Alþýðublaðið - 11.01.1968, Qupperneq 6
ÁTÖK í Jemen hafa nú stað-
ið í meira en 5 ár. Oft hefur
verið tilkýnnt að átökunum væri
lokið, en þau hafa blossað upþ
jafnharðan og nú virðast þau
vera á hástigi.
Liðssveitir Egypta eru farn-
ar eftir að hafa mistekizt að
bjarga lýðveldisstjóm Sallals.
sem steypti konungsvaldinu í
landinu fyrir 5 árum. Og það
er ekki ólíklegt að Egyptar
finni til sama léttis og Bretar,
er síðustu brezku hermennirnir
komu heim frá. Suðurarabíusam
bandinu, sem nú er orðið sjálf-
stætt ríki.
Konungshillar hcrsveitir sækja fram í Jemen.
Hinn nýi maður.
En stríðið í Jemen hættir
ekki þótt Egyptar kölluðu Hð
sitt heim og Sallal væri settur
frá völdum. Eftirmaður hans,
Ahmad Noman, sem er fulltrúi
þriðja aflsins í Jemen, mitt á
milli lýðveldissinna og konungs-
manna vildi koma friði á með
tilstuðlun 'þríríkja nefndarinn-
ar, sem komið var á fót á fundi
æðstu manna Arabaríkjanna í
Khartoum.
Ekki virðist þó vilji hans ætla
ná fram að ganga, þar sem hann
stendur höllum fæti gegn á-
sækni Amri, marskálks og fyrir
liða lýðveldissinna, sem engu
vill vægja fyrir konungssinnum.
Þetta er konungsinnum full-
kunnugt um og stuðningsmanni
þeirra, Feisal konungi í Saudi-
Arabíu, líka. Bardagar hafa
aukizt og harðnað í ríkum mæli
og virðast aldrei hafa verið við
tækari en nú.
Hin endurskipulagða lýðveldis
s.tjórn í Sana, höfuðborg Jem-
en, sendir nú hvert hjálparkall
ið á fætur öðru til Arabaríkj-
anna meðan sveitir konungs-
sinna eru um það bil að um-
kringja borgina. Og Arabarík-
in með Irak í broddi fylkingar
hvetja sífellt til vopnahlés og
nýrra samningaviðræðna.
Samkvæmt fréttum rússnesku
fréttastofunnar Tass hafa kon-
ungssinnar nú lokað öllum
helztu samgönguæðum til borg
arinnar og halda stöðugt uppi
hörðum loftárásum. Allt bendir
til þess að mikill skortur ó
nauðsynjum geri nú vart við
sig í höfuðborginni og konungs
sinnar muni áður en langt um
liður hertaka Sana án tillits til
möguleika á samnjngaviðræð-
um.
Friðarráðstefna
Ákveðið hefur verið, að und
irbúningsfriðarráðstefna komi
saman í Beirut 12 þ.m. Þangað
hefur verið boðið 5 fulltrúum
lýðveldissinna. 5 fulltrúum kon-
ungssinna og 5 fulltrúum lýð-
veldisafla utan Jemen. Ýmis-
legt bendir þó til að konungs
sinnar muni ekki taka þátt í ráð
stefnunni. Þeir kæra sig ekki
um neina samninga nú. Þejr
ætla að vinna sinn fullnaðar-
sigur.
Fyrir skömmu gáfu konungs
sinnar út yfirlýsingu, þar sem
segir, að þeir hafi ekki fengið
neitt boð um að mæta á friðar-
ráðstefnuna í Beirut. Þríríkja-
nefndin, sem i eru íran, Mar-
okko og Sudan, hefur aðeins
haft samband við lýðveldissinna
stjórnina í Sana, en ekki við
hinn réttborna konung Jemen,
A1 Badr, eða stuðningsmenn
hans. Að öllum líkindum dvelur
A1 Badr nú í Saudi-Arabíu.
Leiguliðar
Jafnframt því sem stríðið í
Jemen er harðara en fyrr. hef
ur það einnig fengið á sig nýj
an svip að nokkru. Það er ekkl
lengur átök milli lýðveldis og
konungsveldis eingöngu, heldur
einnig milli stórveldanna í ausri
og vestri. Pravda, málgagn rúss
neska kommúnistaflokksins.
skýrði frá því ekki alls fyrir
löngu, að málaliðar frá Banda-
ríkjunum, Belgíu og Vestur-
Þýzkalandi yrðu æ meir áber-
andi í sveitum konungssinna í
Jemen. Um sama leyti hófu 24
rússneskir herflugmenn þátttöku
í bardögunum með sveitum lýð
veldissinna.
Pravda hefur rétt fyrir sér.
Hvítum leiguliðum fjölgar sí-
fellt í liði konungssinna, en ó-
sagt skal látið hvaðan þeir fá
kaup sitt. Á hinn bóginn er það
staðreynd, að afskipti Rússa af
stríðinu verða stöðugt meiri.
Það er því ekki ólíklegt að strið
ið í Jemen verði áður en langt
um líður alheimsdeiluefni.
Endurs. úr Berlingi.
Þetta er kort yfir Jemen, og m.a. sýnir það þrjá staði þar sem,
flugvélar frá Sovét-Rússlandi eru hafðar og notaðar til árása: Sann,
Taiz og Hodeida.
Ur heih
HÁVAÐIFR,
HÆTTULEGU
HÁVAÐI sem myndast í heima
húsum vegna notkunar ýmiss
konar heimilistækja eins og t.d.
hrærivéla, ryksuga og eldhús
vifta, getur haft hin óæskileg
ustu áhrif á igeðheilsu fjölskyldu
meðlimanna, þó einkum á heilsu
húsmóðurinnar.
Dr. Lee E. Farr segir í grein
í ritinu Journal of the Ameri
can Medical Associaton að
mörg hinna nýtízku eldhúsa séu
líkust smækkaðri mynd af
gömlu og hávaðasömu gufuafl
verksmiðjunum sem í notkun
voru á fyrrihluta aldarinnar.
Viftur, ryksugur, þvottavélar
og önnur heimilistæki valda há
vaða sem síðan endurómar í
stálvöskum og borðum, plastþilj
um og ýmsum hlutum úr málm
og gerviefnum sem í eldhúsinu
eru. Dr. Farr segir að húsmóð
í BANDARÍKJUNUM á þe
olíurík berglög nokkur hu
feta dýpi. Olíumagnið er
tonni af grjóti. Og lieild;
var sinnum meira en öll i
um. Myndirnar sýna hveri
að vinna þessa olíu, me<
undir berglaginu og búa
sígur niður í. Lofti yrði sí
unni upp um hliðargöngin.
6 11. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ