Alþýðublaðið - 01.02.1968, Síða 11
MkK%í. ~a
HVAÐ HEFUR GERZT
og banni þeim jafnvel að fyr-
irskipa framleiðslustöSvun yf-
irleitt. Hliðarráðstafanir yrðu
eflaust að sigla í kjölfarið. en
um þær er ekki tiijiabært að
fjölyrða. Það er þó óhætt að
segja, að ríkisstjórnin getur að
sjálfsögðu ekki látið litlum
lióp manna haldast það pupi,
að stöðva stærstu og mikilvæg-
ustu atvinnutæki þjóðarinnar,
þegar ríkisvaldið er reiðubúið
til þess að veita þessum iðn-
aði opinbera aðstoð í erfið-
leikum hans, aðstoð, sem tví-
mælalaust á að nægja til þess
að gera reksturinn mögulegan,
en getur með engu móti orðið
meiri, þar eð takmörk hijóta
að vera fyrir því, hversu djúpt
er hægt að seilast í vasa alls
almennings eftir fjármunum
til þess að bæta úr erfiðleik-
um atvinnuveganna.
Sú þróun mála, sem ég hefi
lýst hér að framan, veldur því,
að ríkissjóður er nú búinn að
binda sér bagga, sem ncmur
290 milljónum króna, vegna
þessarar aðstoðar við báta-
flotann og frystiiðnaðinn,
bagga, sem ekki var hægt að
sjá fyrir, að gæti orðið svona
þungur. Þegar gengislækkunin
var ákveðin, var jafnframl ráð-
gert að nota tekjuauka ríkis-
sjóðs í sambandi við hana til
þess að lækka tolla, sumpart í
því skyni, að hamla gegn verð-
hækkunaráhrifum gengislækk-
unarinnar, og sumpart til þess
að draga úr því efnahags- og
viðskiptamisræmi, sem hinir
gífurlega háu tollar hér á
landi óneitanlega valda. Var
talið, að til ráðstöfunar í þessu
skyni gæti orðið allt að 250
milljónum króna. Ef hætt væri
algjörlega við þessa tollalækk-
un, mætti segja, að fjárhags-
vandamál ríkissjóðs væri í að-
aíatriðum leyst. En verðliækk-
unin af völdum gengislækkun-
arinnar verður bá þeim mun
meiri en ella. Og við 'ncfðum
glatað mikilvægu tækifæri til
þess að lækka hina óeðlilega
háu tolla okkar. Ríkisstjórnin
og stuðningsflokkar hennar
hafa ekki enn tekið endanleg-
ar ákvarðanir um, hvernig bess-
ata 290 milljóna króna verður
aflað. Það getur auðvitað
ekki orðið þannig, að það komi
ekki víða við. Gera má ráð
fyrir, að tollalækkanirnar
verði mun minni en orðið
hefði, ef þessi aukni vandi
hefði ekki orðið til- Einhverr-
ar nýrrar tekjuöflunar verður
eflaust þörf, en síðast en ekki
sízt verður allsherjar sparnað-
ur á útgjöldum ríkissjóðs án
efa nauðsynlegur. Hann hefði
raunar þegar orðið nauðsyn-
legur, þótt þessi vandi hefði
ekki komið til, blátt áfram
vegna þess, að þegar heildar-
tekjur þjóðarinnar lækka jafn-
mikið og nú á sér stað, er ó-
stætt á því, að útgjöld ríkis-
ins séu ekki einnig lækkuð
mjög verulega. Verður það án
efa eitt helzta verkefni rikis-
stjórna»-'innar næstu vikur og
mánuði að kanna alla mögu-
leika á lækkun ríkisútgjalda.
Seeia má með sanni, að ekki
sé það biört mynd af ástandi
og horfum í íslenzkum efna-
hagsmálum, sem ég hefi hér
dregið udd. En ég hef reynt
að hafa mvndina eins sanna og
rétta og ég get. Ég skil vel, að
mörgum finnist, að vandinn
hafi alltaf verið að vaxa á
undanförnu ári og aldrei hafi
verið eert nógu mikið til þess
að ráða hót á vandanum. Allt-
af hafi verið gert of lítið f
einu, og bess vegna sé eins og
alltaf komi nýr vandi til skjal-
anna, beear einn hafi verið
leystur. Og það er satt að segja
talsvert til í þessu. Samt eru
til skáriugar á viðbrögðum
stjórnarvatdanna hverju sinni
Það er nft hægt og meira að
segja auðvajt að vera hygginn
eftir á. Ée fyrir mitt leyti er
ekkert feiminn við að játa
mistök. ef ég tel þau hafa orð-
ið. Af bví minnkar enginn, og
til þess eru mistök að læra
af þeim En hvernig sem ég
velti öilnm bessum málum fyr-
ir mér v>5 get ég ekki annað
liugseð na en að við hver
tímamét haH varla verið hægt
að gera annað en það, sem
gert var og að það hafi, þrátt
fyrir allt verið hið liyggileg-
asta. ErfiðTeikarnir hefjast uni
mitt ár 1966. Strax um Iiaustið
OFURLfTIÐ MINNISBLAÐ
F L U G
er viðnámið hafið með verð-
stöðvunarstefnunni. Með henni
var atvinnuvegunum forðað
frá framleiðslukostnaðaraukn-
ingu í þeirri von, að verðlags-
þróunin snerist okkur aftur í
hag. Þegar það verður Ijóst
liaustið 1967, að það gerist
ekki, heldur hitt, að ástandið
er enn að versna, eru gerðar
ráðstafanir til þess að tryggja
hallalausan ríkisbúskap og
forða þjóðinni frá þeirri verð-
bólguhættu og ringulreið, sem
stórkostlegur halli á ríkisbú-
skapnum hefði hlotið að liafa
í för mcð sér. En jafnframt
er að því stefnt, að kaupgjald
hækki ekki, þrátt fyrir verð-
lagshækkanir, og þannig reynt
að tryggja útflutningsatvinnu-
vegunum óbreytt kaupgjald,
meðan á erfiðleikunum stæði.
Þegar svo þarf að breyta gengi
íslenzku krónunnar í nóvember
síðastliðnum vegna lækkunar
pundsins, er gengislækkunin
höfð ríflegri í' því skyni, að
styðja útflutningsatvinnuveg-
ina og iðnaðinn enn frekar, án
þess þó að efna til meiri verð-
lagshækkana innanlands en svo,
að von ætti að geta verið til
þess, að kaupgjald haldist ó-
breytt. Og þegar ástandið síðan
reynist enn verra en búizt hafði
verið við, getur vlðbótargeng-
islækkun ekki talizt skynsam-
legt ráð, og þá ekki um neitt
annað að ræða en að hið opin-
bera hlaupi undir bagga til
bess að koma í veg fyrir stöðv-
un undirstöðuatvinnuvega
hióðarinnar og bjóða fram að-
stoð af opinberu fé. Það er
þetta, sem er að gerast þessa
dagana.
Að síðustu vjl ég endurtaka,
að ég tel ríkisstjómina ekki
geta sætt sig við, að ekki sé
unnið úr þeim afla, sem sjó-
mennirnir færa að landi. Ég
vona, að Alþýðuflokkurinn
styðji sérhverja þá ráðstöfun,
sem nauðsynleg er til að
tryggja, að mikilvægasti iðn-
aður landsmanna, hraðfrysti-
iðnaðurinn, verði starfræktur
í þágu þjóðarinnar, með hags-
muni þjóðarinnar fyrir augum
og enga aðra hagsmuni.
* Pan Amcrican.
Pan American þota kom í morgun kl.
6,05 frá New York. Fór kl. 06,45 til
Glasgow og Kaupmannahafnar. Þotan
er væntanleg frá Kaupmannahöfn og
Glasgow i kvöld kl. 18,25 og íer til
New York kl. 19,15.
* Flugfélag íslands h.f.
Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow
og Kaupmannahafnar kl. 09,30 í dag.
Væntanlegur aftur til Kcflavíkur kl.
19,20 í kvöld. Flugvélin fcr til Lund
na kl. 10.00 í fyrramálið.
Innanlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til: Akurcyrar (2 ferðir), Vest
mannaeyja (2 ferðir), Patreksfjarðar,
ísafjarðar, Egilsstaða og Sauðárkróks.
* Loftieiðir h.f.
Leifur Eiriksson cr væntanlegur frá
New York kl. 08,30. Ileldur áfram til
Luxemborgar kl. 09,30. Er væntanlegur
til baka frá Luzemborg kl. 01,00. Held
ur áfram til New York kl. 02.00. Snorri
Þorfinnsson fer til Óslóar, Kaupmanna
hafnar og Ilelsingfors kl. 09,30. Þor
valdur Eiriksson er væntanlcgur frá
Kaupmannahöfn, Gautahorg og Ósló
kl. 00,30.
S K I P
* Skipadeild SÍS.
Arnarfell fer í dag frá Hull til Þor
lákshafnar og Rvikur. Jökulfell lcstar
á Vcstfjörðum. Dísarfell fcr í dag frá
Rotterdam til Austfjarða Litlafell los
ar á Austfjörðum. Helgafell fór i gær
frá Hsavík til Rotterdam. Stapafell
væntanlegt til Rotterdam í dag. Mæli
fell fer i dag frá Þorlákshöfn til Reyð
arfjarðar og Odda.
-k Hafskip h.f.
Laugá er i Gdynia. Laxá fór frá Bil
bao 30. til Rotterdam. Rangá fór frá
Rotterdam 30. til Reyðarfjarðar. Selá
er i ltotterdam.
★ Skipaútgerð ríkisins.
Esja er á Austurlandshöfnum á norð
urleið. Herjólfur fer frá Vestmanna
eyjum kl. 21.00 í kvöld til Rvíkur.
Herðubreið cr á Norðurlandshöfnum á'
austurlcið. Baldur fór til Snæfellsness
og Breiðafjarðarhafna í gærkvöld.
★ Eimskipafélag íslands h.f.
Bakkafoss fer frá Moss í dag til Gauta
borgar og Kaupmannahafnar. Brúar
foss fer frá Norfolk 2/2 til New York.
Dettifoss fer frá Walkom 2/2 til Kotka
og Rvíkur. Fjallfoss fór frá Ncw York,
26/1 til Rvíkur. Goðafoss fór frá Siglu,
firði 28/1 til Zeebrugge, Grimsby, Rott:
erdam, Rostock og Hamborgar. Gulh
foss fór frá Kaupmannahöfn 31/1 til
Ivristiansand, Thorshavn og Rvíkur.
Lagarfoss var væntalnegur til Þorláks
hafnar kl. 22.00 í gærkvköld frá Osló
fer þaðan til Rvíkur. Mánafoss fór frá'
Antwerpen í gær 31/1 til Hull, Lcith!
og Rvíkur. Reykjafoss fór frá Gufu,
nesi 27/1 til Hamborgar og Rotterdam.
Selfoss fór frá Tálknafirði í gær til,
Grundafjarðar, Stykkishólms og lívík
ur. Skógafoss fór frá Eskifirði f gær
til Fáskrúðsfjarðar og Raufarhafnar..
Tungufoss fór frá Færejum 31/1 tií
Rvikur. Askja fór frá Hull 30/1 til K
víkur. Iltan skrifstofutíma eru skipa
fréttir lesnar í sjálfvirkum símsvara
21466.
VM»HEOT
★ Æskulýðsfclas: Laugarnessóknar
fundur í kirkjukjallaranum í kvöltf,
kl. 8,30, fjölbreytt fundarefni. Séra
Garðar Svavarsson.
. ....... !■ M ■■■■ ..
Við mótmælum
Framhald af 5. síðu.
ekki að sér viðskiptavini af því
að ekið er um hana í einhverju
vissa stefnu; heldur af hinu að
unnt sé að leggja þar bifreið-
inni. Bifreiðastæði við Lauga-
veg er það sem hjálpað gæti
kaupmönnumi þar ef þeim á sér
staklega að hjálpa. Og það mun
sannast að austur við Hlemm-
torg og á Snorrahraut milli
Hverfisgötu og Laugavegar og
þar í kring skapast mikil um-
ferðarvandræði ef svo er gert
sem nú er ætlað. Þetta er vit-
firring.
— Vogahverfisbúi.
SMTIRT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
Réttingar
ityébætsng
Bílasprautun.
Tímavínna. — Ákvæðisvinna.
Bílaverkstæðið
VESTURAS HF.
Ármúla 7 — Sími 35740.
Frá Gluggaþjónustunni
Tvöfalt einangrunargler, allar þykktir af rúðugleri,
sjáum um isetningar, leggjum mósaik og flísar og margt
fleira.
GLUGGADJÓNUSTAN,
Hátúni 27 Sími 12880.
OKUMENN
Látið stilla í tixna.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
BRAUDHUSIÐ
SNACK BÁR
Laugavegi 126.
sfmi 24631.
ÓTTAR YNGVASON
héraðsdómslögmaður
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHLÍÐ 1 ^imi 21295
HAROVIÐAR
OTIHUROIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKOLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
1. febrúar 1968 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ \\