Alþýðublaðið - 11.01.1968, Page 4

Alþýðublaðið - 11.01.1968, Page 4
Bitsljóri: Benedikt Gröndal. Sfmar: 14900 <— 14903. — Auglýsfngasfmí: 14606 — AÖsetur: Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslns. Sími 14906. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakiff. — Útgefandi: Alþýðuílokkurinn, Flugfreyjur LOFTLEIÐIR þurfa á næst- unni að ráða 80-100 flugfreyjur. Nú er svo komið, að stúlkur eru ekki ráðnar til þess starfa ein- göngu eftir kyntöfrum, heldur al mennum persónuleik og sérstak- lega tungumálakunnáttu. Undaní'arin ár hefur félagið ráðið til sín allmikið af erlendum flug- freyjum, aðallega vegna yfir- burða þeirra í kunnáttu á erlend um málurn, þótt íslenzkunni sé áfátt. Um þetta er 'allt gott að segja, enda starfa allmargar ís- lenzkar stúlkur erletndis hjá flug félögum og öðrum stofnunum. Hins vegar beinir þetta mál at hygli að tungumálakennslu á ís- landi Ekki vantar, að miklum tíma sé eytt í það nám, til dæm- is í menntaskólum. En eru kcimsluaðferðirnar réttar? Hafa þærfylgzt með tímanum? Er beitt þeirri margvíslegu tækni, sem til er í öðrum löndum við tungu- málakennslu? Er ekki kennt of lítið hrafl í mörgum málum án þess að kenna eitt eða tvö að gagni? Það skilja engir aðrir íslenzku. Þess vegna verða íslendingar að tileinka sér fullkomnustu og beztu tungumálakennslu, sem völ er á, ef þeir vilja halda eðli- legu sambandi við umheiminn, hvaþ þá standa sig í kapphlaup- inu um flugfreyjustöður. Misheppnuð umræða FYRIR nokkrum dögum ræddi Alþýðublaðið um það í leiðara af nokkurri eftirvæntingu, að for- sætisráðherra og formaður Fram sóknarflokksins mundu ræðast við í hljóðvarpinu um forsend- ur stjórnarafsagnar. Slíkir um- ræðuþættir eru nýjung og geta reynzt til mikils gagns. Því miður tókst þessi þáttur ekki vel. Eysteinn Jónsson virt- ist ekki hafa hugmynd um, hvað samræður eða rökræðuþáttur er. Hann lét gamminn geysa ná« kvæmlega eins og hann væri að halda æsingaræðu á kosninga- fundi á Norðfirði og endurtók sömu atriðin æ ofan í æ, eins og hlustendur væru skilningssljóir apar. Hann flutti hreinan áróður, sem allir vita, að framsóknar- menn einrr trúa - eftir umræð- urnar eins og fyrir þær - en gerði ekki tilraun til að ræða á róleg- an og fræðilegan hátt stórpóli- tízkt atriði. , Málflutningur dr. Bjarna Bene- diktssonar var allur annar. Hann bjóst sýnilega við málefnalegum umræðum, en ekki endurtekn- ingu á áróðursstríði síðustu mán aða. Að lokum neyddist hann þó til að byrsta sig eins og Eysteinn og var þá þátturinn búinn að vera fyrir skynsama og hugsandi hlustendur. Dr. Bjarni hefði fengið mun betri umræður við yngri menn eins og Ólaf Jóhannesson, Ein- arÁgústsson, Jón Skaftason - eða jafnvel Bjöm Pálsson. En Ey- steinn lifir í öðrum heimi. STÓRSTÚKUFUNDUR S'ianudagrinn 14. janúar 1968 kl. 14 verður haldinn fundur á stórstúkustigi í Templarahöll Reykjavíkur við Eiríks- götu. Rétt til fundarsetu hafa allir stórstúkufélagar. Á fundinum verffur veitt stórstúkustigr, Peykjavík, 3. janúar 1968. Ólafur Þ. Kristjánsson stórtemplar Kjartan Ólafsson stórritari Systir okkar ARNÞRÚÐUR HANNESDÓTTIR 'T andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði, 5. janúar, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, laugardaginn 13. þ m. kl. 1,30. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11,30 sama dag. Ásmundur Hannesson, ísleifur Haunesson. ORÐSENDING til hafnfirzkra verkamanna. Þeir; verkamenn sem eru atvinnulausir í Hafnarfirði eru vinsamlega beðnir að koma til viðtals í skrifstofu V.M.F. Hlífar, Vesturgötu 10, n.k. fimmtudag og föstudag kl. 4-5 e.h. í Stjórn' Verkamannafélagsins HLÍFAR. Kaupmenn-Kaupfélög Við verzlum með kítti og fleiri vömr. Við styðjum íslenzkan iðnað. JÁRN OG GLER HF. Njálsgötu 37. — Sími 17696. Frá Gluggaþjónusfunni Tvöfalt einangrunargler, allar þykktir af rúðugleri, sjáum um ísetningar, leggjum mósaik og flísar og margt fleira. GLUGGAÞIÓNUSTAN, Hátúni 27. — Sími 12880. VIÐ I IVIÓT ■ MÆLUIVI í DAG mótmælum viff því, aff ríkisvaldið skuli hrúga öllum skrifstofum sínum og stofnun- um til Reykjavikur. Þessi skoð- un hefur oft heyrzt fyrr, en þaff er kominn tími til aff hefjast handa í þessu efni. Frændur okkar írar eru röskari en viff. Þeir ætla til dærnis aff flytja menntamálaráffuneyti sitt til borgar á stærff viff Akureyri, sem er í miffju landi. Og fleiri þjóðir telja þetta skynsamlega stefnu og framkvæmanlega viff nútíma aðstæffur. — O — Tökum til dæmis Saufffjár- veikivarnir. Hvaffa nauffsyn er aff hafa þá stofnun í Reykja- vík, þar sem vandamál hennar eru ávallt langt útj á Iandi? í fjárlögum eru skráðir sex starfs menn við þetta fyrirtæki, laun eru yfir milljón og heildargjöld 7,5 milljónir. Af bverju flytjum viff ekki þetta apparat til Borgar ness og styrkjum þann ágæta staff? — O — Tökum Landnám ríkisins. Það er allstór og mjög vel rek- in stofnun. Henni er aff vísu hagræffi að vera í sama húsl og Búnaffarbankimi, en væri ó hugsandi aff hafa Landnámiff á Akureyri? Starfsemi þess er um allt land, nauffsyn hennar ef til vill mest á Norffur- og Aust. urlandi. Stofnunin veltir tug um milljóna. — O — Tökum Veiðimálaskrifstofuna. Hvaff hefur hún aff gera í Reykjavík, sem hún gæti ekki eins vel effa betur gert til dæm is á Selfossi? Fjárlög skrá þar scx starfsmenn og veltan er orff in allmikil. — O — Effa Skógræktin. Starfsemi hennar er víffs vegar um land til mikils sóma. En hví skyldi skrifstofan þurfa aff vera í gömlu íbúffarhúsi skammt frá höfninni í Reykjavík? Þarna skrá fjárlög 11 starfsmenn auk 7 skógarvarffa. Mundi ekki þessi stofnun sóma sér betur í fögru húsi umvöfffu skógi til dæmis í Hveragerði? — O — Þannig mætti lengi spyrja. Stjórnendur þessara stofnana geta yfirleitt flutt langar ræff- ur til aff sanna, aff þaff sé lífs ins ómögulegt að hafa þá ann- ars staffar en í Reykjavík. En meff nútíma samgöngum og sjálfvirkum síma er þetta ekki rétt. Viff mótmælum því, að öll ríkisstarfsemi þurfi aff vera í Reykjavík. Þaff ætti nú þegav aff flytja ýmsar stofnanir, til dæmis þær sem hér hafa ver- iff nefndar, út úr borginni til annarra staða, sem liggja bezt við samgöngum. 4 11. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.