Alþýðublaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 5
Slongur oi
IBB ar n h ■
onguotti
SÚ SAGA er sögð frá Ame-
ríku að ung'ur maður fór að
hafa orð á því við konu sína
hvers vegna hún syði alltaf
einhvem sérstakan kjötrétt,
sem hún var að elda þennan
dag, í tveimur pottum en ekki
einum, hvaða þýðingu það
hefði. Konan sagðist bara
hafa lært af móður sinni að
gera þetta svona, en hún
skyldi spyrja hana. Léi hún
ekki sitja við orðin tóm held
ur hringdi rakleitt til móður
sinnar sem vissi þá jafnlitið
og hún. Kvaðst móðirin i'íka
hafa lært þetta af sinni móð-
ur, en hún skyldi þegar í
stað hringja gömlu konuna
upp og vita hvað hún segði.
Og amma gat leyst úr spurs-
málinu. „Ég átti aldrei nógu
stóran pott“, sagði hún.
Þetta er lærdómsrík saga,
bendir til að ýmislegt sem við
teljum sjálfsagt kunni að
vera ekkert nema vani og
hafi orðið að vana af ein-
hverri tilviljun. Þáð er auð-
vitað einstaklega saklaust að
elda kjötrétt í tveimur pott-
um þó alveg eins sé hægt að
notast við einn stóran, en
tveimur ættliðum heiðurs,
kvenna fannst siálfsagt að
fylgja þessum vana umhugs-
unarlaust. Á hinn bóginn er
ekki allt jafn saiklaust sem
tekið er gott og gilt, sumt
vafalaust rangt, sumt senni-
lega afskaplega skaðlegt.
Ég las fyrir nokkru grein
í ensku blaði sem greinir frá
svipuðu tilfelli, og í það
skipti er um að ræða leiðin-
legan misskilning sem snert-
ir afstöðu mannsins til sak-
lausra dýra.
Greinarhöfundur er Ástra-
líumaður. Hann kveður sig
hafa óttazt slöngur á æsku
árum eins og siálfan myrkra
höfðingjann. Og hann og
jafnaldrar hans vissu allt. um
slöngur, illsku þeirra og
slægð, þær voru ósreðslegar,
slímugar og blautar og af
þeim stóð óþolandi fnykur.
Ef hann og félagar hans sáu
slöngu skaut ekki' annarri
hugsun upp í þeirra fallegu
kollum en að koma henni um
svifalausl fyrir kattarnef.
Þeir voru bókstaflega í stríði
við slöngukynið eins og mann
vonzkuna.
Hann kveður sig líka hafa
vitað hvað gera ætti ef slanga
biti mann. Hann mundi' reyna
að hindra blóðrásina til hjart
ans með því að binda um
særða liminn ofan við sárið,
skera í sárið með einhverju
beittu og reyna svo að sjúga
burt blóðið sem eitrið haíði
mengað.
Þau krakkarnir vissu líka
hvernig slöngur höguðu sér.
Tígrissnákurinn gerðí árás
að tilefnislausu, og hann gat
hlaupið hraðar en börn gátu
hlaupið. Pyþonslöngur sem
ekki eru eitraðar voru heldur
ekki hættulausar. Síður en
svo. Þær áttu það til að varpa
sér niður á menn úr trjákrón
um, vefja sig um hálsinn á
honum og kyrkja þegar í
stað,
Þá vissu þessir áströlsku
börn að sumar eðlur voru eit
raðar, og aðrar veittu manni
slík sár að þau gréru aldrei
almennilega.
Aftur á mó1i var hægt að
róa slöngur með tónlist, og ef
mjólk var hellt á undirskál
og sett fram í rjóður gátu
þær ekki staðizt freistinguna
og komu fram í dagsljósið til
þess að gæða sér á þessu
hnossgæti, mætti tnota þessa
aðferð til að gabba þær út í
opinn dauðann.
En hér var sagan ekki nema
hálf.
Sami maður kom í slöngu-
búgarð til vinar síns þegar
harm var orðinn rígfullorðinn,
og þá komst hann að raun um
að ekki bara eitt atriði af því
sem hann hélt um slöngur
þegar hann var barn — þetta
sem allir vissu - fyrir víst og
tekið var eins og sjálfsagður
hlutur — heldur allt var vit-
leysa, ímyndun frá rótum.
Hann hafði haldið að slöng
ur væru sl'mugar og rakar
viðkomu, en þær eru þurrar
og hlýjar. Ekki einn einasti
snákur fyrirfinnst í gervallri
Ástralíu sem gerir árás á
mann að tilefnislausu. Hann
gerir vfirleitt ekki neinum
neitt nema hann telji sig eiga
líf að verja, og reynir fyrst
af öllu að biarga sér á flótta,
því snákar eru afar viðkvæm
dýr með fíngerða líkamsbvgg
ingu og bein- sem brotna við
minnsta hnjask.
Langflestar slöngur eru ekki
hættulega eilraðar. Af 140
tegundum í Ástralíu segir
hann aðeins fimm með ban-
vænt eitur. Margar hinna eru
algerlega eiturlausar og aðr-
ar ekki hættulegri en randa-
flugur. Engin eðla er eilruð
og engin getur veitt slík sár
er ekki gróa á sama hátt og
önnur. Ekki er til- eitt einasta
dæmi um að pýbonslöngur
hafi varpað sér niður úr tré
yfir menn til að kyrk.ja þá.
Og slöngur láta sér músík
engu skipta, eru m.a. taldar
heyrnalausar sumar. Mjólk
vilia þær ekki sjá. Þær eru
mjög hreinlegar og engin
lykt af þeim.
HÚS SEM OKKUR HÆFA
Við íslendingar byggjum
vegleg íbúðarhús, en naum-
ast verður því á móti mælt
að okkar byggingamáti er
ekki að öllu leyti miðaður
við legu landsins og veður-
far.
Hús eru sett niður gisið
svo hvergi er skjól fyrir um
hleypingum, svalir víða lík
astar því sem tíðkast í heit-
um löndum, og um leið og
komið er út úr húsunum er
maður í rauninni staddur á
bersvæði.
Hvers vegna ekki að haga
byggingunum þannig að
þær veiti skjól á vissum
blettum í kring?
Á norðursvæðum Sovét-
ríkjanna er ennþá kaldara
en hér, en kannski ekki
miklu umhleypingasamara.
En þar er farinn að tíðkast
byggingarmáti sem ef til
vill gæti hentað o’-’ 'ir vel,
eða að minnsta kosti ættum
við að geta eitthvað af So-
vétmönnum lært í þessu
efni.,
Á meðfylgjandi mynd er
sýnt hverfi úr borginni Ana
dyr, höfuðborg Tjukotka.
Þar eru átta fimm hæða í-
búðarblokkir tengdar sam-
an með gangi svo unnt sé
að fara milli húsa án þess
að koma út undir bert loft.
Og auðvitað er þarmig líka
hægt að fara í búðir, skóla
og aðrar þær stofnanir sem
sjálfsagðar þykja í hverju í-
búðarhverfi án þess að láta
kulda og storma hrekja sig
og hrjá.
‘Sovétmenn leggja nú mik
ið kapp á að finna upp bygg
ingarhætti sem hæfa hinum
norðlægu slóðum. Þeir eiga
við þann vanda að stríða að
klaki fer aldrei’ úr jörð þar
nyrðra svo byggingaverk-
fræðingar þeirra verða að
leysa ýmsar þrautir sem ó-
þekktar eru hér. Það er
vont að steypa sökkla niður
í freðna jörð og spurningin
um sterkan grundvöll er allt
af erfið úrlausnar. En sú
hlið málsins sem snýr að í-
búunum sem nota húsin er
ekki síður merkileg.
Þei’r hafa t.d. gerl tilraun
ir með eins konar hlifðar-
þök, aðallega úr gleri, vfir
svæði sem væru algerlega
utanhúss ef þetta væri sunn
ar á hnettinum. Undir slík-
urn þökum sem eru um fjóra
og hálfan metra yfir gólfi
eru, barnaleikvellir vöggu-
stofur, þar eru ræktuð blóm,
grænmeti og ávaxtatré, og
þar eru hafðar lækningastof
ur og skólar.
í suðrænum löndum þar
sem menn þurfa að verja
sig gegn hita eru engar rúð
ur í gluggum því að dragsúg
ur er kostur, en hins vegar
eru yfirbyggðar svalir allt
í kringum hús svo menn
geli notið forsælunnar.
Hér á norður slóðum er
þetta alveg öfugt. Hér reyna
menn að ná sólinni inn til
sín en loka vindinn úti. Og
það hlýtur að ‘vekja undrun
að það skuli vera fátítt eða
jafnvel óþekkt að byggja
yfir svalir með gleri eða
öðru gagnsæju efni. Eins er
það einkennilegt að ekki
skuli prófað að byggja að
nokkru leyti yfir sólbað-
staði. Það yrði áreiðanlega
vinsælt svo mjög sem ís-
lendingar þrá að hvíla sig
úti við í sól og blíðu eftir
langa og dimma vetrardaga.
Það hefur sjálfsagt verið
talsverð reynsla fyrir greinar
'höfund að renna niður allri
sinni þekkingu um slöngur,
úr því allt sem hann vissi um
það mál reyndist vitleysa.
Og nú er eftir að vita hve mik-
ið af slíkum draugagangi
í viðhorfum manna er látið
vera annars staðar og á öðr-
um sviðum, hversu margir
kjötréttir eru að óþörfu soðn
ir í tveimur pottum þegar vel
má komast af með einn.
S.H.
^skríftasiini AlþýSublaðsins er 14900
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir
í KVÖLD KL. 9.
Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar.
Söngvari: Grétar Guðmundsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826.
26. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5