Alþýðublaðið - 18.01.1968, Qupperneq 4
mgmM)
Bitstjóri: Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýslngasfmi: 14908
— ACsetur: Aiþýöuhúsið við Hverfisgötu, Beykjavík. — Prentsmlðja Alþýðu*
Maðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasöiu kr. 7,00 eintaklð.
— Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Bretar draga
saman
HAROLD WILSON, forsætisráð-
herra Breta, hefur enn tilkynnt
ráðstafanir, sem munu ekki að-
eins breyta stöðu Bretlands, held
ur og gangi heimsmála. Innan
þriggja ára ætla Bretar að draga
herstyrk sinn heim frá öllum her
stöðvum. nema við Miðjarðar-
haf, og væntanlega heldur ekki
frá Hong Kong. Þá hætta þeir
við kaup á amerískum F-lll her-
flugvélum, sem ákveðin höfðu
verið. Við þetta eiga að sparast
um 1.000 milljónir sterlings-
punda og verður þá f járhagur rík
isins sterkari og sterlingspundið
um leið tryggara en áður.
Það er gamalt kerfi, að stór-
veldi hvers tímabils komi sér
upp stöðvum víða um heim og
gerist eins konar lögreglumenn.
í dag eru það Bandaríkin og Sov-
étríkin, sem gegna þessu hlut-
verki, og er hinn rússneski floti,
sem nýlega var komið fyrir á Mið
jarðarh., síðasta dæmið um þetta.
í þá tíð, er sólin settist aldrei í
brezka heimsveldinu, komu Bret
ar sér upp stöðvum víða um
lönd. Augljóst er, að hinar miklu
nýlendur þeirra hafa greitt kostn
aðinn við þessa starfsemi. Nú
eru nýlendurnar frjálsar og að-
eins eftir nokkrar einangraðar
herstöðvar sem Bretar verða að
kosta sjálfir — en geta nú ekki
lengur.
Sérstaklega hafa Bretar haft
víðtæk áhrif til friðar við Persa-
flóa, á Indlandshafi og í Malasíu.
Er talið, að þeir hafi á liðnum ár-
um hindrað bæði ófrið og land-
vinninga á þessum svæðum. Skal
engu um það spáð, hvað nú tekur
við, meðan þörf virðist vera fyr
ir einhvers konar herstyrk til að
vernda friðinn á þessum svæð-
um.
Athyglisvert er, að sumir stað
ir eru svo háðir hinu brezka her-
liði efnahagslega, að þeir horfa
með skelfingu fram á brottför
þess. Svo er til dæmis um Singa-
pore, Möltu og Gíbraltar. Verður
án efa að gera sérstakar ráðstaf
anir til að rétta við efnahag þess
ara staða þegar setuliðsþjónust-
an minnkar, eins og nú eru horf
ur á, þótt ekki sé ætlun Wilsons
að hverfa frá Möltu og Gíbraltar
enn.
Atvinnuleysi
FYRSTA MÁLIÐ, sem rætt
var á Alþingi, er það kom saman,
var atvinnuleysi. Voru ræðu-
menn stjórnarandstöðu og ríkis-
stjómar sammála um, að einskis
mætti láta ófreistað til þess að
hindra atvinnuleysi, enda væri
það versta böl, sem fyrir nokkra
fjölskyldu gæti komið. Er sjálf-
sagt að nota nú á allan hugsan-
legan hátt þann mikla atvinnu-
leysistryggingarsjóð6, sem verka-
lýðsfélögin eiga.
Verkamannafélagið HLÍF,
Hafnarfirði
Tillögur uppstillinganefndar og trúnaðarráðs félagsins um
stjórn og aðra trúnaðarmenn V.m.f. Hlífar árið 1968, liggja
frammi í skrifstofu Vmf. Hlífar, Vestugötu 10.
Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 2 e.h. sunnudag-
inn 28. jan. 1968, og er þá framboðsfrestur útrunninn,
Kjörstjórn V.M.F. Hlífar
Réttingar
Ryðbæting
BKasprautun.
Tímavinna. — Ákvæðisvinna.
Btlaverkstæðið
VESTURÁS HF.
Ármúla 7. — Sími 35740.
Frá Gluggaþjónustunni
Tvöfalt einangrunargler, allar þykktir af rúöugleri,
sjáum um ísetningar, leggjum mósaik og flísar og margt
fleira.
GLUGGA!»JÓNUSTAN,
Hátúni 27. — Simi 12880.
Hafnarfjörður ★ Hafnarfjörður
Spilakvöld
Alþýðuflokksfélaganna verður í Alþýðuhús-
inu í Hafnarfirði í kvöld, fimmtudaginn 18.
janúar og hefst kl. 8,30 stundvíslega.
★
★
★
★
★
Félagsvist.
Ávarp: Emil Jónsson utanríkisráðherra
flytur.
Kaffiveitingar.
Skemmtiatriði.
Verðlaunaafhending.
Fjölmennið á hin vinsælu spilakvöld Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði.
Sætamiðapantanir í síma 50499.
Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir.
SPILANEFNDIN.
4 18. janúar 1968,. — ALÞÝÐUBLAÐID
VIÐ I
MÓT ■
MÆLUM
1»AÐ er mikið talað um hag-
ræðingu ogr áæUunargerð nú á
dögum, Rikisstðórnin gerir
framkvæmdaáætlanir sem að
vísu ná aðeins til hennar eigin
verka, en ekki til sveitarfélaga
eða einstakllnga. Með þessum
áætlunmn er rikið í raun og
veru að ákveða, í hvaða röð
skuli takast á við þann mjkla
fjölda verkefna, sem óunnin
eru.
★
í þessu sambandi hefur mér
oft orðið liugsað til hinnar
miklu tollstöðvarbyggingar,
sem er að rísa á hafnarbakkan-
um í Reykjavík. I»etta er feikna
mikið hús og myndarlegt, og er
útilokað með öllu að tollurinn
og tollstjóraskrifstofurnar þurfi
á því öllu að halda. Verður því
að flytja þangað eitthvað fleira,
sem vafalaust verður á snæruin
ríkisins.
★
Ekki er út af fyrir sig á-
stæða tii að harma, þótt eitt-
hvað af ríkisskrifstofum flytji
úr leiguhúsnæði einstaklinga I
opinberar byggingar. En spyrja
má: Af hverju var þessi vold-
uga tollstöð látin ganga fyrir
öðrum opinberum byggingum i
borginni? Hvar var tekin á-
kvörðun um það? Stendur rík-
isstjórnin öll einhuga að þessu
máli?
★
Þessum spurnlngum er varp
að fram, af því að mikil undir
búningsvinna hefur farið fram
fyrir hyggingu stjórnarráshúss,
og það á að standa á þeim stað,
að það eykur reisn miðborgar
innar mlklu meira en tollstöðin.
Hins vegar er augljóst, að bygg
ing tollstöðvarinnar tefur bygg
ingu stjórnarráðshússins um
mörg ár.
★
Einhvern veglnn virðist áætl
unargerðin ekki vera í föstum
skorðum og meira vera gert á
tilviljanakenndan hátt en sam-
kvæmt skipulegum áætlunuin.
Það er mijög þröngt um ráðu
ncytin og aðbúnaður þeirra
víða ekki góður, enda þótt þau
séu flest litlar stofnanir með
flárafáu stárfsfólkí. Við bygg^
ingu stjómarráðshúss við Lækj
argötu, sem hefði bætt mjög
útlit Miðborgarinnar, hefði
losnað húsnæði í Arnarhvoli og
tollstjóraskrifstofurnar, það
volduga innheimtuapparat, hefði
getað fengið íneira húsrvmi.
Hvað snertir farþegaafgreiðslu
við höfnina er hæpið, að bún
geti öll verið £ krikanum, þar
sem nýja stórhýsið er. Nú eru
notuð mikið svo stór skemmti-
ferðaskip, að þau geta ekki öll
lagzt þar að bakka.
Framhaiú á 11. síðu. !