Alþýðublaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 6
Leiðbeiningar um skattaframtal
FYRSTI HLUTI
NOTA skal framtalseyðu-
blað, sem áritað er í skýrslu-
vélum, sbr. þó 3. mgr. Fram-
teljanda skal bent á að athuga
hvort þar gerðar áritanir, nöfn,
fæðingardagar, — mán. og ár,
svo og heimilisfang, eru rétt
ar, miðað við 1. des. s.l. Ef
svo er ekki, skal leiðrétta það
á framtalinu. Einnig skal bæta
við upplýsingum um breyting-
ingar á fjölskyldu í desember,
t d. giftur (gift), hverri (hverj
um), hvaða dag, nafn barns og
fæðingardagur eða óshírður
sonur ellegar óskírð dóttir,
fædd hvaða dag.
Ef áritanir gerðar í skýrslu
vélum eru ekki réttar, miðað
við 1. des., þá skal framtelj-
anda bent á að senda einnig
leiðréttingu til viðkomandi
sveitarstjórnar eða beint til
Þjóðskrárinnar hjá Hagstofu ís
lands í Reykjavík.
Ef eyðublað áritað í skýrslu-
vélum er ekki fyrir hendi, þá
skal fyrst útfylla þær eyður
framtalsins, sem ætlaðar eru
fyrir nafn og nafnnúmer fram
teljanda, fæðingardag hans, —
mán. og ár, svo og fæðingar-
hðimijisfang híans 1. das s.l.
Einnig nafn eiginkonu, fæðing-
ardag hennar, mán. og ár, svo
og nöfn, fæðingardag, mán. og
fæðingarár barna, sem fædd
eru árið 1952 eða síðar, til heim
ilis hjá framteljanda 31. des-
ember.
Fengið meðlag, svo og barna
lífeyrir frá almannatrygging-
um, sem greiddur er, ef faðir
er látinn, skal færa í þar til
ætlaða eyðu neðan við nöfn
barnanna. Barnalífeyrir frá öðr
um (úr ýmsum lífeyrissjóðum),
svo og barnalífeyrir, sem al-
mannatryggingar greiða, vegna
elli- eða örorku foreldra (fram
færanda) skal hins vegar telja
undir tekjulið 13 „Aðrar tekj
ur“.
Unplýsingar viðkomandi
greiddum meðlögum skal færa
í þar til ætlaðan reit á fyrstu
síðu framtalsins.
I. EIGNIR 31. DES. 19G7.
1. Hrein eign samkvæmt með-
fylgiandi efnahagsreikningi.
í flestum tilfellum er hér
um atvinnurekendur að ræða.
Þessi liður er því aðeins út-
fylltur, að efnahagsreikningur
fylgi framtali.
2. Bústofn skv. landbúnaðar-
skýrslu og eignir skv. sjávar-
útvegsskýrslu.
Þessi liður er því aðeins út-
fylltur, að landbúnaðar- eða
sjáviarútvegsskýrsla fylgi fram
tali.
3. Fasteignir.
í iesmálsdálka skal færa nafn
og númer fasteignar eða fast-
eigna skv. gildandi fasteigna-
mati í kr. dálk.
Ef framteljandi á aðeins íbúð
eða hluta af fasteign, skal til-
greina, hve eignarhluti hans er
mikill, t.d. 1/5 eða 20%. Lóð
eða land er fasteign. Eignar-
lóð eða — land færist á sama
hátt og önnur fasteign, en fast
eignamat leigulóðar ber að
færa í lesmálsdálk: L1 kr. ..
Margföldun fastartgnamatsins
með 9 eða 41^, eftir því sem
við á, verður gerð af skatt-
stjórum.
Hafi framteljandi keypt eða
selt fasteign á árinu, ber að út-
fylla D-lið á bls. 4, eins og þar
segir til um.
Ef framteljandi á hús eða í-
búð í smíðum, ber að útfylla
húsbyggingarskýrslu og færa
nafn og númer húss undir
eignalið 3 og kostnaðarverð í
kr dálk, hafi húsið ekki verið
tekið í fasteignamat. Sama
gildir um bílskúra, sumarbú-
staðj, svo og hverjar aðrar bygg
ingar.
Bezt er að ganga um leið frá
öðrum þeim liðum framtalsins,
sem fastein varða, en þeir eru:
Húsaleigutekjur. Tekjuliður 3,
bls. 2.
í a-lið skal færa til tekna
einkaafnot af húsi eða íbúð.
Sé húseignin öll til eigin nota,
skal eigin húsaleiga til tekna
reiknast 11% af fasteignamati
húss og lóðar, eins þó um leigu
lóð sé að ræða. Ef húseign er
útleigð að hluta, skal reikna
eigin leigu kr. 2.064.oo á ári,
þ. e. kr. 172,oo á mánuði, fyr
ir hvert herbergi. Sama gildir
um eldhús.
Víkja má þó frá herbergja-
g.ialdi, ef húseign er mjög göm
ul og ófullkomin eða herbergi
smá eða húsaleiga í viðkom-
andi byggðarlagi sannanlega
lægrj. Enn fremur má víkja
frá fullu fasteignamati lóðar,
þar sem mat lóðar er óeðli-
lega hátt miðað við mat húss
ins. Ef þessar heimildir um
frávik óskast notaðar, skulu
skýringar gefnar t.d. í G-lið
framtals eða á fylgisskjali með
því.
í ófullgerðum og ómetnum í-
búðum, sem teknar hafa verið
í notkun, skal eigin leiga reikn
uð 1% á ári af kostnaðarverði
í árslok eða hlutfallslega lægri
eftir því, hvenær húsið var
tekið í notkun á árinu.
í b-lið skal færa reiknaða
leigu fyrir eigin atvinnurekstur
og c-lið skal færa húsaleigu-
tekjur fyrir útleigu. Tilgreina
skal stærð húsnæðisins í fer-
metrum og herbergjafjölda.
Kostnaður víð húseignir.
Frádráttarliður 1, bls. 2.
a. Fasteignagjöld: Hér skal
færa fasteignaskatt, bruna-
bótagjald, vatnsskatt o. fl.,
og færa í kr. dálk saman-
lögð þau gjöld, sem einu
nafni eru nefnd fasteigna-
gjöld.
b.Fyrning: Fyrning reiknast að
eins af fasteignamati húss-
ins eða húshlútans sjálfs
samkv. þeim hundraðshluta,
sem um getur í framtali. Af
lóð eða landi reiknast ekki
fyrning.
e. Viðhald: Tilgreina skal hvaða
viðhald hefur verið fram-
kvæmt á árinu. í liðinn
„Vinna skv. launamiðum"
skal færa greidd laun, svo og
greiðslur tjl verktaka og
verkstæða fyrir efni og
vinnu skv. launamiðum. í lið
jnn „Efni“ færist aðkeypt
efni til viðhalds annað en
það, sem innifalið er í
greiðslum skv. launamiðum.
Vinna húseiganda við við-
hald fasteignar færist ekki á
viðhaldskostnað, nema hún sé
þá jafnframt færð til tekna.
4 Vélar, verkfæri og áhöld.
Undir þennan lið koma land
búnaðarvélar og tæki, þegar frá
eru dregnar fymingar skv. land
búnaðarskýrslu, svo og ýmsar
vélar, verkfæri og áhöld ann-
arra aðila. Slíkar eignir keypt
ar á árinu, að viðbættri fyrri
eign, en að frádreginni fyrn-
ingu, ber að færa hér.
Um hámarksfyrningu sjá 28.
gr, reglugerðar nr. 245/1963.
sbr. reglugerð nr. 79/1966. Það
athugist, að þar greindir fyrn-
ingarhundraðshlutar miðast við
kaup- eða kostnaðarverð að frá
dregnu 10% niðurlagsverði.
Sé fyrningin reiknuð af kaup
eða kostnaðarverði, án þess að
niðurlagsverðið sé dregið frá,
skal reikna með þeim mun
lægri hámarksfyrningu. Sé fyrn
ingin t.d. 20% skv. 28. gr.
reglugerðarinnar, þá er há-
marksfyrning 18% af kaup-
verði, ef 15% skv. 28. gr. reglu
gerðar, þá 13M>% af kaup-
verði o. s. frv. Halda má áfram
að afskrifa þar til eftir standa
10% af kaupverðinu. Eftir-
stöðvarnar skal afskrifa árið,
sem eignin verður ónothæf, þó
að frádregnu því, sem fyrir
hana kynni að fást.
Ef um er að ræða vélar,
verkfæri og áhöld, sem notuð
eru til tekjuöflunar, þá skal
færa fyrninguna bæði til lækk
unar á eign undir eignalið 4 og
til frádráttar tekjum undir frá
dráttarlið 15.
Sé eignin ekki notuð til
tekjuöflunar, þá færist fyrning
in aðeins til lækkunar á eign.
Hafi framteljandi keypt eða
selt vélar, verkfæri og áhöld á
árinu, ber að útfylla D-lið á
bls. 4, eins og þar segir til
um.
5. Bifreið',
Hér skal útfylla eins og eyðu
blaðið segir til um, og færa
kaupverð í kr dáik. Heimilt er
þó að lækka einkabifreið um
13Vá% af kaupverði fyrir árs-
notkun. Leigu- og vörubifreið
ir má fyrna um 18% af kaup-
verði og jeppabifreiðir um
13V2% af kaupverði.
Fyrning kemur aðeins til
lækkunar á eignarlið, en dregst
ekki frá tekjum, nema bifreið
in sé notuð til tekjuöflunar.
Fyrning til gjalda skal færð á
rekstrarreikning bifreiðarinnar.
Sjá nánar um fyrningar í tölu
lið 4, hér á undan.
Hafi framteljandi keypt eða
selt bifreið, ber að útfylla D-
lið á bls. 4 eins og þar segir
til um,
6. Peningar
Hér á aðeins að færa pen-
ingaeign um áramót, en ekki
aðrar eignir, svo sem víxla og
verðbréf.
7. Inneignir.
í A-lið framtals, bls 3, þarf
að sundurliða, eins og þar segir
til um, inneignir í bönkum,
sparisjóðum og innlánsdeildum.
svo og verðbréf, sem skattfrjáls
eru á sama hátt skv. sérstök-
um lögum. Síðan skal færa
samtalstölur skattskyldra inn-
eigna á eignarlið 7.
Undanþegnar framtalsskyldu
og eignarskatti eru ofannefnd-
ar innstæður og verðbréf, að
því leyti sem þær eru umfram
skuldir. Til skulda í þesu sam-
bandi teljast þó ekki fast-
eignaveðlán, tekin til 10 ára
eða lengri tíma og sannanlega
notuð til þess að afla fasteign
anna eða endurbæta þær. Há-
mark slíkra veðskulda er kr.
200,000,- Það sem umfram er,
telst með öðrum skuldum og
skerðist skattfrelsi sparifjár og
verðbréfa, sem því nemur. Á-
kvæðið um fasteignaveðskuldir
nær ekki til félaga, sjóða eða
stofnana,
Víxlar eða verðbréf, þótt
geymt sé í bönkum eða eru
þar til innheimtu, teljast ekki
hér, heldur undir tölulið 9.
8. Hlutabréf.
Rita skal nafn félags í les-
málsdálk og nafnverð bréfa í
kr. dálk ef hlutafé er óskert
en annars með hlutfallslegri
upphæð, miðað við upphaflegt
hlutafé.
Hafi framteljandi keypt eða
selt hlutabréf á árinu, ber að
útfylla D-lið á bls. 4 eins og
þar segir til úm.
9. Verðbréf, útlán, stofnsjóðs-
innstæður o. fl.
Útfylla skal B-lið bls. 3 eins
og eyðublaðið segir til um og
færa samtalstölu á eignarlið 9.
Hafi framteljandi keypt eða
selt verðbréf á árinu, ber að
útfylla D-lið á bls. 4 eins og
þar segir til um.
10. Eignir barna.
Útfylla skal E-lið bls. 4 eins
og eyðublaðjð segir til um og
færa samtalstöluna, að frádregn
um skattfrjálsum innstæðum og
verðbréfum (sbr. tölulið 7), á
eignarlið 10. Ef framteljandi
óskar þess, að eignir barns séu
ekki taldar með sínum eignum.
skal ekki færa eignir barnsins
í eignarlið 10, og geta þess sér
staklega í G-lið bls. 4, að það
sé ósk framteljanda, að barnið
verði sjálfstæður skattgreið-
andi.
£ 16. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ