Alþýðublaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 4
ÍMMMJ) ' Kitstjóri: Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasfmi: 14906 , — AÖsetur: AlþýOuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. Sími 14905. — Ásjcriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. - •— Útgefandi: Alþýðuflokkurinn, Sprengjur / Pólstjörnuflóa HIÐ hryggilega slys, er banda við Spán var að því leyti öllu ai- rísk flugvél fórst í nauðlendingu yfir Pólstjörnuflóa, skammt frá h|rstöðinni í Thule á Grænlandi, héfur vakið mikla athygli. í flug vélinni voru fjórar vetnissprengj uf1, sem enginn veit enn, hvað orð ið hefur um. Væg geislavirkni bendir til þess, að einhver þeirra sé á ísnum, en hafi ekki sokkið í fióarín. Mái þetta vekur athygli á þeirri staðreynd, að Bandaríkin skuli sífellt hafa á lofti flugvélar með vetnissprengjur innanborðs, og er þetta til þess ætlað að draga úr ikum á, að Sovétríkin geri kj'arn- orkuárás á Bandaríkin. Ef ráða menn í Washington geta ekki sof Ið róiegir^ án þess að vita af slík ; um fljúgandi sprengjum reiðu- ■ búnum, er það lágmarkskrafa, að ’ þær séu ekki yfir öðrum löndum eða alþjóðlegum svæðum. Atvik- ið, er kjarnorkusprengja týndist varlegra en slysið við Thule. Atvik sem þetta hljóta að magna andstöðu gegn kjarnorku- vopnabúnaði stórveldanna al- mennt. Ekki þarf að efast um, að Rússar gera hið sama og Banda- ríkjamenn í þessu eins og flestu öðru, sem öryggi varðar, en þeir geta látið flugvélarnar svífa yfir eigin landi, og væri æskilegt að Bandaríkjamenn létu sér svipað nægja í framtíðinni. Þótt mál þetta sé alvarlegt og snerti hinn fallvalta heimsfrið, er óþarfi fyrir íslendinga að vera hræddari en aðrir þess vegna. Magnús Kjartansson var raunar rólegur og málefnalegur í ræðu sinni um þetta á Alþingi, en Þór- arinn Þórarinsson hafði í frammi hreint lýðskrum, er hann tók að lýsa því, að þetta hefði getað gerzt á íslamdi, sprengjurnar hefðu getað sprungið og Keflavík og Reykjavík gætu verið í rúst- um í dag. Það er að vísu lengra frá Reykjavík til Thule en til Lundúna, en þó svo væri ekki, væri það lítil afsökun fyrir slíkri ræðu. Allur heimurinn er í hættu meö an nokkurt ríki á kjarnorku- sprengjur. ísland er, sem betur fer, ekki á leið þeirra kjarnorku flugvéla, sem Bandaríkjamenn hafa á lofti. Hins vegar sigla í hverri viku skammt frá strönd- um íslands kafbátar hlaðnír kjarnorkuvopnum. Þeir gætu þurft að leita hafnar skyndilega, þeir gætu e.t.v. sprungið í loft upp. Þessir kafbátar eru frá báð um risaveldunum, en þó líklega öllu fleiri frá öðru. Á þetta minn ast Þjóðviljinn og Tíminn að sjálf sögðu ekki. Þær fregnir berast frá Genf, að Bandaríkjamenn og Sovét- menn séu nú sammála- um drög að samningi um að takmarka út breiðslu kjarnorkuvopna. Ýms minni háttar stóriveldi eru að gera sig merkileg út af þessu samkomu lagi, en því má ekki sinna. Þessa braut verður að feta unz ótemja kjarnorkunnar er tamin og beizluð. ÚR HEIMI VÍSINDANNA: GRÆÐA LIFUR í MENN LÆKNAK við konunglega sjúkrahúsið í Bristol gera ráð fyrir að geta snemma á þessu ári ílutt í fyrsta skipti lifur úr einum manni í annan. Þeif spá því, að innan fimm ára verði lifrarígræðslur iáfn- algengar og nýrnaígræðslur eru.nú. Læknar álíta lifrarígræðslur ekki eins hætiumikiar og hjartaígræðslur, þar sem mót- staða líkamans gagnvart nýjum lifrarvef er ekki eins mikil og gagnvart nýjum hjartavef. Thomas Peacok, prófessor í skurðlaekningum við háskólann í Bristol, sem stjórnað Jiftfur rannsóknum á líffærafluttiing- um milli dýra — segir: ,,'Mun meiri líkur eru fyrir að lifrar- ígræð.sla heppnist: betur en hjartaígræðsla. Mótstaða líkam- ans gagnvart nýjum lifrarvef er minni en gcrt var ráð fyrir, miklu minni en gagnvart húð-, hjarta- eða nýrna-vef. Grædd hefur vcrið lifur ; 50 svín í Bristol, og 18 mánuðir eru síðan grædd var lifur í eitt svínanna. Þrífst það vel og hef- ur þynzt um rúmlega 100 kg. síöan nýja lifrin var grædd í það. Ekkert bendir til að líkami svínsins sætti sig ekki við nýju lifrina. Meðan læknarnir voru að komast upp á lag með lifr- arígræðsluna — mistókust 20 fyrstu tilraunirnar, en smátt og smátt hefur leikni þeirra aukizt og nú lifa flest svínanna í nokkrar vikur eða mánuði. Líklckt er, að ef líffærið sern flytja á úr einum iíkama í ann- an hafi orðið fyrir einhverjum skemmdum sé mótstaða líkam- ans gagnvart því enn meiri. -- Vísindamennirnir í Bristol á- líta, að af þeim 3600 manns sem látast árlega úr lifrarsjúkdóm- um í Bretlandi sé e. t. v. hægt að bjarga milli 500 og 1000 méð því að græða nýja lifur í þá. Ljósmyndatækni er notuð til margs. Þessi mynd sýnir hvernjg henni er béitt til að rannsaka hvernig loft streymir um flugvél. Módel af flugvél er í stormgangi og Joft lát’iff leika um það á sama hátt og flugvél væri á flugi á mikilli ferff. Ljósþræðirnir á myndinni sýna hvernig flugvéi'in klýf- ur Ioftið, livar loftstraumurinn mæffir mest á henni og hvern ig hcppilegast er aff gera skrokk flugvélarinnar og yflrborð hans úr garði. # - ií BRETAR eru að draga sig til baka frá stöðvum sínum í Austurlöndum, ekki sízt Singa pore. Það verður mikið fjár- hags- og atvinnutap fyrir íbú- ana, sem eru háðir brezku bækistöðvunum. Kínverjar liafa mikinn áhuga á Singa- pore og hafa undanfarnar vik ur opnað þar átta stórverzl- anir, sem aðallega selja kín- verskan varning. HVERJUM vilja börnin helzt líkjast? Rannsóknir hafa farið fram á þessu í Bretlandi í áratugi. Um aldamót vildu 30% drengja o g 50% telpna (7-11 ára) líkjast foreklrum sínum. Árið 1925 vildu flestir drengir líkjas Jesú Krist.i Fyr ir nokkru gerði prófessor J. Benjamín enn eina athugun. Nú vildu flestir drengir líkj- ast Dýrlingnum úr sjónvarp- inu, en næstflestir Sir Win- ston Churchill. ÁHUGI á fornleifum, gam-> alli sögu og gömlum bygging- um er hraðvaxandi í Sovét- ríkjunum. Er nú vcrið að end- urbæta og endurbyggja fjölda gamalla húsa í Moskvu. Þeg- ar liið mikla Hótel Rossía var byggt skammt frá Kreml, fannst í grunninmn leirkrukka full af silfurpeningum frá 14. og 15. öld og þykir merkur fundur. Mikií aðdáun er á hin um gömlu helgimyndum, sem Rússar eru frægir fyrir. IIINN FRÆGI Malcolm Muggeridge hefur sagt af sér sem rektor Edinborgarháskóla vegna kröfu nemenda um getn aðarvarnir. Blaðið Observer hefur upplýst, að heilsugæzla % af öllum brezkum liáskóla- um veiti stúdínum fræðslu í kynferðismálum og fái þeim pillur eða aðrar verjur. -*- ROY JENKINS, liinn ný- skipaði fjármálaráðherra Breta, sagði í síðustu viku: ,,Það cr engin leio öruggari tii hruns en að neita stöðugt að játa óþægilcgar staðreynd ir“. Þetta gætu víst fleiri sagt. ÍSLENDINGAR vita, að víða undir landinu eru ,,jarð liitasvæði“ — oft stórir, sam- felldir pollar, sem bora má í. Nú hafa sovézkir vísinda- menn komizt að þeirri niður stöðu, að undir Véstur-Síber- íu sé risvaxið stöðuvatn neð- anjarðar, þar sem vatn er rétt við suðumark, og sé vatnið í 2 lögum með 1-2 berglögum á milli. 4 26. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.