Alþýðublaðið - 25.01.1968, Blaðsíða 6
BBsæsneastaE
ÞÓ A9 HUNGRIÐ sé óskaplegt böl, eins og sést af því aS hart nær tveir þrióju mannkynsins eru
vannærSir eða svelta, verður ekki komizt hjá að líta svo á að fáfræðin sé mesta bölið. Það er hægt
að gefa svsngum manni mat. en það verður ekki unnhn bugur á hungrinu í heiminum nsma ineð
því að vinna jafnframt bug á fáfrsðinni, því þekkingin ein getur kennt fólki að bjarga sér.
Engin önnur ráð eru til.
Af þessum sökum er lagt mikið kapp á fræðslu þar- sem verið er að reyna að lyfta frumstæðum
þjóðum upp á stig nútíma menningar og tækni.
Og ní fyrst að kenna fólkinu að lesa.
Myndirnar sem birtast hér á síðunni eru frá Tanraníu í Afríku. Þær sýna allar lestrarkennslu full-
orðinna, að einni undanskilinni (neðst til vinstri) þar snn verið er að útbýta bókum og fræðsluefni
til almennings.
í fimm ára framfara áætlun sinni gerir stjórn Tansaníu ráð fyrir því að leggja þurfi kapp á að
mennta fullorðið fólk til þess að unnt sé að leysa úr læðingi nýja krafta í þjóðfélaginu strax.
Julíus Nyerere, forseti Tansaníu, hefur látið svo ummælt að menntun fullorðinna sé meira aðkall-
andi en menntun barna, því börn fari ekki að hafa áhrh á efnahag landsins með menntun sinni fyrr
en eftir 5-20 ár. Þar að auki sé nauðsynlegt að fu!!orðið fólk geri sér Ijós þau umskipti sem verið
er að halda fram og taka þátt f að koma þeim á.
Giskað er á að 10,2 milljónir manna séu í Tans íníu. Talið er að 80% karla séu ólæsir og 89
% kvenna. Ólæsið dreifist þó misjafnt. Á sumum svæðum er það 95%, en annars staðar ekki nema
w»/.
BggJg
38
g 25. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ