Alþýðublaðið - 12.01.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.01.1968, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. janúar 1968 — 49. árg. 8. tbl. — Verð kr. 7 í sumar og vor n.k. verða haldin hér á landi allmörg alþjóðleg eða samnorræn mót og ráð- stefnur. Alþýðublaðið hefur fengið upplýsing- ar um 8 slík mót og má ætla að heildar- tala erlendra þátttakenda verði á milli 1800 og 2000. Stærsta mótið verður án efa Nordisk byggedag, eða Nor- rænn byggingadagur, en tala erlendra þátttakenda á móti því verða nálægt eitt þúsund talsins. Að sögn Gunnlaugs Pálssonar arkitekts sem er íiamkvæmdastjóri mótsins, sækja það aðilar er sinna bygg ingamálum, á Norðurlöndum bæði opinberir og einstak- lingar. Leigt hefur verið skip til að ílytja hluta mótsgesta, en allstór hópur þeirra kemur fljúgandi. Mótið verður haldið seinni hluta ágústmánaðar og er það eitt stærsta mót er liald ið hefur verið hérlendis. Eins og gefur að skilja hefur und- irbúningur mótsins verið mik- ill, og hefur Geir Zoega annazt undirbúning að flutningi gest- anna í samráði við Cooks fcrða skrifstofurnar á Norðurlöndum. Ráðherrafundur Nato verður hér dagana 24.-25. júní næsL komandi. Beinir þátttakendur erlendir verða rétt innan við 300 talsins, en einnig má gera ráð fyrir að til fundarins komi á milli 100 og 200 erlendir blaðamenn. Undirbúningur fundarins stendur nú yfir. Norræni sumarháskólinn verður hér á lanúi dagana 2.— 11. ágúst á vegum Háskóla ís- lands. Sumarháskólinn saman- stendur af 104 leshringum frá 19 háskólum á Norðurlöndum. í sumar er búizt við um 109 erlendum gestum. Á sumarmót unum hittist fólk úr leshring- unum og ræðir það sem kom- ið hefur fram í liverjum les- hring fyrir sig, hlýðir á fyrir- Framhald af 3. siffu. Frystihúsin fara ekki af stað strax Á aukafundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í gær var tekin ákvörðun um, að hraðfr.hús innan sam akanna hefji ekki rekstur fyrr en viðunandi rekstr- argrundvöllur hefur fengizt. Eins og kunnugt er hef- ir rekstur frystihúsa innan S.H. Iegið niðri að mestu að undanförnu, í»ar sem samtökin hafa talið, að ekki væri fyrir hendi rekstrargrundvöllur fyrir húsin. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna efndi til aukafundar í gær um starfsgrundvöll hraðfrystihúsanna. Fundurinn hófst klukkan 14 og var fundarstjóri kjörinn Jón Árna son, alþingismaður, Akranesi. Björn Halldórsson, framkvæmda stjóri, og Árni Finnbjörnsson, sölustjóri, gerðu grein fyrir sölu- Þingflokksfundir BÆÐI Alþýðuflokkurtnn og Sjálfstæðisflokkurinn héldu þing- mannafundi í alþingishúsinu í gær. Á fundum þessum var fjall- að um ákvörðun fiskverðs, samn- inga milli sjómanna og útgerðar- manna og önnur skyld vandamál, sem snerta útgerð og fiskvinnslu inú í byrjun vertíðar. og markaðsmálum, Einar G. Kvar- an, framkvæmdastjóri, skýrði frá framleiðslumálum og Eyjólíur ís- feld Eyjólfsson fluttj skýrslu um störf yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins við ákvörðun fisks verðs og um rekstursgrundvöll hraðfrystihúsanna. Umræður urðu um vandamál hraðfrystiiðnaðarins og samþykkti fundurinn eftirtaldar ályktanir: Með skírskotun til samþykktar aukafundar 23. október 1967 stað- festir aukafundur S.H. haldinn 11. janúar 1968 ákvkörðun stjórnar S.H., um að hraðfrystihús innan samtakanna hefji ekki rekstur fyrr en viðunandi starfsgrundvöll ur hefur fengizt. Jafnframt bein- ir fundurinn þeim tilmælum til þeirra hraðfrystihúsa, sem begar hafa hafið fiskmóttöku, að þau stöðvi rekstur eigi síðar en inn- an 10 daga, hafi starfsgrundvöll- ur ekki fengist innan þess tíma. Aukafundi þessum verði ekki slitið og er stjórninni falið að boða til framhaldsfundar, ef hún sér ástæðu til. Aukafundur S.H. haldinn 11. janúar, 1968 samþykkir að mót- mæla framkomnu frumvarpi til laga á Alþingi um breytingu á lögum nr. 51, 10. júní 1964 um tekjustofna sveitarfélaga. Fundurinn felur stjórn og fram kvæmdaráði S.H. að fylgja málinu eftir og skýra afstöðu frysthús- anna fyrir ríkisstjórn og Alþingi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.