Alþýðublaðið - 25.01.1968, Blaðsíða 5
YVONNE de Gaulle er ein-
asta manneskjan í víðri veröld
sem de Gaulle forseti hlustar á.
Hann bandar aldrei hendinni
mót henni til merkis um að hún
eigi að þegja jafnvel þótt hún
sé á öðru máli en hann.
Franska þjóðin þekkir hana
ekki. Hún getur farið í búðir
án þess að eiga á hættu að nokk-
ur taki eftir henni. Hún er hlé-
dræg svo að furðulegt má heita
og lang ópersónulegust, að fólki
finnst, áf öllum eiginkonum
pólitískra leiðtoga. Margir af
hennar eigin þjónum hafa aldrei
litið hana augum.
★ ENGIN VIÐTÖL.
Frökkum finnst Yvonne
írænka, eins og þeir gjarnan
kalla hana, vera gáta. Þeir gera
sér þá hugmynd um hana að hún
sé einræn kona sem ógerningur
sé að kynnast, með strangar
hugmyndir um trú og siðgæði.
Oft hefur hún fengið forsetann
til að beita neitunarvaldi gegn
skipunum í prestsembætti af
því að hún hafði eitthvað út á
einkalíf kandídatanna að setja.
En það er í rauninni óhugs-
andi fyrir réttan og sléttan
franskan borgara að gera sér í
hugarlund hvemig fyrsta frú
landsins er. Hún veitir fólki
aldrei áheyrn, leyfir blaðamönn-
um aldrei að eiga viðtal við sig,
leyfir aldrei að teknar séu mynd-
ir af henni, og sagt er að hún
hafi aðeins sagt örfá orð opin-
berlega síðan hún varð forseta-
frú.
Þegar Kosygin forsætisráð-
herra Rússlands kom til Frakk-
lands faldi frú de Gaulle sig bók-
staflega bak við mann sinn á
hverri einustu mynd sem tekin
var.
Það er eins og hún vilji alger-
lega þurrka út sýna mynd í aug-
um fólksins. Og starfsmaður í
Elysé-höllinni hefur sagt að hún
gerði það af því að hún vilji
forðast að gera nokkuð sem ork-
að geti til þess að draga athygl-
ina frá hershöfðingjanurr. sem
auðvitað á að vera í sviðsljós-
inu.
En. þessi gætna, feitlagna
kona með köldu, gráu augun er
þó óneitanlega sú, sem öllu ræð-
ur í höllinni, þessari höll sem
einu sinni var aðsetur Madame
de Pompadour.
★ UPPÁHALDSMATU R
Hún hefur ekki stigið sínum
fæti inn í eldhúsdeildina í
i höllina allt frá bví að hún
flutti þangað inn. Samt kaupir
hún sjálf í búðum þær ostateg-
undir sem hershöfðingjanum
finnast beztar, og hún kaupir
einnig allt sem þarf til þess að
búa til þá kjötrétti sem hann
hefur í uppáhaldi.
Með árunum hefur hún sífellt
orðið meira trúrækin. Hún hefur
látið reisa kapellu á umráða-
svæði hallarinnar, og hún er á
sífelldum þönum til að komast
eftir mórölskum feilsporum
fólksins sem hjá henni vinnur.
— Hún veit kannski ekki
hvernig þeir líta út, en hún
þekkir veikleika þeirra út í æs-
ar, segir fyrrverandi embættis-
maður. Meðan Coty var forseti
var öll höllin eins og ein glöð
fjölskylda. Nú er hún orðin að
eins konar fangelsi.
Sagt er að Yvonne sé dugleg
að lesa blöð, einkum. er hún
fíkin í slúðurdálkana. Sá sem
er svo óheppinn að vera nefnd-
ur þar á nafn þó ekki sé í neins
konar óvirðandj sambandi getur
átt á hættu að fá spark.
Af þessu leiðir að ráðherrar
de Gaulles eru logandi hræddir
við að baka sér óvild hennar. Og
ráðherrafrúrnar þora ekki að
mæta í flegnum kjólum við op-
inberar móttökur. Það værj ekki
víst að frú de Gaulle mundi
geðjast að slíku.
★ RAUÐ RÓS
Það er fræg skrítla að kon-
urnar á heimili forsætisráðherr-
ans stundi ekki sérlega mikið
heimilisstörf heldur sitji lon og
don við að prjóna fyrir hin kaþ-
ólsku góðgerðarfélög Yvonne
frænku.
Yvonne er af auðugri ætt sem
alla tíð hefur verið mjög traust-
ur fylgjandi kirkjunnar. Þannig
fólki geðjast henni að. Einu sinni
sagði hún upp manni fyrir það
að konan hans væri of mikið úti
við.
Hún kappkostar að færa mann
sinn sífellt nær kirkjunni, fá
hann til að leggja niður her-
mannstalsmátann og reyna að
stilla hann svolítið þegar hann
fær reiðiköstin.
Dagurinn er skipulagður með
fullu tilliti til hennar. Hún snýst
í kringum hann eins og fylgi-
hnöttur. Þegar hann er að vinna
eða er að heiman situr hún og
prjónar eða les blöð og bíð'ur
þess að hann komi til baka.
Hún vekur hann kl. 7 á morgn-
ana og þau borða saman morgun-
verð, svart kaffi með ristuðu
brauði þurru. Áður en hann fer
til vinnu sinnar flýtir hún sér
upp á skrifstofu hans á þriðju
hæð og setur eina rauða rós í
vasa á borðinu hans.
* EINFALDUR MIÐDEG- .
ÍSVERÐUR
Venjulega lýkur vinnudegi
forsetans kl. 8, og þá snýr hann
!
til baka til einkaíbúðar sinnar
og borðar einfaldan miðdcgis-
verð með konu sinni.
Á eftir horfa þau kannskj á
einkaeintak af kvikmynd eða á
sjónvarp, unz þau taka á sig.
náðir um ellefú-leytið.
Um hverja helgi fer de
Gaulle til sveitaseturs síns í
Colombey-Ies-deux Egliees Þar
eyða þau tímanum í að lesa og
fá sér gönguferðir eða hafa' það
rólegt með barnabörnunum sín-
um fjórum. Hershöfðinginn hef-
ur þeirra vegna látið gera þar
gott leiksvæði með góðum leik-
tækjum og sundlaug.
De Gaulle hjónin hafa verið
í hjónabandi í 47 ár. Þau hitt-
ust 11. nóv. 1920 á hátíð í Cala-
is..De Gaulle var óheppinn (eða
heppinn?) að hella úr tebolla
yfir kjól Yvonne og bað svo
rækilega afsökunar að þau voru
orðin hjón eftir fimm mánuði.
En þrátt fyrir öll þessi ár eru
samt gamaldags formfesta í fram-
komu þeirra hvors við annað.
★ LEYNDARDÓMURINN.
Ættingjar hennar segja að hún
hafi algerlega einangrað sig frá
fólki er þau misstu dóttur sína
tvítuga 1945. En það stafar víst
af kaldhæðni örlaganna að ein-
mitt þessi dótturmissir gaf lífi
hennar nýja meiningu. Hún
stofnaði „Anne de Gaulle stofn-
unina” sem hjálpar vangefnum
börnum. Stofnunin er í umsjá
nunna, en de * Gaulle leggur
sjálfur til fjármagnið.
Þetta -— og að finna á' sér
hvers maður hennár óskar hef-
ur orðið allt hennar líf.
Þau eiga fáa persónulega vini
fyrir utan fjölskylduna. — Ef
einhverjum er boðið inn í gullna
og hvíta salinn til íorsetans fer
Yvonne umsvifalaust með frúna
inn til sín. „Karlmennirnir vilja
tala saman, þeir vilja ekld hafa
okkur í kringum gig,” segir hún.
við gestinn.
Sumir mundu kannski naum-
ast leggja trúnað á að þessj hlé-
dræga kona geti haft djúp áhrii"
á „le grande Charles,” á hugs-
anir hans og gerðir. En um það
er engum blöðum að fletta að
það hefur hún.
Nokkru áður en Kennedy for-
seti andaðist fékk hann að heyra
hvernig stæði á hinum mikla
frama de Gaulle. „Ég segi alltaf”
segir hershöfðinginn, ,,þú skalt
bara hlusta á sjálfan þig — og
svo kannski við og við á kon-
una þína.”
Mme de er hlédrægust allra eiginkvenna
hinna miklu leiðtoga jb/dðonno, en hún
ræður jbv/, sem hún vill og hefur mikil
áhrif á mann sinn
25. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5