Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 1
Sunnudapr 21. janúar 1968 — 49. árg. 16. tbl. — Ver5 kr. 7 Óstaðfestur orb- rómur um hand- töku annars manns Rannsóknarlögreglan leitaði í gœr og fyrradag að ungum manni, Agnari Agnarssyni frá ísafirði, en hann er talinn geta gefið mikilvægar upplýsingar varðandi rannsóknina á morði Gunnars S. Tryggva- sonar leigubílstjóra aðfaranótt fimmtudagsins. Agn- ar hafði ekki komið í leitirnar, þegar blaðið vissi síð- ast til í gær. Er talið, að Agnar kunni að hafa verið farþegi með Gunnari heitnum, nóttina, sem hann var myrtur. Sá orðrómur var á kreiki í gærmorgun, að lögreglan hefði handtekig mann og sett í gæzluvarð- liald í sambandi við rannsókn morðmálsins, en ekki fékkst staðfesting á því hjá lögreglunni í gær. Þegar fréttamaður hitti Ing- ólf Þorsteinsson yfirlögreglu- þjón, sem stjórnar rannsókn morðmálsins, var hann spurð- ur, hvort einhver fótur væri fyrir þeim orðrómi, að maður hefði verið handtekinn og úr- skurðaður í gæzluvarðhald. — Sagðist Ingólfur hvorki geta játað né neitað því, að maður hafi verið settur í gæzluvarð- hald. Hins vegar væri verið að leita ákveðins vitnis, ungum manni, 28 ára gömlum, að nafni Agnar Agnarsson. Rannsóknar- ^ "x- 'í- '. í'S-v + wH- Ingólfur Þorst cinsson yfirlögregluþjónn stjórnar rannsókn málsins, Agnar Agnarsson, þýðingarmikið vitni, sem ekki he fur fundizt, lögreglan hafi beðið Reykja- víkurlögregluna um aðstoð í leit að manninum. Orðromur væri um, að hann hafi gert til- raunir til að selja leigubílstjór- um smyglaðar, sænskar sígar- ettur, „John Silver” fyrir fá- einum dögum. Sígarettustubb- ur, einmitt af þessari gerð, var eitt af því fáa, sem fannst í anumbifreið Gumiars. Mynd af Agnari var hengd upp á öllum bifrejðastöðvum í borginni í fyrradajg, en Ingólf- ur segir, að myndin hafi ekki verið sett upp samkværrrt ósk- um rannsóknarlögreglunnar og hefði hann ekki haft hugmynd um, að það hefði verið gert, fyrr en löngu eftir að myndin hafði verið sett upp. Rann- sóknarlögreglan hafi aðeins sent mynd af manninum til Reykjavíkurlögreglunnar sem vitnisauglýsingu. Ingólfur kvað þann hluta rannsóknarinnar, sem beindist að sígarettustubbnum aðeins vera einn anga í heildarrnnn- sókninni, enn gætl hann hvorki talið neinn sekan um verknað- inn, né heldur sýknað. Enn væri að koma fólk með marg- víslegar upplýsingar, en þó að þær kæmu ekki allar að miklu gagni við rannsókn málsins, væri hann og rannsóknarlög- reglan þakklát fyrir þann vilja og þegnskap, sem fólk sýndi. Ingólfur var spurður, hvort hann teldi, að hringurinn væri farinn að þrengjast í rannsókn- inni. Sagðist hann ekki þora að segja neitt um það að svo stöddu, enda væru margir þætt- ir málsins, sem enn væru ekki kannaðlr nema til hálfs. Rann- sóknin héldi áfram á víðtækum grundvelli. Til þessa virðist mega marka að talið sé, að morðinginn liafi verið einn að verki. Viðvikj- andi þessu sagði Ingólfur, að sér þætti trúlegra, að einn maður hefðl framið morðiö en ekki fleiri. Ekkert fréttnæmt fcefur gérzt síðan á föstudagskvö d í rann- sóknarlögreglan ek\i viljað gæti einhverju ljós á þann hryllilega glæp, sem framinn var inni við Sundl ugar að- faranótt fimmtudag ins. En eins og áður segir h( fur rann- fesóknarlögreglan el ki vitjað staðfesta þann orðrón, sem á kreiki Var í gær þ ss efnis, að maður hafi verif settur 1 gæzluvarðhald í g£ rmorgun, Þykir trúlegt að það kunni að vera maðurinn, s< m seldi morðingjanum byssui a, vopnið, sem morðið var framið með. Flokksst jór na rf u nd u r Flokksstjómarfundur Alþýðuflokksins verður haldinn dagana 27. — 28. jan. n.k. í Slysavarnarfélagshúsinu við Grandígard i Reykjavík, og hefst kl. 14,00 >err flokksstjórnarmenn sem ekki sjá sér fært að sækja fund- inn eru beðnir að tilkynna það hið allra fyrta. Fframkvæmdastjórn Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.