Alþýðublaðið - 12.01.1968, Qupperneq 6
Ný, sterk forysta
í Tékkóslóvakíu
ALLT bcndir til að valdamissir
Antonins Novotnys, sena kalla
má síðasta Stalínistann, eigi eft
ir að haf'a mikil áhrif í Tékkó-
slóvakíu og öðrum löndum Aust
ur-Evrópu, jafnvel x Kreml.
Formannaskipti í Tékkóslóva-
kíska koiomúnistaflokknum eru
meira en venjuleg mannaskipti.
iÞau innleiða einnig nýja stefnu
í stað hinnar gömlu. Víðtækra
hreytinga er að vænta í öllum
helztu embættum Tékkóslóva-
kíu, nýir menn komast til á-
ihrifa og með þeim nýjar hug-
sjónir. Moskva hefur ekki getað
hindrað þetta. Heimsókn Brez-
nevs, aðalritara rússneska komm
únistafl., til Prag bjargaði ekki
Novotny, og Pólverjar, A-Þjóð-
verjar og Rússar bíða nú kvíða
blandnir strauma þeirra, sem
formannaskiptin geta leitt út
fyrir landamæri Tékkóslóvakíu.
Hinn nýi formaður kommú-
nistaflokksins í Tékkóslóvakiu,
Alexander Dubcek var að mestu
óþekktur maður í Tékkóslóva-
kíu áður en hann fékk embætt-
ið. Hann er 46 ára gamall og því
yngsti flokksmaðurinn í Austur
Evrópu. Þrátt fyrir það er hann
líklegur lirautryðjandi nýrrar
þróunar og að minnsta kosti er
hann iJákn nýs tíma.
Aldur Dubceks er eftirtektar-
verður, en þó er hin nýja
stefna hans í efnahags- og stjórn
málum, sem nú hefur sigrað,enn
eftirtektarverðari, þar sem hún
brýtur að miklu leyti í bága við
þá stefnu, sem hingað til hefur
verið fylgt í landinu. Auk bess
er hann Slóvaki, en Slóvaki hef
ur aldrei áðuV haft á hendi
æðsta embætti landsins.
Dubeek fluttist 4 ára gamall
með foreldrum sínum til Rúss -
lands, þar sem hann átti heima
til ársins 1938. Þá sneri hann
aftur til Tékkóslóvakíu ásamt
bróður sínum Juliusi og gerðist
áberandi sem ólöglegur, kommú
nistískur áróðursmaður, bæði í
Skoda-verksmiðjunum og í
heimahéruðum sínum. í upp-
reisn Slóvaka gegn hinni fasis-
tísku, þýzksinnuðu Titostjórn
1944 voru báðir bræðurnir orðn
ir flokksforingjar, en Julíus féll
í átökunum.
Eftir stríðið gerðist Dubcek
einn helzti áhrifamaður við upp
byggingu kommúnistaflokks
Slóvaka. Árið 1951 fór hann til
Prag sem þjóðþingsmaður, og
skömmu seinna varð hann einn
þriggja aðalritara kommúnista-
flokksins. 1963 var hann kos-
inn í miðstjórn flokksins í stað
eins trús fylgismanns Novotnys.
ys. Sama ár varð hann foruað
ur flokksins í Slóvakíu.
Dubcek naut jafnan mikils
trausts, en var óþekktur bæði
meðal þjóðarinnar og erlendis.
Þegar gagnrýnin innan mið-
stjómarinnar á formennsku
Novotnys hófst að ráði fyrir 4
mánuðum, bjóst varla nokkur
maður við því, að Slóvakinn Du
bcek yrði eftirmaður hans. En
það varð hann samt sem áð-
ur og það var merki mikillar
breytingar. Jafnframt því, sem
Novotny hefur látið af for-
mennsku hafa þegar tveir ráð-
herrar hætt þeim starfa sínum
og tekið við sendiherraembætt-
um, þeir Jozef Lenart, forsætis
ráðherra, og Vaclav David, ut
anríkLsráðherra.
Við embætti forsætisráðherra
tekur Oldfich Cernik og er það
talið táknrænt um það, sem
koma skal. Stefna hans í efna
hagsmálum þykir lipurleg og
A. Novotny.
Oldfich Cernik,
forsætisráðherra.
£ 12. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIQ
rökræn. Talið er að Cernik hafi
haft úrslitaáhrif í valdabarátt-
unni við Novotny. Annar valda
mikill maður verður án efa Ota
Sik prófessor, faðir hinnar
nýju endurbótastefnu í efna-
hagsmálum.
Alexander Dubcek hefur haft
hröð handtök. Hann hefur þeg
ar gert allviðamiklar ráðstafan-
ir til að tryggja meirihluta
sinn í miðstjórn flokksins, sem
er nú %. Þeir nýju menn, sem
nú komast í valdastöður, hafa
allir fylgt Dubcek dyggilega í
valdabaráttunni undanfarið.
S'kömmu eftir valdatöku Du-
bceks var samþykkt ályktun,
þar sem lögð er áherzla á að
menn séu vaidir tii embættis-
starfa, sem hafi skilning á fram
förum og fylgi endurbótastefnu
í efnahagsmálum. Talið er, að
viðskiptaumræður við Bonn-
stjórnina, sem Novotny lét
fella niður,! verði nú teknar
upp að nýjií. Hefur þetta vald-
ið nokkrum í áhyggjum í Pól-
landi og þói sérstaklega í Aust
ur-Þýzkalandli.
Ulbricht reyndi af öllum
mætti að hindra fall Novotnys,
jafnvel þótt þeir séu engir vin
ir. í því skyni sendi hann val
inn sendimann til Prag. En allt
varð það samt árangurslaust.
Það var einnig Ulbricht, sem
fékk Breznev til að heimsækja
Prag. Greinilegt er að Ul-
bricht og stjórn hans óttast hina
nýju strauma, sem nú skella yf
ir A-Evrópu, og þess vegna reyn
ir hann að fá Moskvu til að
spyrna við fótum.
Ný stefna brýtur sér leið í
Austur-Evrópu. Ceausescú í Rú
meníu hóf fyrstur merki henn
ar. Dubcek í Tékkóslóvakíu lyft
ir því nú enn ’hærra.
Alexander Dubcek
Hinn sterki í Prag.
Novitny hylltur af flokksbræðrum í garði Hradchin-kastalans. Nu
er hann valdlaus þó að hann haldi forseta nafni.
SOVÉT - GRÍN
Það er gömul staðreynd. að
Rússar eru menn gamansam-
ir, og virðist umhleypinga-
samt stjórnarfar keisara og
kommúnista ekki hafa spiUt
þessari gáfu þeirra, nema síð-
ur sé\ Fyrir nokki-um dögum
birti Kaupmannahafnarblaðið
„Berlinske Aftenavis” nokk-
rar skopsögur, sem sagðar eru
í Sovét um þessar mundir. Að
vísu eru sumar þeirra gamhr
húsgangar, en vera má að les
2ndur hafi ekki heyrt svo að
hér fara nokkur dæmi um
sögurnar á eftir.
— O —
Rússar hafa um þessar mund
ir mikla fyrirlitningu á Kín-
verjum og gorti þeirra um hið
mikla vald sitt í anda Maos.
Sagan segir, að snemma morg
uns hinn 7. nóvember, þegar
halda átti hina miklu afmælis
hátíð byitingarinnar, hafi Brez
hnev fengið tilkynningu um,
að Kínverjar ætluðu að gera
’nnrás í Sovétríkin kl. 10 ár-
degis. Breshnev gaf þegar út
eftirfarandi tilskipun: Hersýn-
ingunni a Rauða torginu er
frestað frá kl. 10 til kl 10
15.
—- O —-
Ekki ríkir eins mikil rúss-
nesk bjartsýni í annarri sögu
um binn hugsanlega ófrið
miili Sovétríkjanna og Kír.a.
Þar segir, að bardagar hafi haf
izt, og fyrsta daginn hafa sovéf
menn tekið milljón Kínverja
til fanga. Annan daginn tóku
sovétmenn 5 milljónir kín-
verskra fanga. Hinn þriðja
tóku þeir 15 milljónir fanga.
Þá urðu Sovétríkin að gefast
upp, því kínversku fangamir
átu upp allan mat Rauða hers
ins.
— O -—
1 sumum sögum er pólitísk-
ur broddur í garð beggja stór-
veldanna Ein er á þá lund, að
Ameríkumaður hafi spurt:
— Er það satt, að allir geti
fengið -keyptan bíl í Sovétríkj
unum?
Rússinn svaraði:
— Er það satt, að það þið
skjótið blökkumenn í Banda-
ríkjunum?
— O —
Margar sögur hafa verið
sagðar um ófriðinn milli Israel
og Arabaríkja. Ein er á þá
lund, að israelskir herforingj
ar hafi rætt um, hvort þeir
ættu að ráðast inn í Sýrland
næsta morgun. Þá spurði einn
þeirra:
— Hvað eigum við þá að
gera eftir hádegi á morgun?
— O —
Og loks þessi:
Hvað dreymir Nasser um?
Svar: Að það komi nýr
Móses og fari burt með alla
Gyðingana.
— O —
Sumar sögurnar bera með
sér djúpa lífsbaráttu. Ein seg
ir frá því, cr fyrsti maðurinn
komst ljfandi til tunglsins.
Hann var auðvitað Rússi.
Fyrsta spumingin, sem send
var til hans frá jörðunni, var
þessi:
— Er nokkurt líf þarna
uppi
— Nei, ekki hér heldur.
svaraði hann.
— O —
Ýmsar sögur segja óánægðir
menn á kostnað sovétkerfis-
ins og þá um leið í hag and-
stæðingum þess. Maður nokk-
ur spurði:
Af hverju eru Bandarík-
in alltaf á barmi hruns?
— Tii að sjá betur niður ti!
okkar, var svarið.
o