Alþýðublaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 2
Rússar hreiðra um á Miðjarðarhafinu Kasningar í Finnlandi ★ Þáttaka í iínnsku kjör- nannakosningunum til forsela kjörs var 13% minni nú. cn árið 1962. Drjúgur meirihluti lijörmannanna styður Uhro Kekkonen núverandi forseta svo allt bendir til a3 hann verði endurkjörinn. Jarðskjálftarnir Enn héldu jarðskjálfta- Idppir áfram á vestur-hluta Sikileyjar í gær. Mikil ringul •reið og örvænting ríkir á eynni og hefur nú verið sett í gang alþjóðlegt hjálparstarf til bjargar. * Órói í Japan ir Japanska lögreglan áttt í gær í hörðum árekstrum við vinstri-sinnaða stúdenta, sem -mótmæla vilja heimsókn bandaríska flugvélamóðurskips -fns, Enterprise, til Japan. Vinsældir Wilsons dvína ★ Samkvæmt skoðunarkönn unum í Bretlandi hafa vin- sældir stjórnar Wilsons minnk að við ákvörðunina um hínar víðtæku sparnaðarráðstafanir. Flest brezk blöð Iýstu og í gær vanþóknun sinni á þeim. Títn í Kambódíu ★ Tító, forseti Júgóslavíu, er nú I 5 daga heimsókn í Kambódíu. AHmiklar öryggis- ráðstafanir hafa verlð gerðar * höfuðborginni gagnvart fólki sem vill mótmæla heimsókn- inni. Cott kaup, verri kjör ■ic Verkamenn í Sovétríkjun um hafa nú betra kaup, en nokkru sinni fyrr, segir í ný útkominni skýrslu. Samt sem áður þurfa þeir enn að verja 34 hlutum þess í mat. NeySarástand Keyðarástandi hefur verið Iýst í Guatamala og á það að standa í 30 daga. Hörð átök hafa veríð í landinu undanfar • ið. Nigeríustríöið ★ Ákafir bardagar geisa nú í Nígeríu milli sveita sam- bandsstjórnarinnar og hers Bjafra. Sambandsherinn virð- ist vera að sækja inn í úthverfi borganna Port Harcourt og Onitsha, en það eru stærstu borgirnar, sem Biafra-menn ráða enn, Litvinov sagt upp störðu sinni ★ Pavel Litvinov, sonarsyni Maxms Litvinovs, fyrrverandi utanríkisráðherra Kússa, hefur verið sagt upp dósent-stöðu r.inni við efnafræðistofnun í Moskvu. Litvinov lét mjög til sín taka við gagnrýni í rithöf undaréttarhöldunum í Moskvu -fyrir skömmu, en ástæðan, «em borjn er fyrir uppsögn- inni, er brot á vinnuaga. Hernaðaraðstaða og þar með stjórnmálaaðstaða hefur breytzt mjög í löndunum kringum Mið- jarðarhaf. Sigurvegararnir í 6 daga stríðinu í vor fást nú við ■þá, sem raunverulejja töpuðu stríðinu, Sovétríkin, en þau hafa undanfarið aukið hernað- arleg og stjórnmálaleg áhrif sín á þessu svæði ákaflega. Á þessa leið lýsir Franz Go- edhardt ástandinu í löndunum kringum Miðjarðarhaf, en hann var skipaður til að rannsaka það af Vesturveldunum. Nýj- ustu atburðir, sem orðið hafa þar syðra, svo sem samningavið ræður Levi Eskhols, forsætis- ráðherra ísraels, um vopna- kaup í Bandaríkjunu-m í stað Frakklands, birting toréfaskipta De Gaulles, Frakklandsforseta, og Ben Gurions, fyrrv. forsætis ráðherra, toin tolóðugu vopna- skipti á mörkum ísraels og Jórdans, útþensla stríðsins í Jemen, árás Bourgiba, Túnis- forseta, á Nasser, skyndiheim- sókn Husseins, konungs, til Egyptalands og Saudi-Aratoíu, allt þetta styður þá skoðun, að það séu Bandaríkin og Rússland, sem raunverulega deila við Mið jarðarhaf. Gamall draumur Má'Iið lýstist mjög, þegar hinn rússneski varaforsætisráðherra, Mazurov, var hylltur í Egypta- landi og rússnesk samninga- nefnd kom til Jórdan, samtím is því sem Eskhol, forsætisráð herra, ræddi við Johnson, for seta, á toúgarði hans í Texas. Rússar láta nú gamlan valda draum rætast. B-andaríkin hins vegar hafa martröð yfir flakinu af Nato. Síðustu atburðir, 6 daga stríðið, torottför Breta frá Aden og Möltu, Kýpur-deilan, sem skapað ihefur óleyst deilu- mál milli Natoríkjanna Tyrk- lands og Grikklands, umturnun in í Grikklandi, áframhaldandi lokun Súez-ski({rðarinis, sam- dnáttur Sþánar og Rússlands, undirbúningur að myndun sov- ézkra herstöðva meðfram strönd um Miðjarðarhafs, sýna greini- lega hve mikið hefur gerzt síð- an Rússar snéru ósigri Araba í 6 stríðinu upp í kommún- istískan sigur. Miðjarðarhafið er að verða sovézkt ,,Mare nostrum“. 46 striðsskip Miðjarðarhafsdeild rússneska flotans toefur nú samkvæmt bandarískum heimjldum á að skípa 46 skipum, þ.á.m. toeiti- iskiplun, kafbátum og tundtrr- spillum. Á árunum 1962—'66 tí- földiJRu Rússjir Iflota sinn á Miðjarðarhafi, en síðan hefur hann verið fjórfaldaður. Starf- semi þessa flota er 400% meiri nú, en hún var 1963. Starfsemi kafbáta einna hefur á sama tíma aukizt um 2000%. Hinn bandaríski Miðjarðar- hafsfloti, sem er sjálfstæð deild óháð (Nato, hefur enn á að skipa 50 stríðsskipum. Hann er sterk ari en rússneski flotinn og toyggist það fyrst og fremst á hinum tveim flugvélamóðurskip um (Rússar hafa engin) og einn- ig fjölda sjóliða. í þessum toandaríska flota eru m.a. toeiti skip og kafbátar búnir eldflaug um fullkomin forðaskip, sem gera flotanum kleift að vera langtímum saman án þess að leita til hafnar. Valdahlutfallið Floti Nato á Miðjarðarhafi er, jafnvel þótt franski flotinn sé undanþeginn, mun sterkari en sá rússneski. Meira að segja ítalski flotinn er honum öfl- ugri, þegar ekki er tekið tillit til skorts hans á atómvopnum. En þessi munur getur minnk- að og breytzt og sterkar líkur toenda til að svo muni fara, ef Rússar styrkja flota sinn með flugmóðursklpum og tryggja sér nauðsynlega aðstöðu. Talið er að nú sé um það bil að ljúka smíði eins eða tveggja flugvéla móðurskipa í Rússlandi. Rússar eru líka óðum að koma undir sig fótum í Sýrlandi, Alsír og Egyptalandi. Rússneskir og ara toískir diplómatar kalla það ekki herstöðvar, sem verið er að koma upp í þessum lönd- um, en í raun og veru er það ekkert annað. Það er ekki lengur talað um kurteisisheimsókn, þegar rúss- nesk skip dvelja langtímum í höfn Alexandríu. í>að er held- ur ekki lengur kallað vinskap arkveðjur, þegar rússneskar sprengjuþotur sveima yfir Hgyptalandi. Þá er rætt um reglulegar flugæfingar, sem gera eigi rússneska flugmenn færa um að fljúga án hiks á hvaða stað sem er á öllu Miðjarðar- hafi. Bandaríkjamenn hafa lengi liaft áhyggjur af þróun mála við Miðjarðarhafið. Fyrir nokkr Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi sem Félag ís- lenzkra vegfarenda hélt s.I. sunnudag': „Almennur fundur Félags ís- lenzkra Vegfarenda, haldinn í R vík sunnudaginn 14. janúar 1968, ! fagnar framkomnu frumvarpi á ! alþingi til laga um frestun í eitt j ár á breytingu á umferð frá vinst ri til hægri sem fyrirhuguð er að komi til framkvæmda á næsta vori. Aðstoðarforsætisráðherra Sovét- ríkjanna, Mazurov, við hátíðlegt tæk'ifæri í Egyptalandi fyrir skömmu. um mánuðum sendu þeir leyni- lega sérstakan fulltrúa á fund í aðalstöðvum Nato til að ræða þau mál. Fulltrúi þessi var Juli us Holmes, sem telst mjög kunn ur stjórnmálaþróuninni á þessu svæði. Hvernig skýrsla Holmes eftir ferðina hljóðar, veit eng- inn enn, en ekki er að efa að hún mun mjög móta aðgerðir toandarísku stjórnarinnar í fram tíðinni. í> ' Mers-el-Kebir 6 daga stríðið, þar sem Rúss ar í fyrstu trúðu áróðri Nass- ers, en síðan tók ráð toans í hendi sína, ýtti snjög undir þá þróun mála, sem þá þegar var hafin, Framsókn Rússa varð enn greinilegri, þegar de Gaulle sleit hernaðarsamstarfinu við Nato og aðgerðir af hálftt Frakka, sem búizt er við i næsta mánuði, verða sennilega enn áhrifameiri. Þá ætla Frakk ar að yfirgefa Mers-el-Kebir her stöðina í Alsír, þrátt fyrir að samningar kveði svo á, að það verði okki fyrr en 1975. Franska stjórnin ætlar að halda flugstöð inni Bou-Sfer, en hefur nú þeg Framhald á bls. 11. Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja íþetta frumvarp og láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um livort hin fyrirhug- aða toreyting skuli gerð. Fundurinn vekur sérstaka at- hygli alþingismanna á hinum gíf urlega kostnaði sem toreytingin hefur í för með sér og þeirri miklu ófyrirsjáanlegu slysahættu lásamt margskonar tjóni sem af toreytingunni kann að leiða.“ MARE NOSTRUM. ^ 18. janúar 19§8 — ALÞtÐUBLAÐlÐ Félag vegfarenda vill fresta H-degi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.