Alþýðublaðið - 12.01.1968, Side 5
3 ill ti »1 Ilititililll ! i
! II II il ’ ~ III S
SEM kunnugt er, eru frétta-
stoínanir Vesturlanda voldugar
og ekki er um að ei'ast, að Gyð-
ingar eiga sterk ítok í þeim.
Þar a£ leiðandi er allur almenn
ingur vel fróður um málstað
ísraels í deilu þeirra við Araba
ríkin. Sýnist mörgum, að frétta
flutningur í þessu viðkvæma
móli sé nokkuð einhliða eða
jafnvel hlutdrægur. Þykir mér
því ekki nema sanngjarnt, að
sjónarmið Araba sjálfra verði
gerð kunn. Mun þá vera hægt
að meta ástand og horfur þar
eystra nokkurn veginn rétt og
koma í veg fyrir frekari leiða
fordóma.
Við gerum engum deiluaðila
greiða með því að draga taum
eins eða annars. Því síður væri
slíkt í þágu friðar. Eins og eg
hef áður tekið fram í ræðu og
riti tel ég hlutverk okkar aðal-
iega vera í því fólgið að stuðla
að friðsamlegri lausn vanda-
miálsins og að taka þátt í þeirri
viðleitni að lina þjáningar
þerra, sem harðast verða úti í
stríðinu þar.
Áður framkomna skoðun
mína um hugsanlega málamiðl-
un af hálfu íslands hef ég þó
orðið að leggja á hillu. í ágúst
s. 1. átti ég langt viðtal við am-
bassador Sambandslýðveldis Ar
aba í Kaupmannahöfn. Mun ég
leitast við að þræða efni þeirra
skoðana, sem hann setti fram.
Til þess að geta komizt að
réttri niðurstöðu og lausn vand
ans, verður að reifa málið í stór
um dráttum frá upphafi. — Sá
seni ekki tekur heiðurstilfinn-
ingu, hugarfar og afstöðu, eins
og Arabar sjálfir túlka hana,
alvarlega til greina, getur vart
gert sér í hugarlund, hverra at-
tourða vænta nrilá í því heims-
horni. Af orðum þessa stjórn-
málamanns má verða ljóst, að
ekki mun verða um að ræða
viðurkenningu ísraelsríkis, um
frið við það ellegar uppgjöf Ar
aba, — en fátt hefur stælt all-
an almenning í löndum þeirra
eins mikið og niðurlæging
þeirra í þessari lotu stríðsins,
og mun að því vikið síðar.
Ambassadorinn mælti eitt-
hvað á þessa leið: Bretar gáfu
Gyðingum land, sem þeir iBret
ar) áttu ekkert í. Til Ísraeisrík-
is var stofnað með valdbeitingu
eingöngu. Rök Zionista þessu
viðvíkjandi eru léttvæg, enda
eru þeir öfgakenndur trúflokk-
ur, sem að vísu er herská, en
túlkar aðeins skoðanir lítiis
minnihluta Gyðinga. Hins veg-
ar ríkti 1947 mikil samúð með
Gyðingum vegna hinna hræði-
legu ofsókna gegn þeim af liálfu
þýzkra manna. Eingöngu þess
vegna munu Sameinuðu þjóðirn
ar, hversu furðulegt sem slíkt
arínars verður að telja, liafa
lagt blessun sína yfir þetta ó-
hæfuverk. Ofbeldi og yfirgang
kalla Arabar þessa ríkismynd-
un, því að á þeim tíma munu
vart meira en tíu prósent íbúa
Palestínu hafa verið Gyðingar.
Auk þess hafa Gyðingar sem
minnihluti lifað öldum saman í
góðri sambúð við Araba (enda
eru Aratoar og Gyðingar af sama
þjóðstofni og því náskyldir),
betri en sambúð þeirra Gyðinga
hefur verið við flestallar aðrar
þjóðir heims. — Vonsviknir og
sárir hafa Arabar því orðið að
beygja sig fyrir samþykktum
meirihluta þessarar heimssam-
kundu, sem Arabar eftir sem
áður telja ábyrga fyrir að finna
varanlega 'lausn málsins. Þessi
smuga til samkomulags undir
handleiðslu Sameinuðu þjóð-
anna er orðin mjó. Því að Ar-
abar neita enn að viðurkenna
að stofnun Ísraelsríkis sé rétt-
mæt. Þessa afstöðu rökstyðja
þeir á þennan veg: Þjófur hef-
ur brotizt inn á heimili mitt og
stolið. Síðar vill hann semja
um þýfið, en fær afsVar. Tíu ár-
um seinna stelur hann enn
meira. Nú þykist hann meiri
hetja og heimtar að semja við
þig milliliðalaust. Hvers konar
siðgæði er þetta? Eigum við að
trúa því, að SÞ muni enn lög-
leiða þetta nýja rán? Hvílíkt
fordæmi á okkar öld, ef hern-
aðarlegir landvinningar eiga
að skapa nýjan alþjóðarétt. —
Arabar munu þola heldur hung
ur og eymd en að beygja sig.
Áfram heldur ambassadorinn
á þessa leið: Ég er enginn Gyð-
ingahatari. Því hafa þessir
frændur okkar látið ginna sig út
í þennarí ljóta leik? Þéir lifðu
í sátt við okkur víða í Araba-
löndum alveg fram að þeim tíma.
er Zionistar byrjuðu að ógirnast
arabískt land. Vissulega eiga
Gyðingar rétt til lífs og frelsis
eins og állir- áðrir. Meira að segja
eru óskir margra þeirra um að
öðlast þjóðarheimili eðlilegar og
skiljanlegar. En með stofnun
þessa Gyðingaríkis á arabískri
grund hai'a Bretar og Bandaríkja-
menn í raun og veru gert Gyð-
ingunum bjarnargreiða: Gyðing-
ar í ísrael eru þrátt fyrir dugn-
að og unnin afrek dæmdir til að
lifa í litlu, illræktanlegu larídi,
umkringdir og iiataðir af hundr-
uðurn þúsunda flóttamanna, sem
þeir, Gyðingar, hafa flæmt frá
jörðum sínum og heimilum. —
Nokkrir öfgafullir Zionistar
kunna að ímynda sér, að Gyð-
ingarnir séu komnir heim til
föðurhúsa og muni nú geta haid-
ið þar kyrru fyrir til lengdar.
Ráðandi mönnum í Bretlandi og
Bandaríkjunum mun varla geta
dulizt það ógnþrungna andrúms-
loft, sem ísraelsmenn verða að
lifa í. Sú spurning er réttmæt,
hvort fyrir þessum ráðamönnum
hafi í reynd vakað að gera Gyð-
ingana hamingjusama. Að áliti
Araba nota þessir heinisvalda-
sinnar h'iría hrjáðu Gyðinga bara
sem peð á taflborði heimsmála.
Arabar spyrja, hvort Hitler eða
hvort Stjórriir Breta og Banda-
ríkja hafi farið lymskulegar að
Gyðingunum. Því að þessa álykt-
un dregur ambassadorinn —
hvers vcgna hafa hvorki hin
víðáttumiklu Bandaríki lé hið
mamxfáa stóra Kanada látið ein
hvern landsskika af hendi umlir
þjóðarheimili Gyðinga, þar sem
þessi heimilisiausa þjóð befði
getað lifað á mun frjósamari jöið
og með vinsamlegum nágrönn-
um? Hatur Araba gagnvart þess-
um íveimur stórveldum stafar
af sannfæringu Araba, að ífera-
elsríkið var stofnað eingöngu í
þeim tilgangi, að skapa og að
viðhalda ókyrrð og tvístringu
meðal Araba, svo að auðveldar
sé að knésetja og að auðmV ja
þá. — Enn í dag gætu Banda-
ríkin notað brot þess fjármagns,
sem þau eyða í Vietnam, til að
gera Gyðinga hamingjusamari
en þeir geta verið í ísrael.
Nasser íorseti hcfur frá npp-
hafi ferils síns sannað í verkj,
að hann sé fráhverfur stríði og
valöbeitingu. Bylting hans var
gerð án blóðsúthellinga. Vi n-
lega lét Nasser í maí sl. loka
Akabaflóa fyrir ísraelsmönnum,
og var það tvímæialaust þving-
unarráðstöfun í þeim tilgangi
að ievsa Palestínu-vandamálið í
anda Araba. Skoðun mín að lok-
un Akabaflóa var af hálfu Ar-
aba ekkj ætluð sem uppbaf
stríðs við ísrael, var staðfest að
efninu til af ambassadornum.
Stjórn Bandaríkja skildi — eða
Framhatd á 11. síðu.
Haraldur Ómar Vilhelms-
son, kennari, hefur látið mál
Araba og Gyðinga til sín taká.
Hann hefur lagt sig fram við
að kynná ísland fyrir Aröb-
um, og er hér um nokkúrs
konar brautryðjendastarf 'að
ræða. Var Haraldur tvívegis í
nökkra mánuði í Egyptalandi,
héfur sýnt kvikmyndir og hald
ið fyrirlestra m.a, við háskóla
í Kairó og ýmsa aðra æðri
skóla. Hann hefur skrifað
greinar um ísland í egypzlc
blöð, talað í útvarp og komið'
fram í sjónvarpi Araba. Var
honum og landkynningu háns
tekið vel.
Hefur Haraldur í síðari ferð
sinni einnig haft sýnishorn af
heiztu útflutningsvörum okk-.
ar méðferðis og kynnt þær
fyrir innflytjendum þar. Enn
fremur hefur verið unnið að
því að koma á varanlegu sam
bandi með því m.a. að stofna
til stjórnmálasambands milli
landanna, athuga möguleika á
samgöngum og laða flejri
ferðamenn að þessu fornfrægn
menningarlandi. Með því að is
lenzkir ferðalangar eru farn-
irir að sækja á fjarlægari mið,
þykir æskilegt og gagnlegt að
kynna löndin betur og bæta
samskipti. Hefur fyrir skömmu
verið stofnað íslenzkt arabískt
félag í þeim tilgangi.
Striðjnu í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs er þvi
miður ekki lokið. Vandamál-
in í þcssum hluta heims
snerta margar þjóðir beint og
óbeint. í þessari deilu bafa
Gyðingar, vegna góðra sam-
banda við helztu fréttastofur
heims, vafalaust mun betrj að
stöðu að skýra málstað sinn
en Arabar. Segja má, að sjaldn
ast eigi einn deiluaðili sann-
leikann óskiptan. Góð sam-
búð ríkir milli íslands og ísra
els, og eiga Gyðingar marga
vini hér á landi. Þykir sann-
gjarnt, að við fáum því einn
ig' að kynnast rökum Araba.
í ágúst s.l. átti Haraldur
ýtarlegar samræður við am-
bassador Sambandslýðveldis
Araba í Kaupmannahöfn. herra
Tafi Fatheldin. Hefur blaðinn
verið boðið að birta þann kafla
skýrslu hans, sem fjallar um
stríðið við ísrael. — Mun Har
aidur fyrjr nokkru einnig hafa
haft einkavjðtal við ambassa-
dor ísraels á íslandi um sama
efni.
r
12. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ §