Alþýðublaðið - 12.01.1968, Qupperneq 3
Alþjóðiegf móf
Framhald af bls. 1.
lestra o.s.frv. Leshringarnir,
eða námshóparnir fjalla um
ýmis efni, en hérlendis hefur
hópunum nýlega verið fjölgað
úr 3 upp í 6. Sumarháskólinn
hefur fengið inni í Háskóla ís-
lands yfir mótsdagana, og
einnig hefur komið til greina
að hann fái Norræna húsið til
afnota. Á mótinu koma fram
3—4 erlendir fyrirlesarar og 2
íslenzkir.
Samband sérfræðinga á
Skandinavíu í brjósthoisað-
gerðum, heldur þing hér í sum-
ar, kringum 10. júní. Sækja
þingið á' milli 40—50 iæknar
frá Norðurlöndum. Stendur
þingið 'væntariléga yfir í 3 daga.
Læknarnir hafa hitzt til skipt-
is í höfuðborgum Norðurland-
anna, en þetta er í fyrsta skipt
ið sem þeir þinga hér. Umsjón
þingsins hér hefur með hönd-
um Hjalti Þórarinsson læknir,
og sagði hann, að í tilefni þess
kæmu hingað ýmsir frægir
læknar á sviði brjóstholsað-
gerða. Þá verður brezkum boð
ið til þingsins og heldur hann
þar fyrirlestur.
Forráðamenn áburðarverk-
smiðja á Norðurlöndum, að
Noregi undanskildu, halda með
sér fund hér á' landi í sumar.
Verða þar tekin til umræðu
ýmis mál varðandi framleiðslu
verksmiðjanna, og hagnýta að-
ilar sér reynslu hvers annars.
Verða þátttakendur á milli 30—
40 talsins.
Fundur Norrænu áfengis-
einkasalanna verður haldinn í
log júnímánaðar, og er það
1 fyrsta skipti sem slíkur fund
ur hefur verið halöinn hérlend
is, en samstarf einkasalanna
hefur nú staðið í um 20 ár.
Fundinn sækja 4 fulltrúar frá
hverju Norðurlandanna og
verða tekin fyrir öll mál er
varða áfengiseinkasölu, og
skipzt á upplýsingum og
reynslu í þeim efnum.
Skákmót verður haldið hér-
lendis .29. maí n.k. Mótið verð-
ur kennt við Fiske, sem var
skákmaður og dvaldist hann
hér á landi um síðustu nlda-
mót. Reynt verður að fá 6 er-
lenda skákmeistara til að taka
þátt í mótinu, öll kurl cru þó
ekki komin til grafar í þeim
efnum, þar sem svar hefur ekki
borizt frá Bandaríkjunum og
Rússlandi, en þær þjóðir voru
beðnar um að senda tvo skák-
menn hvor. Auk erlendu þátt-
takendanna taka þeir Friðrik
Ólafsson og Ingi R. Jóhanns-
son þátt í mótinu auk fimm
annarra íslenzkra skákmanna
og getur frammistaða þátttak-
enda á mótinu áunnið þeim
titla á sviði skáklistarinnar.
Þá' heldur Félag norrænna
lyflækna hér ráðstefnu dagana
26.-29. júní. Framkvæmd ráð-
stefnunnar annast dr. Óskar
Þórðarson. Tala þeirra er ráð-
stefnuna sækja er ekki ákveð-
in og ekki heldur dagskrá henn
ar, en þar verða sem gefur að
skilja til umræðu málefni er
varða almenningsheill,
Jónsson,
í VÍSI í gær, 10. jan., birtist
grein með þessu nafni, undir
rituff af Ólafi HauK1 Ólafs-
syni lækni. Er þar rætt um
veitingu konsúlsstarfs í Jó-
hannesarborg, og á þann veg,
að ég get ekki látiff ósvarað,
þó greinin sé þannig skfifuff
aff hún sé varla svaraverff. —
Um, þetta mál hefur nokkuff
veriff rætt í blöffum' frá því
um áramót, en á hógværan og
efflilegan hátt aff mestu má
segja. Gagnrýni er eðlileg en
rætni og illkvittni er allt ann
aff.
Málavextir eru þessir:
Þaff er útilokaff, kostnaffar
vegna, fyrir ísland aff halda
uppi utar| íkisþjónustu, á
sama 'eða svipaffan hátt og
önnur stærri ríki gera. Við
höfum þess vegna leitazt við
aff fá ólaunaffa konsúla sem
vrffast, þar sem útlendir am-
bassadorar okkar eru aðeins
10. Ólaunafflr konsúlrir eru
hins vegar talsvert á annaff
hundraff, og þyrftu þó að vera
miklu fleiri. Venjan er sú, að
ambassadorar okkar geri til-
lögur um mann effa menn til
þessara starfa í þeim löndum,
sem umboð þeirra nær til, og
eftir þeim tillöguni! fariff. —
Hins vegar eru stór svæffi þar
sem ísland hefur ekkert stjórn
málasamband og engan full-
trúa. Svo er t. d. um Afríku,
þar sem viff höfum affeins
haft einn konsúl, en engan
diplomattekan fulltrúa. — í
slíkum tilfellmn verður utan-
ríkisráffuneytið síálft aff verffa
sér úti um þær upplýsingar,
um þá menn, sem til greina
konia.
I Suður-Afríku vissi ég af
íslendingh sem ég þekkti lít-
ils háttar .og að öllu góffu og
datt því hug hvort hann vildi
ekki taka að sér ólaunað kon-
súlsstarf í Jóhannesarborg. —
Það studdi líka aff þessu, að
ráffuneytið þurfti í fljótheit-
um að afla sér upplýsinga frá
Suffur-Aíríku, nú snemma í
desember í nokkuð þýffingar
miklu máli og bað þennan
mann aff annast þaff, sem hann
gerði bæffi fljótt og vel, og
má segja aff þær upplýsingar
hafi ráðiff miklu um úrsiit
þess máls. Þegar Hilmar Krist
jánsson samþykkti að takast
á hendur starfið, var endan-
lega ákveðiff aff honum skyldi
veitt þaff, og var þaff gert 29.
des. s. 1.
Ég vil taka skýrt fram, aff
mér var Þá alls ókunnugt um
vifftaliff, sem Vísir birti við
hann 12. des. s. 1. — Ég var
erlendis, þegar þetta viðtal
birtist og nokkra daga á eft-
ir, og cnginn hafði sagt mér
frá því. — Ég viffurkenni aff
sjálfsögðu aff viðtal þetta var
ni'jög óheppilegt, ctf rétt er
með fariff, þó að ég hins veg-
ar sé ósammála þeim ályktun
um, sem af því hafa veriff
dregnav í verulegum atriffum.
Sérstaklega er ég viss um að
hugárfar lians til íslands er
allt annað en þaff, sem menn
hafa viljaff ráða af niffurlagi
viðtalsins. þar sem hann seg-
ist vit’a forðast fsland, en
þar er greinilega átt viff að
hann vilji ekki stofna til fyr-
irtækja hér á lan'H eins og
spurning blaffamat’- s ber
skýran vott um og hann hef-
ur sjálfur stafffest.
Þegar konsúlar eru ráðnir
er aldrei spurt um einkaskoð-
anir þeirra á mönnum né mál
efnum, — t. d. ekki um álit
þeirra á kapitalistum eða
kommúnistum og ekki um á-
lit þeirra á þeldökkum mönn-
um né öffrum. Það sem spurt
er affallega um er þrennt:
1. Hvort maðurinn sé heiff-
arlegur og Iiafi óflekkaff mann
orð.
2. Hvort hann sé fús aff
starfa fyrir ísland (á þann
hátt sem ráffuneytiff leggur
fyrir hann, affallega meff því
að greiffa götu íslendinga,
veita hlutlausar upplýsingar
um land cg þjóff og veita ráðu
neytinu þær upplýsingar sem
dskaff kann aff vera eftir.
3. Hvort hann vilji taka
starfið aff sér án nokkurra
iauna.
Mér hefur skilizt á þeim
mönnum, sem um þetta hat'a
skrifaff af einhverri skynsemi,
að þeir hafi helzt fundið Hilm
ari til foráttu aff hann hefði
ekki þaff hugarfar til Islands,
sem einn konsúll þyrfti að
hafa. Mér kom þetta á óvart
og ég er ekki farinn aff trúa
því enn. Ég gerði því þegar
er ég hafffi lesiff vifftali|ff í
Vísi, ráffstafanir til aff honum
jTði send Vísisgreinin, bví að
sennilega hefur hann aldrei
séð hana, þar sem hann var
farinn héffan, þegar greinin
birtist, og' hann beðinn um
skýringar, og hvort hugur1
hans til Iands og þjóffar væri
ekki sá, sem gert hafffi veriff
ráð fyrir hér, þó aff Iiann hafi
í vifftalinu verið gagnrýninn
á ýmislegt hér, en þaff eru
margir íslendingar affrir en
hann. Ég lætlafH aðeins aff
bíffa eftir svari hans og ekki
aff ræffa máliff fyrr en þaff
svar bar|-ist. En eftir grein
þessa Iæknis í gær verður þaff
ekki dregiff lengrjr. Hótánlr
hans um aff draga mig til
saka hræðist ég ekki, og skal
„svara til saka'* á hvaffa vett-
vangi sem er. Þetta er hvort
eð er mitt verk, sem ég ber
einn ábyrgð á.
Hinu vil ég mótmæla, sem-
algerlega óframbærilegum
dylgjum aff ég hafi meff þess-
ari embættisveitingu verið að
greiffa einum né neinum póli-
tíska skuld. Slíkt hefur mér
aldrei dottiff í hug og em-
bættisveitingin gerff f góðri
trú. — Að öffru Ieyti er rit-
smíff Iæklnisins öll ,,á því
plani“, aff ég tel ekki ástæðu
til að eltast víð hana, að
minnsta kosti ekki aff svo
stöddu.
11. janúar 1968.
Emíl Jónsson.
Erfiðasta síldarár Norðmanna
Erfiffleikar voru meiri í norska síldarútveginum árið 1967, en
nokkurn tíma áður síffan tekiff var aff reka hann skipulega, sagðr,
Hans A. Nordheim, formaffur norsku síldarsölimefndarinnar í
blaffavifftali nýlega. Erfiðleikarnir stöfuffu þó ekki af aílatregðu..
heldur fyrst og fremst af afkastasmæff síldarvinnslustöffva og verff
falli síldarafurða á erlendum mörkuffum.
31 sinni varð að stöðva veiðar
á árinu vegna þess að ekki hafð
ist undan að vinna aflann, sem
barst á land. Samtals stóðu veiði
stöðvanirnar í 186 sólarhringa.
Allar þessar stöðvanir ullu auðvit
að mikilli röskun og vandræðum,
en þrátt fyrir það veiddist 3,3
hl. meira, en árið áður. Þetta
er að sjálfsögðu að þakka stærð
og fullkomnun norska síldveiði-
flotans fyrst og fremst.
1966 voru 8,2 millj. hl. af hrá-
efni unnar úr síld og nam heild
arverðmæti þess 200 niillj. n.
kr. Hins vegar nam heildarverð-
mæti 11,5 millj. hl. hráefnis, sem
unnið var úr síld 1967, aðeins
170 millj. n. kr. Þrátt fyrir þetta
mikla verðfall, taldi Nordheim
ckki ástæðu til að örvænta. Síld.
armjölsnotkun í heiminum óx
mjög 1967, sumir telja um allt
að 30%.
Nordiieim sagði, að afköst
norska síldveiðiflotans væru orð
in það mikil, að lítið þyrfti að
hugsa um að auka þau í bili..
Þýðingarmeira væfi að efla
vinnsluafköstin í landi og fjölga,
vinnslustöðvum. Ennfremur að
vinna upp fleiri markaði og'
fjölga vinnslustöðum. Ennfremur
að vinna upp fleiri markaði fyr.
ír síldarafurðir og leggja áherzlu
á, að sem mest af aflanum fari
til manneldis.
Nordheim taldi góðar líkur
fyrir þvt, að verð á síldarmjöli
og lýsi færi hækkandi 1968. Þó
lagði liann áherzlu á, að ekki
mætti spenna verðið of hátt
eins og gert hafði verið 1966,
heldur hafa það jafnan í sam-
ræmi við eftirspui'n.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá voru í september s.l. opm.ð
tilboð í aðalspennistöð við Geit-
háls, stækkun spennistöðvar ,’ð
írafoss og ýinsan rafbúnað við
Búrfell, en hlutaðeigandi útboð
var síðasta meiri háttar útboð
vegna Búrfellsvirkjunar. Að lek
inni athugun á tilboðum þessum
var tekið tilboði v-þýzka fi: -
ans Brown Boveri, Mannhe:r-\.
Er samningsupphæðin 97.6 millj.
króna og á verkinu að vera lok-
ið fyrri hluta árs 1969.
Reykjavík 9. janúar 1968.
Landsvirkjun
12. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $