Alþýðublaðið - 11.01.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.01.1968, Blaðsíða 5
*t * Tungumálðdeilan á Indlandi í DESEMBER kom til átaka á Indlandi vegna ágreinings um tungumál. Urðu fyrst óeirðir í Uttar Pradesh og Dehli vegna þess að frumvarp lá fyrir þing inu um að gera ensku að opin beru tungumáli landsins við 'hliðina á hindí. En seinna urðu svo óeirðir í Madras eiginlega bara til að mótmæla hinum óeir'ð unum. Hindí er mest talað um norð ur hluta landsins, og vilja menn þar eindregið að það mál sé gert að aðaltungu landsins skilyrðislaust. Hindí er leitf af sanskrít, hinni fornfrægu tungu Indlands, og stendur að minnsta kosti nokkur ljómi um það af þeim sökum. Flest önnur aðal tungum'Sl Indlands eiga iíka rót sína að rekja til sanskrítar. Samt er allt Suður—Indland byggt fólki sem aldrei hefur tal að tungur sem skvldar eru sans krít. Þar eru tamil tungumálin fjögui’, og sjálft tamil sem tal að er af nokkrum tugum millj óna er einnig eldfornt bók menntamál. Á Indlandi eru fjórtán viður kennd tungumál til notkunar í fylkjunum. — Er enginn ágrein ingur um það. En eitthvert tungumál þurfti að velja tii not kunar í þinginu í Dehli þar sem fulltr. allrar þjóðarinnar kqma saman. Fyrst var alitaf notuð enska, og svó mun raunar vera enn, en meiningin var að gera hindí að máli þingsins og stjórn arinnar og hinna æðstu mennta. En það fannst Suður-Indverj um fjarstæða. Þeir höfðu lært ensku eins og flestir menntaðir Indverjar meðan valdaferill Breta stóð yfir og töldu eðli legt að það mál væri notað í staðinn. Það væri eina málið sem allir skildu. Þeirra eigin mál kæmu auðvitað ekki til grena. Þau voru hvort um sig töluð af fremur fáum þótt samtals teld ist til þeirra hátt upp í fimmt ung þjóðarinnar, og þar að auki eru þetta gömul mál og stirn- uð sem skortir nokkuð á þann sveigjanleika sem nútímatung ur þurfa að hafa. En norðanmönnum þótti illt og ekki verjandi að taka npp vestræna tungu og vildu því hreinlega kenna Suður-Indverj um hindí. Það væri kannski erf- itt í bili, en er frá liði mundu allir vera ánægðir. Suður-Indverjar færðu aftur þar á móti þau rök að ef einu tungumáli af hinum fjórtán stóru tungumálum yrði gert hærra undir höfði en öðrum væri þeim sem það töluðu gert um leið hærra undir höfði. Bentu þeir m.a. á að æðstu em bættismenn þjó. væru fremur Þetta er fólk í Travancors á Suður-Indlandi. Þar talar fólk tungu’ sem heitir Malajalam. Hún er skyld tamil og gersamlega óskyUl sanskrítarmálunum sem yfirleitt eru töluð um allt norðanvert. landið sutfur yfir miðjan skagann. Þetta fólk vill fremur ensku en hindí fyrir aðalmál þjóðarinnar. hindímælandi menn en aðrir, og sú ákvörðun að hindí yrði skilyrðislaust aðalmálið mundi skapa visst misrétti meðal þegn anna. í slíku þófi stóð um nokkurt skeið. Árið 1965 átti svo að fara að hraða því að gera hindí eitt að aðalmáli, og kom þá til nokk urra átaka Suður í Madrasríki. Múgur kveikti í lögregluþjóni nokkrum þorpum lengra supur í útjaðri Madrasborgar og í eitt þúsund manns hafi falliö með ströndij>ni er talið að um á einu kvöldi í átökum við her og lögreglu. Um þetta var aidr ei getið í heimspressunni. ' En nú var aftur komið til móts við Suður—Indverja og enska leyfð með. Má segja að" Dehli hafi ekki verið ósenniieg óeirðir í Uttar Pradesh. cg ar er þannig stóð á, en enginn skildi hvers vegna upp úr sauð suður í Maöras líka. Forsætis ráðherrann, frú Indira Gandht, lét innanrikisráðherrann, Y. • B. lætingu og sendi fólki suður frá sérstaka orðsendingu í þéssu sambandi. Seiht í desember varð po nokkur timræða um það í þing inu hve fljótt og af litlu tile'fni kæmi til óeirða í landinu, 'og lét innanríkisráðherrann, Y. B. Chavan svo umraælt að einhver uppþota andi virtist liggja' i loftinu og hefði svo verið síðan kosningarnar fóru fram fyrir tæpu ári. Tvö síðustu árin hafa vel’ð Indverjum afskaplega erfið. Ótti við skort og vandræði hef ur gripið um sig líka þar sem ekki var skortur. Og þó að vel gangi í svip og uppskeran hafi reynzt yfireitt mjög góð á s.l. hausti.er ekki allt komið i samt lag strax. Ef til vill er ástæðan fyrir ó eðUlegum uppþotum í Madras visst. hættumerki. Er ef til v;U þessi þolinmóða þjóð að missa að einhverju leyti þolinmæð ina? S. H.. 11. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ «J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.