Alþýðublaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 6
Frægar konur um kvenkynið Nell. Jeanne Moreau. Maggie Smith. Candice Bergen. Jetjn Shrimpton. Simone de Beauvour. •a JEANNE MOREAU LEIKKONA: „Karlmenn halda, að ekki geti verið til raunveruleg vinátta milli kvenna, en þar skjátlast þeim. Ég hef ekki siður ánægju af að umgangast gáfaða konu en karlmann ‘. BRIGID BROPHY' RITHÖFUNDUR: „Það er þverstæðukcnnt, en ég álít samt, að konur hafi minna frelsi nú á dögum en meðan þær voru að berjast fyrir auknu frelsi. Þegar ég hugsa til móður minnar og vinkvenna hennar, finnst mér þær hafa verið frjáls- ari og sjálfsiæðari en við núna. Það er alltaf verið að prédika fyrir konum, að þær séu ekki nógu kvenlegar, og margar þora ekki að standa á rétti sínum af ótta við að þykja ókvenlf.gar og fráhrindandi. En að mínum dómi er fráleitt að vera tneð nokkrar ailiæfingar þegar rætt er um korur — eða karlrtienn reyndar. Við erum fólk“. EDNA O’BRIEN SKÁLDKONA: „Því verfur ekki neitað, að marpar knnnr lifa afskapiega til- breytingarlausu og leiðinlegu lífi í saman ourði við eiginmenn sína. Þær peta ekki fengið sér vinnu, vegna þess að það særir stolt manna þeirra eða þeim finnst bað ekkj samboðið þióð- félagsstöðu sinni. Og hvað gera svo vesalings konurnar í stað- inn? I^ær bcrða sér til huggunar — konfekt og sælgæti, kex og kökur, hrúgur af spagetti. Og þær eru miður sín af einmana- leik. Nútímalífið með öllum sín- um þægindum, vélvæðingu, kjör- búðum og sjálfsölum sér um, að þær geti ekki hitt fólk á eðlilegan hátt. Þær kúldrast ein- ar heima hjá sér eða fara út að verzla, en þær missa af um- gengni við annað fólk. Það er hörmulegt líf satt að seg;ja“. INDIRA GANDHI FORSÆTISRÁÐHERR A. „Kona sem vinnur úti og þarf að skipta degi sinuin milli starfs- ins og barnanna notar oft tím- ann betur til að njóta þess að vera með börnunum sínum en húsmóðir sem er heima allan daginn. Ég álít, að ekkert fáist án fyrirhafnar — hvorki jákvæð mannleg samskipti né annað“. MAGGIE SMITH LEIKKONA: „Ég trúi því ekki, að allar konur séu fæddar með ríka móð- urkennd. Það er óskapleg áhyrgð að ala upp barn“. i JOAN PLOWRIGT LEIKKONA (gift sir Laurence Oliver): „Það er náðargjöf að geta not- ið þess að vera með börnum all- an daginn. Það er alveg eins mikil köllun og að vilja verða prestur, lögfræðingur eða leik- ari. Og það ætti að vera atvinna eða stétt. Staða eigtnkonu eða móður ætti að tefiast sérstök stétt“. SAMANTHA EGGAR KVIKMYNDASTJARNA: „Stúlkur hafa fullan i'ét.t til að eiga sín ástarævintýri fyrir hjónabandið eins og karlmenn, og ég sé ekkert athugavert við, að stúlka búi méð manni, þó að hún láti aldrei verða af því að giftast honum. En mér finnst hjónabandið einskis virði Jengur ef maðurinn og konan halda framhjá hvort öðru“. DIANA RIGG LEIKKONA: „Konur hugsa ekki sjálfstætt. Þær eru hræddar um, að þær verði óhamingjusamar og ein- mana ef þær flýti sér ekki að ná í eiginmann. Og að þvi marki einbeita þær öllum kröftum sín- um í stað þess að þroska liæfi- leika sína til fulls og gera eitt- hvað að gagni í heiminum. Flest- um konum hugkvæmist ekki sá möguleiki að gifta sig ekki. Það er vegna þess að hugmyndinni um hjónaband hefur verið troð- ið inn \ okkur frá blautu bnrns- beini“. \ SHIRLEY rMACLAINE KVIKMYNDASTJ ARN.A: „Mér líkar vel við konur, en ég treysti þeim ekki. Ég’ freysti ekki þessum kvenlegu meinfýsnu konum sem alltaf eru með spegil á lofti. Þá gengur hégómieik- inn fulllangt". DORIS DAY KVIKMYNDASTJARNA: „Ég nýt þeirrar tilfinningar að vera kona. Ég hugsa eins og kona, og mig langar að vera aðlaðandi og heilbrigð kona. Þeg ar ég lýk við að leika í kvik- mynd langar mig og hef þörf fyrir að fara heim ag verða aft- ur húsmóðir. Konur mega aldrei meta starf sitt utan heimilisins meira en fjölskyldu sína“. JEAN SHRIMPTON FYRIRSÆTA: „Mér leiðist kvennahjal. Ég hef miklu meiri ánægju aí að tala við karlmenn en konur; þeir eru gáfaðri og standa konum framar vitsmunalega séð. Karl- ' menn eru betri leikarar, hetri rithöfundar, betri listmálarar en konur. Já, ég álít, að konur hafi takmarkaðri huga en karl- menn. Konur hafa þessa áköfu löngun til að giftast og eignast heimili; það hindrar þroska þeirra og takmarkar þær„. BARBARA CARTLAND SKÁLDKONA: „Djúpt í hjarta hverrar konu er fólgin hennar frumlæga eig- ind — hún er gyðjan máttuga, alheimsmóðirin, eiginkonan, ást- mærin og vinan. Það er hlutverk konunnar að fegra jörðina með návist sinni“. ZSA ZSA GABOR KVIKMYNDASTJARNA: „Aðalatriðið er ekki, að konan sé auðug eða falleg, heldur að hún sé skemmtileg. Þess vegna standa allar dyr mér opnar". MAE WEST KVIKMYNDA.STJARNA: „Ef kona þarf að fækka fötum til að sýna kynþokka sinn, hefur hún engan“. ANN QUIN SKÁLDKONA: „Konur eru á margan hátt gagnólíkar karlmönnum. Þeir eru alltaf að reyna að gera sig gildandi, þeir eru hégómlegri, en konurnar aðlögunarhæfari. Þær geta leikið mörg hlutverk, já, konur hafa mikið af eigin- leikum kamelljónsins“. „Meginástæðan til uppgjafar- stefnu konunnar er sú, að slúlka á gelgjuskeiði telur sig ekki á- byrga fyrir framlíð sinni. Hún sér enga þörf á að krefjast mik- ils af sjálfri sér, því að liún veit, að hún getur hallað sér að öðrum seinna og látið þá taka ákvarðanirnar f.vrir sig. Hún styður sig ekki við karlmann- inn vegna þess að hún finni til vanmáttar síns, heldur af því að uppeldi hennar ræktar hjá henni rangan hugsunarhátt, og með því að láta karlmanninn stjórna lífi sínu gerir húu sig vanmáttuga gagnvart honum“. CANDICE BERGEN LEIKKONA: „Fegurð er svo leiðinleg. Ég er algerlega á móti þessari dýrk- un á æsku og fegurð. Fólk er hætt að bera virðingu fyrir aldri og reynslu, og það sér ekki ieng- ur, að falleg kona um sextugt getur borið langt af blómlegri átján ára stúlku“. NELL DUNN RITHÖFUNDUR: „Ég er fegin, að ég er kona, því að konum fyrirgefst mikið. Þær þurfa ekki að vita eins mik- ið af staðreyndum og karlmenn og geta leyft sér að vera reik- ulli en þeir“. SIMONE de BEAUVOIR HEIMSPEKINGUR: g 26. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.