Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 5
TONLIST BEZTU PLÖTUR ÁRIÐ1967 ÞÓTT mörgum finnist ef til vill nóg komið af upptalningu á hljómplötum, sem „einhverj- um” finnst góðar, hef ég samt orðið þess var, að margir taka henni með þökkum og segja sem svo, að svona umsagnir séu það eina, sem menn geta stuðzt' við í kaupum sínum á plötum fyrir utan álit kunningja sinna, sem eiga góðar plötur. Því skulu enn teknir til meðferðar riómar þriggja enskra gagnrýnenda. Robert Layton hælir mjög heildarútgáfu á mörzum og dönsum Mozarts, sem Decca gef- ur út og fagnar samningi sir Adrian Boults við HMV, en fyrsta platan, sem hann velur, er hinn góðkunni fiðlukonsert. Beethovens leikinn af Grumi- aux, og Nýju fílharmoníuhljóm- sveitinni undir stjórn Galliera, Philips gefur út. Þessi dýrlega plata, segir hann, ásamt konsert- um Mozarts í A-dúr og d-moll, sem Daniel Barenboim leikur og stj. Ensku kammerhljóm- sveitinni, eru beztu konsertplötur ársins. Sú síðari er frá HMV. Af beztu sígildu symfóníum vel- ur hann Deccaplötuna, fjórða symfónía Beethovens undir stjórn Isserstedts, VPO leikur. Henni mun helzt vera að jafna við 78 snúningaplötuna með Weingartner síðan fyrir stríð, en hún er af mörgum talin jafn- bezta útgáfan af þessu verki. Þá nefnir hann þrjár plötur frá Decca með Ashkenazy, Mozart- konsertana í C-dúr og Es-dúr á- samt Kertesz og LSO, 2. pianó- konsert Brahms og plötu með tveimur sónötum Schuberts, í A-dúr og a-moll, sem hann tel- ur meðal ailrabeztu Schuberts plötum aldarinnar hvað þá þcssa árs. Önnur Schubertsplata er vissulega athyglisverð, þati er Dauðinn og stúlkan leikin af ílalska kvartettinum, útg. er Philips, leikurinn og upptakan er frábær. Sjötta platan er með íiðlukonserti og víólukonserti eftir Bartok op. posth., sem Ti- bor Serly fullgerði, Ieiknir af Menuhin og NPO undir stjórn Dorati, HMV. Til viðbótar sín- um skammti lýkur Layton vali sínu með einni aukaplötu frá Philips, sem hann segist hafa leikið oftar en nokkra aðra á síðastliðnu ári, en það er Eynsk forár eftir danska tónskáldið Carl Nielsen, sem fiestir íslend- ingar eru áreiðanlega alltof ó- kunnir sem tónskáldið. Stephen Plaistow ber, cins og flestir aðrir gagnrýnendurnir mikið lof á Barenboim, leik hans og stjórn á Mozartkonsert- unum og minnist að auki á Geza Anda, sem leikur og sí.jóm- ar konsertum Mozarts í Es-dúr og c-moll K449 og K491, hljóm- sveitin Camerata Academia í Salzburg leikur, útg. DGG. Hon- um finnst þó Barenboim leika fullhratt í lokin í báðum sín- um konsertum, en tréblásturs- hljóðfærin hjá Anda skorta nokkuð á fullkomnun, en í c- moll-verkinu takist Anda vel upp og segir, að hann leiki eins og sá sem valdið hefur, en þó af tilfinningu. Þá velur har.n Moz- artskonsertana með Ashkenazy og Schubertsónöturnar með sama og það getur sá sem þetta ritar borið, að ekki hafa aðrar plötur snúizt á fóni hans á síð- asta ári en einmitt þessar tvær plötur. iHPPÍl fí: • ■ ~ Frá v'instri píanóleikarinn Fou Ts'ongr ásamt eiginkonu sinni, Zam- iru, sem er dótf'ir Menuhins, og lengst til hægri er Daniel Baren-; boim. Þá nefnir hann harpsikord- plötu með verkum eftir Bach m. a. Das wohltemperirte Klavier, prelúdíur og fúgur, Ralph Kirk- patrick leikur. Þetta eru þrj.'r plötur útg. er DGG. Síðasta plat- an er írá RCA Victor, Arthur gamli Rubinstein leikur alla marzúrka Chopins, þrjár plötur. Alec Robertson telur sínar útvöldu í aldursröð liöfundanna og byrjar á Árstíðunum eftir Haydn í útg. DGG. Söngvarar eru hin óviðjafnanlega Gundula Janowitz, Schrirer, Talvela og Vínar Singverein ásamt Vínar- symfóníuhljómsveitinni, stjórn- andi er Karl Böhm. Um þessa plötu segir hann, að hún sé æ til yndis, tóngæðin eru svo mik- il að túlkunin nýtur sín full- komlega. Þá kemur plata með hinni mikilhæfu söngkonu Christu Ludwig, þar sem hún syngur Schuberts Lieder og nýt- ur aðdáunarverðrar aðstoðar Geoffrey Parsons við píanóund- irleikinn, sem er í lögum Schu- berts Iangtum meira en undir- leikur, heldur er hann miklu fremur önnur rödd eða annað hlutverk á móti einsöngvaran- um. Þarna er um að ræða vel- þekkt lög, svo sem Ave María Vegna mistaka fell niður mikill hluti þessara tónlistargreinar í blað- inu í gær, og birtist hún því hér aftur í heilu lagi. og Litanei sungin af trúaranöa, Ganymed, Dauðinn og stúlkan og Gréta við rokkinn og marga indæla söngva af léttara tæi. Út- gefandi er Columbia. Þá er 'önn- ur plata með lítt þekkari Schu- bertslögum sungnum af ýmsum söngvurum, sem Robertson segir að muni koma mörgum á óvart. Þarna er m. a. um að ræða Nachthelle, Der Gondelíahrer og Gebet ÍArgo). Endurútgái'a HMV á fiðlukonserti lVIendel- sohns mun ylja mörgum aðdá'- enda þessa látna fiðlusnillings um hjartarætur. Tristan og Isold Wagners var hijóðrituð í Bay- reuth 1966 og er hún ein bezta útgáfa af því verki, sem gerð hefur verið. Nilson hefur alrirei sungið betur segir Robertson. Windgassen syngur af listrænu innsæi, sem bætir upp þá'ð sem vantar á raddstyrk. Christa Ludwig er bezta Bragnaene,.sem fram hefur komið, Waechtcr og Talvela upp á sitt bezta. Karl Böhm fatast heldur ekki stjórn- in. (DGG). Að lokum er plata, þar sem Janet Baker syngur ein- söngshlutverkið í The Music Ma- kers eftir Elgar, Adrian Bcult stjórnar LPO og kór hennar. — Rödd Bakers býr yfir sérsíæðri göfgi og raddbeiting hennar vönduð og fáguð. Ef litið er á þessa dóma í heild, sjáum við að af túlkendum ber hæst hinn unga og bráð- efnilega píanóleikara og stjórn- anda Daniel Barenboim, en Ash- kenazy fylgir fast á eftir og roá eflaust ekki á milli þeirra sjá sem píanóleikara, en af tónskáld- um virðast þeir snillingarnir Mozart og Sehubert, sem dóu svo ungir lifa enn í verkum sínum og einkennandi er, að ungir menn taka þá upp á’ arma sína. — G. P. P.s. Hláleg villa slæddist í myndatexta við síðustu grein. Þar átti að standa, að ungversku bræðurnir léku GEMINI-tilbrigð- in cftir Britten eins og sagt \rar í greininni sjálfri. a RÝMINGARSALA, STÓRLÆKKAÐ VERÐ UÓSOGHITI GARÐASTRÆTI 2. .. HVEITIKLÍÐ KANDIS Ferðaútvarpstæki 4 gerðir :,3 EPLAEDIK SÉRSTAKLEGA ÓDÝR STEBBABtJÐ STEBBABÚÐ Hafnarfirði sími 50291 Austurgötu Hafnarfirði, Blómaskreytingar Gróðrarstöðin við Miklatorg Sími 22822 og 19775. TIL LESGU LIPRIR NÝIR S EN Dl FERÐAB í LAR án ökumanns. Heimasími 52286. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMt 32-101. 21. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.