Alþýðublaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 3
Flensan örugg- lega komin hér Fullvíst þykir! nú að Asíuin- flúensan sé komin til landsins. Hafa nokkrir Reykvikingrar tekið veikina. en erfitt er að segja um, að svo stöddu, hversu útbreidd hún er. Aðstöðarborgarlæknir, tjáði blaðinu í gær, að enn væri ekki Ihægt að nefna innflúensuna far aldur. Þá sagði hann að þau til felli er vitað væri um, væru frem Það var vor ÞAÐ VAR VOR nefnist ljóða- bók eftír Guðbjart Ólafsson, sem nú er nýkomin út. Höfundur bók arinnar var sonur hjónanna Dóru Guðbjartsdóttur og Ólafs Jó- hannessonar prófessors, en hann lézt snemma á síðasta ári 91 ára að aldri. í bókinni er 28 ljóð auk þess nokkrar myndir eftir Guðbjart. Andrés Kristjánsson ritstjór'i ritar formálsorð að bók- inni, en hún er prentuð í Prent smiðjunni Eddu h.f. og gefin út af bókaútgáfunni Von. Auglýs- Ingastofa Gísla B. Björnsson lief- ur annast ytri gerð bókarinnar sem er hið snyrtilegasta. ur væg. Inflúensan lýisr sér með höfuðverkjum, beinverkjum og hita, sem væri allhár fyrstu daganaí, en lækkaði fljótt. In- flúensunni fylgir í mörgum til- fellum kvef. Aðstoðarborgarlækn ir sagði að á Bretlandi væri al- gengast að læknar gæfu Asperín við inflúensunni, en hér væri Magnyl algengast. Éldur í bíla- verksíæði Um kl. 12.15 í gærdag var slökkvilið Hvolsvallar kvatt að Rauðalæk í Holtahreppi, en þar hafði komið upp eldur í bílaverk stæði Kaupfélags Árnesinga. Slökkviliðið var um eina klukku stund að ráða niðurlögum elds- ins, og varð mikið tjón á húsinu. Þá urðu miklar skemmdir á verk færum verkstæðisins og einnig á varahlutalager. Eldsupptök voru ókunn í gær, en líkur benda til þess að hér hafi verið um sjálfs íkveikju að ræða og ekki er vit að um að neinn hafi verið nálægt er eldurinn kom upp. Eldur í þak- KL. 16.15 í gærdag var slökkvi- liðinu í Reykjavík tilkynnt, að eldur hefði kviknað í húsinu Hverfisgata 104. Er það kom á staðinn kom í ljós, að eldur log aði í herbergi í risi hússins, en herbergið var notað sem geymsla. Greiðlega gekk að kom agt að eldinum, en ásamt því að Framhald a 10. síðu. Per Olof Sundman sem í gær hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs er maður á miðjum aldri, fæddur 1022 í Vaxholm þar sem hann býr enn í dag. Sundman byrjaði seint að skrifa, fyrsta bók hans Jagarna, Veiðimennirnir, kom út 1957, en vakti þeim mun meiri athygli þegar með þess- ari fyrstu bók. Hefur hann áður verlð orðaður við verð- laun Norðurlandaráðs og enn- fremur við hin alþjóðlegu lror- mentorbókmenntaverðlaun. Áð ur en ritstörf hans hófust lagði Per Olof Sundman á marga hluti gjörva hönd, meðal ann- ars rak hann um skeið Iiótel í Jormliennorður á Jamtalandi Þar norður frá' gerast fyrstu sögur hans, Jiigarna sem áður var nefnd, stuttar sögur, og skáldsagan Undersökningen, Rannsóknin, 1958, sem greinir frá rannsókn á ferli drykkju- sjúklings í litlu þorpi, sem ná- granna hans, formanni áfeng- isvarnarnefndar í þorpinu er falið að gera. Sundman skrifar mjög auðkennilegan stíl, hiut- lægan, nákvæmnislegan, leitast við að lýsa því og því einu sem „aliir“ gætu séð og heyrt og reynt í sporum sögumanns, forðast hverskonar ,,sálfræði“; þetta er listbragð sem strangt tekið á ætt sína að rekja til íslendingasagna, en ekki er vit- að hvort Sundman er kunnugur þeim. Það er því ofur-eðiilegt að hann hefur í seinni tíð tek- ið að semja skáldsögur eftir raunverulegum atburðum. Mikla athygli vakti skáld- saga hans Expeditionen, Leið- angurinn sem kom út 1962, byggð á leiðangri Stanleys landkönnuðar til bjargar Emin Pasja innan úr miðri Afríku Stanleys og Livingstone árið 1887. Um nýjustu sögu Sund réesmans, verðlaunabókina Ingenjör Andrées luftfard, hefur verið sagt að þar komi fram öll efnisatriði heimild- anna og sé rétt með farið með þau öll, — en sagan er Þar fyrir ekki „sönn saga“ heldur mikilsháttar skáldskapur. Salomon Augustus Antírée verkfræðingur lagði upp í flug- ferð sína frá Svalbarða sum- arið 1897 árið eftir að lauk leiðangri Friðþjófs Nansens til Norðurheimskautsins, en hug- mynd Andrées var að fljógja í loftbelg yfir pólinn. Nansen sneri heim sigurvegari úr frækilegri ferð, heimskunnur maður; og bar fundi þcssara ólíku landkönnuða saman í Tromsö norður í Noregi við heimkomu Nansens; Andrée hafði þá orðið að hætta -við sína fyrstu tilraun til ferðar- innar yfir pólinn. Hún var end- urtekin ári síðar eftir vandleg- an undirbúning. Þá steig And- rée .loks upp í loftbelg sínum frá' Svalbarða við þriðja maanr og hvarf eins og loftið hefði gleypt hann. Það var ekki fyrr en árið 1930 að líkamsléifar þeirra félaga fundust í síðfista náttstað þeirra, ásamt dagbók- um sem tveir þeirra höfðu hald ið um ferðina, aðalheimildum Sundmans í sögunni, og þar með endanleg vitneskja um ör- lög þeirra. Flugferðin í loft- belgnum hafði staðið liálfan þriðja sólarhring og mistekizt með öllu að hafa stjórn á bon- um, en ætlunin var að láta suðlæga vinda fleyta honum 5’fir pólinn; ferðinni lauk í staðinn einhvers staðar í auðn um íshafsins þar sem lofcbelg- urinn strandaði endanlega, en þeir félagar björguðust ailir heilir á húfi. Þaðan hófst. enda- laus ganga þeirra í átt til lands yfir ísinn sem virtist stöðugt reka á móti þeim—henni lauk sem sagt ekki fyrr en 1930. Sagan er lögð í munn Knut Frænkel verkfræðingi sem slóst í för með Andrée eftir fyrstu tilraun hans, en hann var sá leiðangursmanna sem lifði lengst; báðir hinir Vil- helm Strindberg og Andrée sjálfur héldu dagbækur í auðn- inni, en Frænkei gerði það ekki. Per Olof Sundman kynntist Framhald á 10. síðu Bridgespclarar Spilum í Ingólfskaffi n.k. laugardag, 20 janúar, kl. 2 eftir hádegi. Stjórnandi: Guðmundur Kr. Sigurðsson. Gengið inn frá Ingólfsstræti. Aliir velkomnir. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Spilakvöld í Hafnarfirði. Hin vinsælu spilakvöld Alþýðufiokksins í Hafnarfirði hefjast að nýju n.k. í kvöld ki. 8,30 stundvíslega í Alþýðuhúsinu. Spiluð verður félagsvist. Ávarp kvöldsins flytur Emil Jónsson utanríkisráðherra. Sýndar verða lit- skuggamyndir og kaffiveitingar fram bornar. Stjórnandi spilakvöldanna er Gunnar Bjarnason. Þetta er fyrsta spilakvöldið á þessu nýbyrjaða ári. Aðsókn að spila- kvöldum þessum, hefir á undanförnum árum verið mjög mikil, og jafn an spilað fyrir fullu húsi á tveimur hæðum. Það er ekki að efa, að enn sem fyrr munu Hafnfirðingar og aðrir fjölmenna á spilakvöldin í Alþýðuhúsinu í vetur. Sætamiðapantanir eru afgreiddar f síma 50499. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Á FUNDI Sjómannafélags Hafiv arfjarðar 15. 1. 1968 um fisk- verðið og kjaramálin. voru samþykktar eftirfarandi tillög- ur: A. Félagsfundur í Sjómannafé- lagi Hafnarfjarðar 15. 1, 1968 mótmælir því valdi, sem odda- maður verðlagsráðs sjávarútvegs ins hefur teklð. sér með því að úrskurða fiskverð einsamall. Fundurinn mótmælir einnig því að nú skuli raunverulega vera tekið upp tvöfalt fiskverð og hlutaskiptunum þar með breytt sjómönnum í óhag. B. Fundurinn skorar á Alþingi að breyta úrskurði oddamanns verðlagsráðs sjávarútvegsins þannig, að fjárupphæð- sú er út- gerðarmönnum er ætluð sérstak- lega, verði af þeim tekin og reikn uð inn ■ í fiskverð, sem þá yrði hækkað um 20% frá því sem það var & síðastliðnu ári, bæði til sjómanna og útgerðarmanna, eins og fulltrúi sjómanna í yfir nefnd verðlagsráðsins lagði til. C. Félagsfundur í Sjómannafé- lagi Hafnarfjarðar heimilar trún aðarmannaráði að boða vinnu- stöðvun á bátunum í samvinnu við önnur sjómannaféiög ef þörf er á, til að ná fram kröfum sjó manna um kjaramálin. Á fundinum var samninga- nefnd sjómanna hvött til áð leggja aðaiáherzlu á kröfurnar um 1500 kr. upp í fæði, lagfæt- jngu á skiptakjörum á trollbát- um og aukna slysa og dánartrygg ingu. AFBROTIFÆREYJUM Kaupitrannahöfn 1. 7. (ntb). Lögreglustjórinn í Færeyj- tnn- liefup birt skýrslu sína um afbrot eyjarskeggja árið 1967. Eitt manndráp er talið fram í skýrslunni og. er það í fyrsta sinn i 100 ár, sem slík- ur atburður gerist í Færeyj- um. Var þar átt við morð ungs pilts á fyrrverandi kær- ustu sinni norskri, en hann skaut hana í fyrra mcð fugla,- byssu. Samtals voru framin 289 af brot árið 1967 og er það nokk ur fjölgun frá í fyrra ír skýrslunni eru taldir upp> 84 þjófnaðir, 36 nauðganir og g annars konar kynferðbafbrot, svo dæmi séu nefnd. Færey,4- ingar eru nú rúm 32000 t;ils- ins. 18/ janúar; 1968 - AltfÐUBUtfHE>. 3f >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.