Alþýðublaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 1
Föstudagur 26. janúar 1968 — 49, árg. 20. tbl. — Verff kr. 7
Bræðsluoniasaiui' i álveri, sem Suisseai rekur í ouður Sviss, en ofnar hér verða væntanlega svip-
aðir þe'im sem sjást hér á myndinni. Þessi mynd var tekin, er íslenzk þingnefnd heimsótti verk-
smiðjuna, og þfh- menn, sem á myndinni sjást eru því íslenzkir alþingismenn og stjórnendur sv'iss-
neska álfyrirtækisins. £
Smíða íslenzkir
aðiiar brseðsliii"
ofna álversins? {
íslenzk járniðnaðarfyrirtæk’i vinna nú að því í ssmstarfi við
norsk fyrirtæki að fá í samvinnu það verkefni að smíða bræðsluj
pottana í álverksmiöjuna miklu við Straumsvík. ;
Frá þessu skýrði Jóhann Hafststein iðnaðarmálar iöherra á
fundi þeim í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, þar sem' íann mætti
fyrr í vikunni t'il að skeggræða iðnaöarmálin við þijá Alþýður
flokksmenn.
Takist þessi fyrirætlun, eins og íslenzk fyrirtæki 1 afa í sanir
vinnu við dönsk tekið að sér raflagnir verksmiðjun íar, mundi
hér verða um að ræða eitt mesta verkefni, sem járnif naður okki
ar hefur fengizt við. Bræðslupottarnir eru voldug og mikií tæki
og þeir eru margir í aðalverksmiðjuhúsi álbræðslunnar, Það er
í þeim, sem hráefnin breytast við ofsahita og rafmögmm í fljót-
andi ál og renna í steypudeild, þar sem það storknar í hvcrri
þeirri mynd, sem óskað er.
Útgerðarráð Reykjavíkur samþykkti á stjórn-
arfunái í gær að senda stjóm S.H. bréf, þar
sem afgreiðslubann samtakanna á fiskumbúðum
^ til hraðfrystihúss Bæjarútgerðar Reykjavíkur
er íýst ólögiegt og útgerðinni áskildar fullar bæt
ur frá S.H. fyrir það tjón sem afgreiðslubannið
kunni að valda útgerðinni. Fáist stjórn S.H. ekki
til að breyta fyrri ákvörðun sinni um þetta,
mun útgerðarráðið kanna, hvort það geti ekki
krafizt afhendingar á umbúðum með aðstoð
dómstólanna.
Eins og skýrt var frá í Al-
þýðub'aðinu í gær hefur
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna beitt kassagerð samtak
anna fyrir sig í þeirri við-
leitni' að koma á allsherjar-
stöðvun hiá frystihúsum í
landinu. Flest frystihús í
S.H. og á vegum SÍS hafa
þegar stöðvað móttöku á
fiski, en opinber fryslihús,
frystihús bæjarútgerðanna í
Reykjavík og Hafnarfirði,
frystihús Útgerðarfélags Ak
ureyrar og frvstihús S.R. á
Siglufirði hafa ákveðið að
halda starfsemi sinni áfram.
S.H. hefur hins vegar neitað
að láta þessi frystihús fá um
búðir og 'hyggst með því
móti knýja .þau til stöðvum
ar. Á fundi útgerðar'áðs
Reykjavíkur í gær skýrðu
framkvæmdastjórar Bæjar-
útgerðarinnar frá því, að far
ið hefði verið fram á það af
hálfu S.H. að rekstur frysti-
húss útgerðarinnar yrði
stöðvaður, en famkvæmda-
stjórarnir neituðu að verða
við þeim tilmælum. Staðfesti
útgerðarráð þá afstöðu fram
kvæmdastjóranna á fundi sín
um í gær, og samþykkti að
halda áfram fiskmóttöku í
frystihúsinu.
Á fundinum var upplýst,
að S.H. hefði neitað að af-
lienda frystihúsi B.Ú.R. um-
búðir um hraðfrýstan fisk,
og urðu allmik’a1' umræður
Frystihús B. Ú. R. á Grandagarði.
um málið á fundinum. Að
umræðum loknum var sam-
þykkt að senda stjórn S.H.
eftirfarandi tilkynningu:
„Þar sem stjórn S. H, hefur
ítrekað neitað að láta af hendi
umbúðir um hraðfrystan fisk
til hraðfrystihúss B.Ú.R. á
Grandagarði og síðast í gær
synjað beiðni Bæjarúigei’ðar-
innar um afhendingu á slíkum
umbúðum, þá tilkynnvm vér
stjórn Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna hér með, að vér
teljum ákvörðun stjórnirinnar
um stöðvun á afgreiðs u um-
- Framhald á bls, 11.
Útgerðarráð Reykjavíkur mótmælir umbúðabanninu: