Alþýðublaðið - 12.01.1968, Qupperneq 4
Bitstjóri: Benedikt Gröndal. Simar: 14900 — 14903. — Auglýsingasimi: 14908
~ AÖsetur: Alþýðuhúsið við Hveríisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja AlþýjBu-
blaðsins. Sími 14905. ~ Áskriftargjald kr, 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið.
— Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Skáldin i Sovét
ÞAU ÁTÖK, sem nú eiga sér
stað milli rithöfunda og stjóm-
valda í Sovétríkjunum, vekja
heimsathygli. Því miður eru ung
ir andans menn enn fangelsaðir,
dregnir fyrir rétt og oft á tíð-
um dæmdir til þungrar refsing-
ar.
Það er eðlilegt að umbrot
mannlegs frelsis tverði á sviði
bókmennta með Rússum. Þeir
eru í eðli sínu Ijóðelskir og skáld
hneigðir. Svo hefur stjórnarfar í
landi þeirra frá tímum keisar-
anna til þessa dags verið með
þeim hætti, að fólkið beinir að
skáldskap og listum þeirri orku
og þeim áhuga, sem oft fer í pex
og pólitík í lýðræðisríkjum.
Stefna sovézkra yfirvalda í þess
um efnum virðist ákaflega óhyggi
leg og getur vart byggzt á öðru
en ótta við aukið frelsi - þótt
mjög hafi verið slakað á kló harð
stjórnarinnar. Enda þótt rithöf-
undarnir gagnrýni margt í um-
hverfi sínu, eins og fólk gerir um
allan heim, munu þeir undan-
tekningalítið vera einlægir fylgis
menn flokks og stjórnkerfis Sovét
ríkjanna og miklir ættjarðarvin-
ir.
Fyrir fáum árum hefðu rithöf-
undamir horfið þegjandi og
hljóðlaust í fangelsi eða inn í ei-
lífðina. Nú er sem betur fer hægt
að fylgjast nokkurn veginn með
því sem gerist. Og samúð manna
um öll lönd er með rithöfundun
um.
Sjónvarp
FRÁSAGNIR og auglýsingar
dagblaða benda til þess, 'að enn
sé mögulegt að sjá útsendingu
sjónvarpsstöðvar vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli á mörgum
stöðum í Reykjavík og á Suður-
nesjum.
Svo hefur virzt sem farsæl
lausn hafi fengizt á þessu máli,
og hefur verið hljótt um það
langa hríð. Þó kemur það kunn-
ugum ekki á óvart 'að erfitt
reynist að takmarka sjónvarps-
sendinguna við Keflavíkurflug-
völl með skermum einum.
Takist það ekki án frekari drátt
ar, er aðeins um tvær leiðir að
ræða. Varnarliðið verður að setja
upp lokað símakerfi fyrir sjón-
varp sitt, eða loka stöðinni alger
lega. Það er ekki ráðlegt að
skemmta skrattanum með því að
vekja þetta deilumál til lífs á ný.
j;;?y .4.
■ ^ - \ kÉjJJ. \yAUJ&
RCH*• 'k'Xz-
, • - •f-v
wiMm
ftsýfí'ij
- 'V'
OCEÁN. OF
T. MAITER
r&oyy*
Heals'
:icli’r* 4r~ S£A -or - ■
f J t. fyfyfypíCAMBRí
’i5> --•■'''•í^fe
íiLÍAIIGNIUS-fe* n; >•-
u c.ríuuV'
>i-Íhaí»ihge»'i
V"
tííi STORMS,
CÖPE«NICUS
sla
f«ICGQU>’
"EPKAÉá-
CLÖUDSr%}
'fiSIMfiDÍ
mmm
YCHO'.
LENDIN6-
ARSTAÐIR
Á MÁNANUM
RÆTT ER um að reynt
verði að senda mann til mán-
ans innan tveggja ára. Og nú
er verkefniö það að velja
hæíilegan stað til lendingar.
Margs þarf að gæta í því efni
og mánafararnir fyrstu þurfa
að gerþekkja staðinn.
í fyrstu voru taldir koma til
greina um 30 staðir. Um ýmis
legt er að velja, og nú hafa
menn fengið svo mikið af
mánamyndum að fyllt gæti
margar bækur. Seinna voru
valair átta staðir úr þessum
þrjatíu. og sagt er að i
feb.úar verði eftir aðeins
þrír til fjórir.
Þegar lagt verður upp í hina
sögulegu för til mánans verða
mer.n að hafa í huga fleiri en
einn stað sem hægt er að lenda
á. Afstaðan til sólar-
innar þarf að vera sérstök,
þannig að sem bezt sjáist til
mánalandslagsins. Sólin þarf
að vera í 13-30 gráðu hæð á
bak við Apollo-geimfarið sem
þessi fyrsta sigling um hin
bláu djúp milli stjarnanna verð
ur farin í. Mörkin milli birtu
og skugga flytjast frá austri
til vesturs um 13 gráður á
o Mulige minelandingsplasser
hverjum jarðardegi (ekki
mánadegi sem er 28 jarðdag-
ar). Ef skilyrðin verða ekki
heppileg þegar að er komið á
einhverjum ákveðnum stað ylli
@Surveyor-landingsplasser O Ranger-landingsplasser
AP Newsfealures
það mánaðar töf ef ekki væri-
aðrir staðir sem þá væri unnt
að halla sér að með því einu
að bíða tvo daga eða svo.
Fyrsta lendingin mun fara
fram á stað þar sem landjð
er sem allra flatast og helzt
engin gíg eða fjallakambar í
nánd. Slík flatneskja þarf
Framhald á 10. síðu.
VIÐ I
IVIÓT 1
MÆLUM
Þau skötuhjúin Valdimar og
Þórunn Ashkenazy hafa sýnt
okkur mikinn sóma með tíðum
heimsóknum og nú síðast fest
kaup á húsi hér í bæ. Þykiv
þeim þrátt fyrir ólætin í okkur
allan ársins hring, sem hér sé
friðsælt að vera í þeim frístund
og sem snillingurinn getur tek-
ið frá tónleikahaldi.
— O —
Fréttamaður sjónvarps orðaði
það við Þórunni, hvort maður
hennar hefði hug á að gerast ís*
lenzkur ríkisborgari. í því sam
bandi færðist í tal, að gerði
ungi maðurinn það og fengi
hann borgararéttinn, þyrfti hann
samkvæmt íslenzkum lögum að
skipta um nafn. Hann héti ekkl
lengur Ashkenazy heldur Vald-
imar Davíðsson. Það er að vísu
sómasainlegt nafn, en þó hljóta
allir að siá, að slíkar kúnstir
með frægan listamann eru svo
smásmugulegar og skammarleg
ar, að engu tali tckur.
— O —
Þessi nafnbreytingarlög eru
jafn grimmileg um annað fólk,
scm ekki er frægt og oft hefur
flutzt hingað til lands af því að
lífsbaráttan hefur veriff of hörð
eða erfið annars staðar. Það er
svívirðing að krcfjast þess af
fullt.íða karlj eða konu, að
breyta nafni sínu. Því eru þessi
Iög þjóðinni til skainmar og ber
að afnema þau við fyrsta tæki-
færi. Mun raunar vera nefnd í
því máli á vegum rikisstjórn-
arinnar, eins og flestum öðrum
mannlegum vandamálum.
— O —
Allt það fólk, sem fær íslenzk
an ríkisborgararétt, á að halda
þeim nöfnum, sem því liafa ver
ið í bernsku gefin eða það lief-
ur af gildum ástæðum tekið
sér. Um börn þessa fólks, sem
fæðast hér á landi og alast hér
upp, er allt öðru máli að gegna.
Þeim er greiði gerður með því
að gefa þeim nöfn, sem falla vel
að því umhverfi, sem örlögin
ætla þeim að lifa í.
— O —
Hingað til hafa lögin sem bet
ur fer ekki verið tekin alvar-
lega, svo að þau hafa Iíklega
ekki valdið eins niiklum sárinrl-
um og vel hefði mátt ætla.
Fólk brosir að flestum liinna ís
lenzku heita, sem menn skyndi-
lega skarta eftir að Alþingi hef
ur hátíðlega veitt þeim borg-
ararétt. Nöfnin festast yfirleitt
ekki, sérstaklega ekki ef um
kunnan mann er að ræða.
4 12. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐID