Alþýðublaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 3
XSLENDINGAR
OG HAFXÐ
Hertaka bandaríska tund-
urskeytabátsins, Pueblo, fyr
ir utan strendur Nor'ður-
Kóreu, hvort sem það nú var
innan e'ða utan landhelgi,
liefur minnt menn óþyrmi-
lega á hið óleysta deilumá1
Kóreu. Svo virðist sem árás
norður-kóreanskra úrvals-
hermanna á forsetaliöllina í
S-Kóreu síðastliðinn sunnu
dag hefir verið eins konar
forleikur að hertöku tundur
skeytabátsins. Það er að
minnsta kosti víst, að ástand
ið í Kóreu getur engan veg
inn talizt tryggt, þótt upp á
síðkastið hafi það fallíð í
skugga Vietnam-stríðsins.
Merkið, sem verðlauniu hlaut.
n i vor
hefur fengiö e
Efnt verður til sjávarútvegssýningar í íþróttahöllinni við Laugar-
dal snemma á næsta sumri og er ráðgert, að hún hefjist hinn 25.
mai n.k. Efnt var tíl hugmyndasamkeppni um merki sýningarinnar
og hlaut teikning tveggja auglýsingateiknara í Reykjavík verðlaunin
í samkeppninni, en þeir eru Guðbergur Auðunsson og Atli Már
Árnason. Þátt munu taka í sýningunni fjölmargir að'ilar á sviði
framleiðslu, útflutnings og innflutnings í þágu sjávarútvegsins, þar
á meöal opinberar stofnanir og félagasamtök.
Flokkstjórnar-
fundur
a morgun
Flokkstjórnarfundur Alþýðuflokksins verður
settur á morgun (laugardaginn 27. janúar) og
verður fram haldið á sunnudag.
Fundurinn verður haldinn í húsi Slysavarnar-
félagsins við Grandagarð, Reykjavík, og hefst
hann kl. 2 e. h.
Fyrir þremur árum var sam
þykkt á fundi Sjómannadagsráðs
í Reykjavík og Hafnarfirði að fela
stjórn ráðsins að hefja undirbún-
ing í „sjóminjasýningu” og yrði
stefnt að opnun hennar á 30 ára
afmæli Sjómannadagsins hér í
Reykjavík árið 1967. Svo fór þó,
að ekki reyndist unnt að halda
sýninguna á tilsettum tíma, þar
sem ekki fékkst inni fyrir sýning-
una í Sýningarhöllinni í Laugar-
dal, og varð að ráði að íresta
henni um eitt ár. Er nú steint að
því að opna hana 25. maí — dag
inn fyrir Sjómannadaginn.
Unnið hefur verið jafnt og þétt
að undirbúningi sýningarinnar síð
an á sl. sumri, og unnu tveir menn
kjörnir af Sjómannadagsráði,
Pétur Sigurðsson, formaður þess
og Guðmundur H. Oddsson gjald
keri, að honum í fyrstu og réðu
þeir m. a. framkvæmdastjóra sýn
Framhald á 11. r,íðu.”
SIKYNNING FRÁ
✓
Allan þann tíma, sem lið
inn er síðan vopnahléssanm
ingurinn var undirritaður
1953, hefur loftið við landa-
mæri Norður og Suður-Kór
eu verið lævi blandið og á-
rekstrar tíðir. Jafnvel þótt
þarna hafi aldrei verið um
nein stórátök að ræða, hefur
þetta verið nóg til að við-
halda viðsjám milli lands-
lilutanna. Beggja megin
landamæralínunnar, sem
markast af 38. breiddarbaug,
eru til staðar hersveitir grá
ar fyir járnum og þær eru
mun fleiri nú en sumarið
1950, er Ncður-Kóreumenn
réðust . inn í Suður-Kóreu.
400.000 úrvalshermenn eru
við landámærin nor'ðan meg-
•n, en sunnanmenn hafa á
að skiua 600.000 hermönn-
um auk 50.000 bandarískra.
Ein ástæðan fyrir hinni
auknu spennu í Kóreu und-
anfarið er þátttaka S'.iður-
Kóreu í Vietnam-stríðinu.
Nú eru rúmlega 40.000 suð-
ur-kóreuanskir hermenn í
S-Vietnam, og er það svip-
að og fiöldi kínverskra „sjálf
boðaliða", sem börðust nieð
norðanmönnum í Kóreustríð
inu á sínum tíma.
Astæðan fyrir því, að
Bandaríkjamenn snéru sér
til Rússa um aðstoð til að fá
tundurskeytabátinn Pueblo
leystan úr haldi, er sú, að
Bandaríkin hafa ekki enn
viðurkennt Norður-Kóreu
síðan landinu var skipt eft-
ir fall Japana í síðari heims
stvrjöld. Það hefur heldur
aldrei komið til tals að
Bandaríkin vi'ðurkenndu
st.iórnina í Pyongyang, höf-
uðborg N-Kóreu, vegna þess
að S-Kórea er tryggasti
bandamaður Bandaríkjanna
í Asíu. í Kóreustríðinu 1950
— 1953 urðu Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra
undir merki SÞ fyrir gífur-
legu tjóni við að verja S.-
^ ^ e"* ChTnqjfe
^ .......................
.-^N.KOREA
JonGSlrr=-yf/i:-4
Y-A 4
HEILDVERZLUN ASBJARNAR OLAFSSONAR HF.
Erum fluttir af Grettisgötu 2 og ópnum á laugardag 27. janúar
í hinum nýju húsakynnum okkar að BORGARTÚNI 27
BÍLASTÆÐI fyrir minnst 100 BÍLA Síminn verður áfram 24440, 5 línur
Kortið sýn’ir hvar skipið var,
er það var tekið.
Kóreu, en kínverskir „sjálf-
boðaliðar“ veittu N-Kóreu
lið.
Samband stjórnanna f
Washington og Pyongyang
hefur jafnan verið spennu
þrungið. Þó segjast báðar
stjórnirnar að fullu hafa
lialdið vopnahléssamningana
sem gerðir voru í laridamæra
bænum Panmunjon 1953.
Formleg friðaryfirlýsing
fylgdi ekki þeim samningum,
en gert var ráð fyrir samein
aðri Kóreu undir eftiliti SÞ.
Þær hugmyndir lrafa þó
aldrei komizt til fram-
kvæmda og því standa enn
vígbúnir herir andspænis
hvor öðrum við 38. breiddar
baug.
A síðustu árum hefur hug
sjójnaágreiningsins milli
Moskvu og Peking tekið að
gæta í N-Kóreu. Upphaflega
stóð landið nær Kínverjum,
en í síðari tíð hefur stjórnin
í Pyongyang teldð upp hlut
leysisafstoðu og hallast nú
ef til vill meira að Rússum.
Erfitt er að gera sér grein
fyrir í fljótu bragði hinni
Framhald á 11. síðu.
ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HF. Borgartúni 27.
26. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ