Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 12
Að gefnu filefni Við ortum áður fyrri og yfirburðasnjallt, við kváðum fyrir kónga og kóngarnir skitdu allt. 3Ég sá í blaði að brunaverðir og Ijósmæður ætla að haida sameig- inlega árshátíð á næstunni. Eins og nafnið bendir til eru þetta skyldar stéttir, en Þó að nokkru andstæðar, og trúlega er tilgangurinn mcð bessu sá að þær haldi hvor annarri í skefjum. Það færi nefnilega ekkj vel, ef bruna- verðir, sem eiga jú að korna í veg fyrir bruna, tækju upp á því að hindra allan bruna, líka þann sem útvegar Ijóðmæðrunum at- vinnu. En nú er ötdin önnur og allt í veröld breytt, við yrkjum að vísu ennþá, en enginn skilur neitt. Og vegna þess er vonlaust að verða frægur hér. Ég söðh yfir á sænsku, svo sjáum við hvernig fer. Kjaftasögurnar hafa vcrið svo margar síðustu dagana, að ég hef ekki lengur undan að taka við þeim og koma þeim frá mér aft ur. Mér finnst að það mætli dreifa þessu svolítið betur. . VEIZLUMATUR við öll tækifæri Kalt borð Heitur matur Sérréttir Getum einnig útvegað gott og vistlegt húsnæði fyr- ir samkvæmi og fundi í Reykjavík. Matarbúðin h.f. Austurgötu 47, Hafnarfirði Sími 51186, heimasími 36225. Vor daglegi BAK-stur NÝYRÐI VIÐ LIFUM á breytingatímum. Þessi orð hafa verið sögð svo oft við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, að maður blygð- ast sín hálfvegís fyrir að setja þau á pappír. En auðvitað eru þetta sannyrði, þótt þau hafi hlotið þau örlög margra ágætra orða, að vera ofnotuð. Allt í kringum okkur er á hverfanda hveli, og margt sem þótti góð latína í gær er það ekki endilega í dag. Eitt af þvf sem stöðugt er að breytast er móðurmállð okk- ar, og við tökum okkur ýmislegt í munn nú á dögum, sem ekki hefði þótt sæmandi að segja fyrr á öldum. En fyrri tíma menn beittu líka ýmsu fyrir sig í tali, sem engum dytti i hug að segja núna og meira að segja er vafasamt að aðrir skildu en. fáeinir sérvitringar, ef einhver tæki upp á því að temja sér slíkt málfar. Málþróunin styður því fremur en hitt þá almennu reglu, sem sett var fram hér að framan, og sú ís- lenzka sem þótti góð latína í gær þarf þess vegna alls ekki að vera það í dag. Hins vegar er ekki alltaf hlaupið að því að skýra allar þær breytingar, sem tungan verður fyrir. Það er til dæmis ekki hlaupið að því í fljótu bragði að átta sig á því, hvers vegna verið er að gcra tilraun til þess að fá fólk til að nota málfræðileg fræðiheiti um tækniaðferð, sem þar að auki hefur borið gott og gilt nafn um árabil. Er þetta kannski tákn þess að málfræðin sé farin að skipa hærri sess hjá þjóðinni en hún hefur áður gert, eða er þetta gert til þess að reyna að fá málfræðingana góða í sárabætur fyrir það að orð þeirra falla alltof gjarnan í grýttan jarðveg? Það orð sem hér er átt við, er auðvitað orðið h 1 j ó ð - v a r p , sem sumir eru teknir upp á í seinni tíð nota í slað- inn fyrir orðið útvarp, sem þó hefur dugað okkur hingað til. Svo virðist sem tilkoma sjónvarpsins hafi hleypt þessu nýja heiti af stað, og má vel vera að ástæðan hafi verið sú að út- varpsmennirnir hafi óttazt að útvarpið stæði halloka í sam- keppnj við bróður sinn, og því rokið til og breytt nafninu, alveg eins og þegar blöð fá sér nýjan haus eða taka upp nýtt umbrot til þess að vekja á sér nýja athygli. Þessu er aðeins varpað fram hér sem tilgátu, sem hugsanlegu svari við þeirri áleitnu spurringu, h'ærs vegna þessi tilraun til nafnbreyting- ar hefur verið gerð. En livað sem að baki þessarar nýnefningar á útvarpinu kann að búa, þá er þarna farið inn á braut, sem býður upp á ýmsa möguleika til aukinnar fjölbreytni í nafngiftum. Til dæm- is yrði alveg sjálfsagt að nota málfræðiheitið k 1 o f n i n g í staðinn fjTir orðið sjónvarp, svo að aðeins eitt dæmi sé tekið. Með nægilega mikilli hugkvæmni mætti sjálfsagt fá lientug málfræðiheiti yfir ýmsar merkar stofnanir í bjóðfé- laginu, og nýyrðasmiðum okkar, sem eru bæði marglr og snjallir, er þess vegna ráðlagt að fara að leggja höfuðin í bleyti og finna upp heppileg málfræðiheiti á opinberar stofn- anir og annað sem máli skiptir í þjóðfólaginu. Það er greini- lega í samræmi við aldarandann að málþróunin taki stefnu í þessa átt. Mætti t. d. ekki með lagrii nota málfræðilýsingar- orðjð afturbeygt um Þjóminjasafnið? . J árngrí mur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.