Alþýðublaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 12
KÁPA
KÁPUR — DRAGTIR
SLÁR — BUXNADRAGTIR
KÁPUR OG DRAGTIR
FYRIR STÓRAR KONUR
KJÓLL
m
SKOKKAR — SÍÐDEGIS-
KJÓLAR
TÆKISFÆRISK J ÓL AR —
KVÖLDKJÓLAR
FERMINGARKÁPUR
TIZKUKJOLAR FYRIR
STÓRAR KONUR
HEIMSFRÆG VÖRUMERKI
TRYGGJA VÖRUGÆÐI
TÁNINGAKJÓLAR
TÍZKUVÖRUR í SÉRFLOKKJ.
i
LSSTI
KAPUDEILD
Suðurlandsbraut 6
Sími 83755.
KJÓLADEILD
Laugálæk
Sími 133755.
Að hafa fínt hobbí
Að vetri til þurfa menn að hafa þægilegt hobbí. Á þeim
árstíma er snúningasamt að iðka fjallgöngur eða slíkt. Menn
verða líka óskaplega þreyttir af svoleiðislöguðu, jafnvel að
sumrjnu, auk þess sem það getur verið hættulegt. Rjúpur má
heldur ekki drepa eftir hátíðir. Auðvitað kemur til mála að
stunda skíðaferðir eins og Eysteinn og Davíð, þó ekki nema
hægt sé að komast að einhverjum góðum skiðaskála svo mað
ur þurfi ekki að vera nema sem allra minnst úti. Hins vegar er
skíðadót ágætt til að dútla við heima hjá sér, og heilmikið
efni að tala um, hvort gallinn eigi að vera svona eða hins-
eginn og hvað mak sé rétta makið á skíði í þessari eða
hinni^tegundinni af snjó, en í þeirri dispútan eru allir hlut-
ir meira virði en skíðin* sjálf, enda spurning hvort skíðahobbí
maður þurfi að eiga skíði.
Heppilegri er þó annars konar tómstundaiðja t.d. alls kon-
ar söfnun. Frímerkjasöfnun er olræt, en jafnvel þótt hún sé
vinsæl geta ekki allir verið þar í áberandi stöðum. Þess vegna
er betra að snúa sér að öðru.
Og margt kemur til greina.
Það má t.d. safna flöskutöppum, eldspítnastokkum eða sýnis-
hornum af klósettpappír sem þá yrðu samvizkusamlega flokk
uð eftir lit, áferð og hversu þau eru viðkomu. Eins má safna
kýrliornum, skóreimum, ellegar bara buxnatölum af ýmsum
gerðum og stærðum, notuðum og ónotuðum.
Það er svo um öll hobbí að sjálft hobbíið er ekki aðalat-
riðið, heldur þetta sem er í kringum það, Veiðiskapur t.d.
er ekki aöalatriðið hjá veiðimanninum. heldur útbúnaðurinn.
úniformið og svo þessar stórmerkilegu kastkeppnir uppi á
þurru landi. Saíngripirnir eru heldur ekkj aðalatriðið hvors
sem safnað er klósettpappír, buxnatölum eða öðru, heldur þau
tól sem liobbíinu tilheyra, stækkunargler, tangir og svoleiðis,
og eins þurfa menn að temja sér viðurkvæmilega hegðan.
kunna rétt handtök er sýna fagkunnáttu og hafa á taktejnum
viðeigandi orð og orðatiltæki í samtali um hobbíið.
Og svo eru félagsmálin.
Allir hlutir eru ekki bara þeir sjálfir, heldur líka-eitthvqð
allt annað. Þannig er hobbí ekki bara hobbí, heldur líka
stöðusymból. Sá sem hefur fínt hobbí er fínn maður. Þar með
er skapaður möguleiki til að verða merkur maður í sinni grein,
og jafnvel komast í framboð á einhverjum lista, jafnvel þólt
ekki sé nema neðarlega.
Þetta þarf athugunar við.
Það hvort hobbí er fínt fer auðvitað ekki eftir hobbíinu,
heldur allt öðru. Öll hobbí geta orðið fín.
Og svo er hér formúla fyrir fínu hobbíi:
Fyrst þarf að stofna félag um hobbíið, t.d. Buxnatölusafu-
arafélag Reykjavíkur. Það sækir til alþingis um ríkisstyrk til
að köma betur fótunum undir buxnatölusafnaralistina sem
þá er sögð vera í algerri niðurníðslu á íslandi ef borið er
saman við hin Norðurl.ndin. Alþingi neitar, enda þá sá dyntur
inn í því að vilja spara alla skapaða hluti. Næst þarf að út-
breiða buxnatölusafnarhobbíið ig stofna félög um land allt unz
svo er komið að stofna má landssamband. Þá getur fjöldi
manns verið í aðskiljanlegum stjórnum og ráðum og nefndum
og er það einkar vinsælt. Síðan er aftur sótt um ríkisstyrk og
nú verður alþingi að gefa sig, því nú er þetta orðin menning,
og guð hjálpi þeim sem er á móti henni, hann á sér ekki
viðreisnar von sem betur fer! Það á líka að halda norrænt
buxnatölusafnaramót á íslandi næsta sumar, og það verður
sett annað hvort í hátíðasal Háskólans ellegar á Þing-
velli. ag
Þar með er buxnatölusafnara hobbíi.ð orðið fínt hobbí, enda
ræðúr það ýíir talsverðu atkvæðamágni.
Götu-Gvendur.