefnist: Um nokkra erfan- lega eiginleika íslenzka laxa- stofnsins og hagnýiingu þeirra. Kristinn Zimsen ’-itar grein er nefnist: Laxveiðar og laxrækt á ísland og er sú grein prófritgerð höfu'ndar til kandidatsprófs í viðskiptafræð um við Háskóla íslands. Jórt Sveinsson ritar um fiskeldis- og íiskhaldsstöðina í Látravík á Snæfellsnesi, uppbyggingu hennar og fyrsta árangur. — Jakob V. Hafstein ritar um löggjöf um fiskræktun og fisk eldi. Gísli Indriðason um sjó eldisstöðvar og Steingrímur Hermannson ritar grein er hann nefnir: Fiskeldi og fisk- rækt. Árbók Félags áhugamanna um fiskrækt er 50 bls. að stærð auk auglýsingasíða. Riinefnd skipa þrír menn: Gísli Indriða son, Jósef Reynis og Kolboinrt Grímsson, en formaður félags ins er Bragi Eiríksson. Væri hægt að koma upp á 7-10 árum fiskirækt á íslandi, sem gæfi af sér um tvo milljarði króna í útflutningsverðmæti á ári? Þessari spurn ingu er svarað játandi í eins konar forystugrein í nýútkomnu riti Félags áhugamanna um fiski- rækt, og því bætt við að þessar tölur séu aðeins helmingur þess framleiðslumagns, sem íslenzk vatnasvæði ættu að geta skilað. Félag áhugamanna um fisk rækt var stofnað á miðju sumri 1966 og var ákveðið í lögum þess, að það skyldi gefa út árbók um fiskræktarmál. Nú er fyrsta árbók félagsins komin út og er hún fyrir Órið 1967. Gísli Indriðason, sem er formaður ritnefndar rits- ins, skrifar þar fyrstu grein- ina, er hann nefnir: Fiskrækt er upprennandj stórmál í at- vinnumálum ísldndinga. Þar segir hann m. a.7 aff ef rösk- lega væri gengið til' verks, mætti á 7 —10 árum koma upp laxf iskaframleiðslu er næmi minnst 20—25 þús. tonnum eða að útflutningsverðmæti um milljoröum krona, og væri það magn þó aðeins helm ingur af því, sem íslenzk vatnasvæði ættu að geta gefið af sér miðað við árangur ann- arra þjóða. Gísli setur fram í greininni tillögur í fimm liðum um hvað gera skuli í þessum efnum, til þess að þessu marki verði náð, og eru þær tiilögur þessar: 1. Byggja eldisstöðvar fyrir sjóbirting og bleikju í sjáv- arlónum og vlð árósa, þar sem aðstæður eru góðar til stíflugerðar. 2. Byggja nokkur klakhús í liverjum landsfjórðungi, þar Fiskeldistöðin í Látravík á Snæfellsnesi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.