Alþýðublaðið - 16.01.1968, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 16.01.1968, Qupperneq 3
 I Eins saknað síðan á mánudag, en tveir hurfu um helgina Mikil leit átti sér stað í Reykjavík og nágrenni ’að þremur horfnum mönnum. Hefur ekkert spurzt til eins þeirra í heila viku, en hinir tveir hurfu um helgina, annar á föstudag, en hinn á sunnudags- kvöld. Enginn þessara manna hafði komið í leit- irnar í gærkvöldi, er blaðið vissi síðast til. Rannsóknarlög-reglau tjáði blaðinu í gær, að 26 ára g-amals manns væri saknað, en ekkert til hans heyrzt í heila vlku. Mað lirinn heit'ir Kristján Bernódus- fson, Lönguhlíð 23 í Reykjavík. Kristján býr hjá foreldrum sín lim. Hann fór síðast að heiman é mánudagskvöldið í fyrri viku, hinn 8. janúar. Fréttist, að hann Ihefði verið á Hótel Borg hið sama kvöld, en síðan hefur hann ekki sézt og ekkert til hans Bpurzt svo vitað sé. Munaði mjóu Litlu munaði, að 7 ára gamall drengur, Björgvin Steinsson, drukknaði í Sundlaug Vesturbæj ar síðastliðinn laugardag. Hafði Björgvin litli verið að synda í lauginni, en eittíhvað mun hon- um hafa hlekkzt á. Var komið að honum meðvitundarlausum á botni Iaugarinnar. Starfsmaður brá fljótt við og gerði lífgunar tilraunir á drengnum með blást orsaðferðinni, og kom hann Björg vin litla til meðvitundar aftur. Björgvin litli var síðan fluttur í sjúkrabifreið á Slysavarðstofuna og hresstist brátt. Hann var síð- an fluttur í Landakotsspítala og mun fá að fara aftur heim í dag. Kristján vann síðastliðið sum- ar og haust vestur á Hellissandi í vélsmiðju þar, en kom heim til foreldra sinna u.þ.b. viku fyrir jól og var heima þangað til s.l. mánudagskvöld. Foreldrar Kristjáns vissu, að hann ætlaði vestur aftur. Var því jafnvel álitið, að hann ihefði far ið þangað, án þess að láita nokk- urn vita um það áður. Nú hefur hins vegar verið upplýst, að hann hefur ekki komið aftur vestur. Kristján er tæplega meðalmað ur á hæð, grannur vexti og dökk skolhærðiu’. Þegar Kristján fór að heiman fyrir réttri viku síð- an, var hann klæddur dökkum föt um, í hvítri skyrtu og í dökkgræn um vetrarfrakka, hann hafði gráan ullartrefil um háls og var berhöfðaður. Ungs manns er saknað í R- vík. Hefur ekkert til hans spurzt, síðan snemma á föstu- dagsmorguninn-. Maðurinn heit- ir Bjarni Kristinsson til heimilis að Hraunbæ 180. Hann er 31 árs að aldri og er lyfjafræðingur að mennt. Bjarni fór að heiman frá sér um klukkan 8.30 á föstudags- morguninn og fór þá suður í Há- skóla, þar sem hann starfaði að einhverju leyti á vegum ívars Daníelssonar dósents. ívar hitti FLÖKKSSTARFID Málfundaæfing Málfundaæfingar verða á vegum Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og F.U.J. í Reykjavík og verður fyrsti málfundurinn á þriðjudag 16. janúar í Ing- ólfskaffi kl. 8.30. Þátttaka tilkynnist skrifstofu flokksins sími 16724. Stjórnandi verður Þorsteinn Pétursson. SpilakvöEd í Hafnarfiröi. 1 t Hin vinsælu spilakvöld Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hefjast að nýju n.k. fimmtudagskvöld kl. 8,30 stundvíslega í Alþýöuhúsinu. Spiluð verður félagsvist. Ávarp kvöldsins flytur Emil Jónsson utanríkisráðherra. Sýndar verða lit- skuggamyndir og kaffiveitingar fram bornar. Stjórnandi spilakvöldanna er Gunnar Bjarnason. Þetta er fyrsta spilakvöldið á þessu nýbyrjaða ári. Aðsókn að spila- kvöldum þessum, hefir á undanförnum árum verið mjög mikil, og jafn an spilað fyrir fullu húsi á tveimpr hæðum. Það er ekki að efa, að enn sem fyrr munu Hafnfirðingar og aðrir fjölmenna á spilakvöldin í Alþýðuhúsinu í vetur. Sætamiðapantanir eru afgreiddar I síma 50499. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Bjarna um tíuleytið umræddan morgun. ívar fór þá úr stofnun- inni skömmu síðar og kom ekki aftur fyrr en um þrjúleytið, þá var Bjarni farinn. Talið er að Bjami hafði farið úr Háskólanum um klukkan 13. Síðan hefur ekk ert til hans spurzt. Auglýst var eftir Bjarna í út- varpi á laugardagskvöld, þegar aðstandendur hans fóru að undr- ast um hann. Bjarni er kvæntur maður og á tvö börn. Á sunnudagsmarguninn hóf fjörutíu manna sveit skipulagða leit að Bjama, og einnig var leitað með þyrlu landhelgisgæzl- unnar. Leitin bar engan árang- ur. Erfitt mun hafa verið að skipuleggja leitina, þar sem eng ar upplýsingar lágu fyrir um það hvert hann kynni að hafa farið, þegar hann ýfirgaf Háskólann. Leitinni á sunn«dag var fyrst og fremst beint meðfram sjón- um. í gær var ekki leitað, en Magnús Eggertsson, rannsóknar- lögreglumaðúr, tjáði blaðinu í gærkvöldi, að þá hafi verið unn ið að því að afla nánari upplýs inga um hugsanlegar ferðir Bjarna, og áfram yrði auglýst eftir Bjarna í útvarpi og sjón- varpi. Bjarni er -grannur maður með ljósrautt alskegg. Hann var klæddur í dökk föt óg þykkan, gráan vetrarfrakfca, þegar hann fór að heiman. Fertugs manns, Guðmundar Óskars Fri mann "son ar, Norður- braut 3, er saknað' í Hafnarfirði. Hann fór að heiman frá sér kl.1 21 á sunnudagskvöld og síðan hef«r ekkert til hans heyrzt. Reyndar er talið, að hann hafi sézt í Strandgötunni og skömnvu síðar við íshús Hafnarfjarðar, ura klukkan hálf tíu sam>a kvöld. Guðmundur Óskar Frímanns son, er meira þekktur updir nafn inu Óskar. Hann er meðalmað- ur iá hæð, grannvaxinn, rauðbirk mur jang íátt enni. inn á hár. Hann er fremur leitur í andliti með hátt enni. Þegar Óskar fór að heiman,,var hann klæddur í gráleitar buxur og brúnan rykfrakka og var í gúmmi kuldaskóm. Skipulögð leit að manninum hófst um klukkan tíu í gærmoj g un og stóð hún fram að myrlí. i í gærkvöldi, en án árangurs. Framhald á bls. 11. Um ellefu Ieytið á laugardags- kvöldið hringdi kvenmaður í lög regluna og kvað hún, að morð hefði verið framið í ákveðnu húsi í Árbæjarhverfi. Lögreglan brá skjótt við og fór á hinn tiltekna stað, sem konan hafði nefnt. Þeg ar þangað kom, reyndizt þar allt með frið og spekt og urðu íbúar húsins meira en lítið forviða, þeg ar lögregluna bar að garði og ekki síður, þegar það heyrði er- indi lögreglumannanna. Nokkru síðar var hringt í lög regluna og var það aftur kven- maður sem hringdi. Lögreglu- þjónninn, sem svaraði í sím- ann þóttist þekkja röddina og á ferðinni væri sama kona og fyrr um kvöldið hafði gabbað lögregluna inn í Árbæjarhverfi. Gaf konan upp nafn sitt og Hcim ilisfang. Við eftirgrennslan kom. í ljós, að konan hefði hringt úr síma að Hátúni 6. í þessu húei fann iögreglan síðan konuna og .flutti hana á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Reyndist konan háta skýrt rétt frá nafni sínu og heim ilisfangi. Konan bar því við, að hún hefði ekki vitað, hvað hún gerði, er hún hringdi í lögregl- una og tilkynnti morð, sem aldrei hafði ált sér stað, enöa hefði hún verið mikið drukkin. Við yfirheyrslu var konan áJI- drukkin. Hún var flutt heim til sín að rfirheyrslu lokinni. FRÚLA Þjóðleikhúsið : Fr ú 1 a Söng og dansi’lokkur frá .Túgóslavíu SEGIR ækki Ivo Andric frá því einhvei's staðar í Brúnni yfir Drínu hvernig unglingar söfnuðust saman á brúnni til að dansa, einhverntíma á friðar- tímum, þegar allt var með kyrr- um kjörum við brúna? Satt að segja man ég þetta ekki, og hef ekki góð að því — en einhver slík rómantísk hugmynd vakt- ist upp fyrir mér við að horfa á júgóslavneska dansflokkinn Frúlu í Þjóðleikhúsinu á föstu- dagskvöld. Hvít brúin yfir rökkvuðu fljóti, þögult þorp, skógur, fjöll i baksýn, skíma af tungli......Auðvitað er þetta tómur hugarburður. Hafi yfir- leitt verið dansað á brúnni yfir Drinu voru það að sjálfsögðu allt aðrir dansar en Frúla sýndi okkur í Þjóðleikhúsinu: sýning- arlist reista á grunni þjóðlegrar erfðar, alþýðlegrar dans- og tón- menntar. „Frúla” er nafn fornrar hirð- ingjaflautu í Júgósiaviu, og var þetta skemmtilega hljóöfæri eitt sýningaratriði flokksins sem nefnir sig nafni hennar, skipað- ur dönsurum, hljóðfæraleikur- um og söngvurum; flokkurinn kom hér við á leið sinni vestur um haf eins og slikir hópar liafa áður gert. Þarflaust er að fara að geta hér einstakra atriða úr dagskrá' flokksins, -og einslaka þátttakendur get þg ekki nefnt með nafni því að þeirra er ekki getið í fátæklegri leikskrá, nema söngkonuna Irinu Stojanovu sem kom fram í báðum þáttum. sýningarinnar. Um hvað söng hún? Þess er ekki gott aS geta sér til, en söngur hennar var jafn-hugtækur báðum sinnum, tregaþrunginn öðru, kímilegur hinu sinninu. Og sýning Frúlu var litskrúðug, fjölbreytt og fal- leg álitum, gædd bæði alvöru og gamni þótt gáski og fjör hefðu kannski yfirhöndina, marg- ir dansarnir hraðir, stökkborn- ir, blandaðir fimleikum. Af handahófi mó nefna hina fjör- legu og fallegu dansa frá Króat- íu og Vojvódinu sem sýningin hófst og henni lauk með, sið- asta atriði mjög fjörugt ögbros legt; hina mögnuðu dansa karla og kvenna frá Makedóníu, eink- um kvennanna við vefinn sem var að líkindum fallegasta leik- átriði sýningarinnar; og ,;aust- ræna” dansa frá Kosmet, mjög þokkafulla. En höfn segja ekk- ert þeim sem ekki sáu — og annarra skýrínga er ég ekki megnugur. Heimsóknir sem þessar eni jafnan upplyfting, tilbreyting við hversdagslíf leikliúsanna, og vel þegnar. Sýningu Frúlu var líka prýðisvel tekið í Þjóðleik- húsinu á' föstudagskvöld, en öðru sinni sýndi ílokkurinn þar kvöldið eftir. Og þjóðlegir siðb' komu saman í Þjóðleikhúsir.>t þetta kvöld. Meðan Júgós.a - arnir dönsuðu á sviðinn .s; i t Lions-félagar í Lcikhúskjalíar- anum að gera sér glaðan dag, og Iagði fró þeim hákarlslykt- ina um húsíS. — Ó. J. 16. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.