Alþýðublaðið - 12.01.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.01.1968, Blaðsíða 12
Snjór og rigning Þótt maður hafi eiginlega svarið þess eið um áramótin að stein- hætta alveg að bölsótast ?ít af veðrinu, þá fer auðvitað ekki hjá því að maður er byrjaður á því aftur áður en margir dagar eru liðnir. En auðvitað er það ákaf- lega heimskulegt að gera slíkt, — alveg eins og annað sem maður iofar sjálfum sér að leggja niður tim áramót. En auðvitað efnir -tnaður ekki loforðið um veðrið fremur en annað. Enda gefur veðráttan sjálf satt að segja ástæðu til þess að um hana sé talað. Annað hvort er fimbulkuldi eða hörkustormur, nema hvort tveggja sé, og er hvort er snjókoma eða rigning, — nema hvort vteggja sé, og er þessi síðasta kombínasjón sýnu versf allra veðra. Það er nefnilega eins með veðrið og allt annað, að hálfvelgjan er það hvimleið- asta af öllu, og við á Baksíðunni erum þeirrar skoðunar að annað- hvort eigi að snjóa eða rigna, en ■ekki slá úr og í, tvístíga í sítellu og geta ekki ákveðið í hvora átt- ina skuli haldið. En það hefur veðrið einmitt verið að gera síð- hstú klukkutimana, nú þegar jþetta er skrifað, og er það svosem ekki í fyrsta skipti sem veðrið tekur upp á slíku, í íslandsklukkunni, sem nú verður bráðum sett á svið á nýj- an leik, er einhvers staðar talað <um rigningu í frosti og það talið hámark þess, hve andstyggilegt veðrið geti verið í Kaupmanna- höfn. Og víst er það að veðrátt- an í Kaupmannahöfn er ekki allt- of til fyrirmyndar og óvíða í ver- öldinni mun vera til kaldari kuldi en einmitt þar, en þar fyrir höf- vun við ekki alltaf af miklu að etáta í þessu efni. Hér hjá okkur getur ósköp vel rignt í frosti, al- veg eins og það getur snjóað í þíðu, og yfirleitt getur veðrið tekið upp á hvaða hundakúnst- vim sem vera kann, stundum að því er virðist til þess eins að ergja okkur ,sem búum við þetta veður. Annars er það alveg makalaust hve veðrið getur verið skjótt að taka sínar ákvarðanir og breyta til, og bendir það eindregið í þá átt að þau máttarvöld sem veðr- fnu stjórna, hafi ekki lært stjóm- arhætti menningarþjóða nútím- ans, heldur búi við miklu frum- stæðári stjórnunaraðferðir. Það er til að mynda gjörsamlega útilok- að að nokkrar nefndir þurfi að fjalla um það, hvaða veður eigi að vera næsta klukkutimann, hvað þá að það þurfi að senda veður- urtilhögunina milli tveggja eða þriggja róðuneyta eða stjórnar- stofnana, áður en til framkvæmda kæmi. Nei, veðrinu er greinilega stjórnað upp á gamla einræðis- mátann, þar sem duttlungar vald hafans eru framkvæmdir á auga bragði. Öllum sönnum lýðræðissinnum hlýtur auðvitað að vera raun að þessum úreltu og afturhaldssömu stjórnaraðferðum, sem beitt er við veðrið. En ekki er gott úr að ráða. Það væri raunar athugandi að mótmæla dálitið hressilega, en ó- sköp er hætt við að það beri lít- inn árangur. Herforingjastjórnin í Grikklandi situr sem fastast þrátt fyrir öll mótmæli, og ræður hún þó ekki veðri og vindum, held ur einungis fáeinum soldátum. — Kennarinn mundi eftir þér úr skóla .,. hann fór að gráta,. r Ls pau ú — Nei, ég hef ekkert viljað með liann að gera, síðan hann giftisl Jónu. 'Bomerís ÍSLENZKIR ÞJÓFAR „BRILL ERA“ í HÖFN. j Fyrirsögn í TÍMA. < Er nú svo komið, að landinn geti ekki lengur stolið al- mennilega heima hjá sér? Þeir ættu að fá heiðurslaun þessir gæar. Þetta eru einu sportmennirnir, sem hafa „briHerað“ á erlendum vett- vangi síðan ég man eftir mér< Ætli þeir verði ekki að þrefa um þetta fiskverð, þar til aðr ir verða búnir að veiða allan fiskinn? j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.