Alþýðublaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 5
rz VlSINDAFÉLAGIÐ EFLIR ÚTGÁFUSTARFSEMI SlNA Ræít viö dr. Sturlu FriÖriksson, formann félagsins Vísindafélag íslendinga hefur nú starfað hartnær um hálfrar aldar skeið. Tilgangur þess er; að styðja hvers konar vísinda- lega starfsemj í landinu, og hef ur félagio á starfsferli sínum gefið út fjölda riía og bóka uin vísindaíeg málefni, þóft fjár'- hagur félagsins hafi ætíð verið harla bágborinn. í einum hríðar bylnum á dögunum lagði blaða- maður Alþýðublaðsins leið sína á fund dr. Sturlu Friðrikssonar, forseta Vísindafélagsins og innti hann eftir starfsemi þess. For- setinn tók vel í að svara sjiurn- ingum blaðamannsins og t'er við talið hér á eftir. ,,Hverjir stofnuðu Vísindafé- lagið og hver er vettvangur þess?“ „Vísindafélag íslendinga er stofnað af nokkrum prófessor- um Háskólans fyrir tæpum fimm tíu árum, og var það gert til að minnast á veiðeigandi hátt þeirra tímamóta í sögu þjóðar- innar sem voru 1. des. 1918. 1 lögum félagsins segir að til gangur þess sé að styðja hvers konar vísindastarfsemi í land- inu. í félaginu skulu haldnir fundir svo oft sem kost- ur er ó, þó eigi sjaldnar en ann an hvern mánuð á tímabilinu frá 1. okt. til 30. maí. Á hverj um fundi skal fyrirlestur flutt ur eða umræður hafðar um eitt livert það efni er að vísindum lýtur. Félagið gefur út, eftir því sem kostur er 'á, rit þau og rit- gerðir, er því berast til hirt- ingar eða samin verða að til- hlutan þess og þess þykja verð. Félagið getur ennfremur gefið mönnum kost á að vinna til verðlauna eða annarrar sæmd ar fyrir úrlausn verkefna er það setur“. ,,Hvað eru margir meðlimir í Vísindafélaginu?“ „Félagar eru nú 70 talsins, en geta samkvæmt lögum fé- lagsins verið 72. ,,Hvernig ' er inntöku nýrra félaga hagað?“ ,,Félagar eru kosnir efíir til lögum tvaggja meðlimfj. Þarf þá að fylgja greinargerð um vísindastörf hins væntanlega félagsmanns". „Hafið þið samskipti við hlið stæð félög erlendis?“ ,,Já, við fáum bækur hlið- stæðra félaga erlendis og stönd um í nokkrum bréfaskiptum við þau. Vísindafélagið hefur komið fram sem aðili að sam- skiptum við vísindafélög og akademíur, sérstaklega í Frakk landi, Noi/ðurlöndum og í Bandaríkjunum". „Svo við víkjum nánar að fundum félagsins, hvernig fara þeir fram?“ „Á fundum félagsins skýra meðlimir þess frá vísiiidalegum viðfangsefnum sem þeir hafá féngizt við og geta gefið niður stöður um. Þessir fundir má segja að séu um hin ýmsu vís indalegu viðfangsefni á sviði raunvísinda og hugvísinda. Þlarna eru flutt yfirlitserjndi um ákveðna fræðilgrein jafnt sem um sérhæfð rannsóknar- atriði, sem viðkomandi hefur verið að fást við. Ýmsar hug- dettur íslenzkra fræðimanna hafa fyrst komið fram á bess- um fundum“. „Þá er það útgáfa félagsins, ef þér vjlduð segja okkur eitf hvað um hana?“ „Útgáfa félagsins hefur hald izt allt frá stofnun þess. Gef- ur félagið út þi'já flokka rita um vísindaleg málefni, og eru þau gefin út á alþjóðamálum. Fyrsti flokkur ri.tanna heitir Rit, og er það flokkur ýmissa scærri vísindalegra ritgerða. Nú hafa komið út 38 rit í þeim flokki. Annar flokkur ritanna eru Greinar, en það er safn ýmissa smærri ritgerða. Nýlega er komið út 3. hefti í IV. ár- gangi þessa flokks. Þá hefur félagið séð um útgáfu á rit- gerðum um Heklugos í sam- vinnu við N'áttúrugripasafnið. Bru nú komin út 14 rit í því safni og er væntanlega aðeins eftir ein ritsmíð til þess að því verki sé lokið“. ,,Þau rit er síðast komu úí á vegum félagsins eru með nokk uð öðru sniði en hin fyrri, hvað getið þér sagt um það?“ „Já, mun glæsilegar hefur verið gengið frá tveim af þrem síðustu bókunum, þ.e. 1. heft- inu í ritgerílasafninlu um Heklugosið 1947 — 1948, eftir dr. Sigurð Þórarinsson og svokall aðri Hryggj|Brstykkjabók. sem er safn erinda, sem flutt voru Dr. Sturla Friðriksson. á ráðstefnu Jarðfræðifélags ís- lands á sl. ári, en til útgáfu 'hennar veitti menntamálaráð- herra aukafjárveitingu. Félagið hefur hafið herferð til að opna markaði fyrir ritin, með því að senda auglýsingamiða og dreil'i bréf til ýmissa vísindastofnana og bókasafna víða um heim“. „Hefur herferðin borið ár- angur?“ „Já, hún hefur þegar borið ár angur og nemur salan nú um 25% af útsendum auglýsingamið um. Það má geta þess að brezk ur bóksali hefur sagt að árangur inn af sölunni miðað við út- senda auglýsingamiða sé langt um betri en þeir gætu hugsað sér í Bretlandi“. „Hverjir annast sölu bók- anna hér?“ ,,Sölu hér annast Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns- sonar. Hin síðartalda tók ejnn- ig að sér dreifingu auglýsing- arinnar erlendis“. ,,Hvernig er ástatt um fjár- mál Vísindafélagsins?“ „Félagið stendur að mikil i útgáfustarfsemi eins og kom í ljós hér óður. Það hefur hins vegar til þess afar lííið fé o| stendur útgáfan ekki undir sér fjárhagslega, vegna þess a5 mikið af ritum félagsins er sent í skiptum fyrir ýms erlend rit sem erlendar stofnanir og vís- indafélög senda í staðinn. Skipdi rit félagsins verða síðan til aí- nota í Háskóla íslands og stend ur félagið því óbeint að öflun rita fyrir Háskólabókasafnvð". ,,Hvar fær félagið peninga til útgáfunnar?“ „Félagið hefur fengið árlega úr Ríkissjóði 120 þús. krónur. Þessir peningar renna til útgáf unnar að viðlögðum félagsgjpld um og eru þeir einu sem félag ið liefur úr að spila til útgáf- unnar. Vegna 50 ára afmælis Vísindafélagsins hefur vcrið sótt um aukinn fjárstyrk, því félagsmenn vilja marka þessi tímamót og gefa út hátíðarrit, og jafnvel hefja Greinar félags ins upp í það að geta orðið vís indalegt tímarit á íslandi, sem kæmi út reglulega. Tel ég mjög æskilegt að hægt væri að haldá úti slíku tímariti. Hingað tiíl lands kemur árlega fjöldi er- lendra vísindamanna til að stunda rannsóknir. Margir hafa boðið birtingu á niðurstöðum sínum og liggja þær fyrir, en ekki er hægt að sinna þcim vegna fjárskorts. Ætti það að vera okkur mecnaðarmál að gera rannsóknir þessarra út- lendinga ennþá fslenzkarj og jtengdari okkur, með því að veita aðstoð til að þær gætu birzí hér“. „Hvað vilduð þér segja að lokum og þá í tilefni 50 ára afmælisins í desember n.k.“. „Það er hugur félagsins á þessum tíníamótum að stuðla að eflingu íslenzkra vísinda og þá sérstaklega að kynna niður stöður á rannsóknum íslenzkra vísindamanna á erlendum vett- vangi, í enn ríkari rræli en gert \hefur verið til þessa“. STJÖRNUBÍÓ: Kardinálinn Bandarísk frá 1963. Leikstjóri og framleiðandi: Otfo Preming er, Handrit: Itobert Dozier eft- ir sögu Ilenry Morton Robin- son. Kvikmyndun: Leon Sham^ riy. Tónlist: Jerome Moross. 174 mín. Otto Preminger er ekki mik- ill kvikmyndamaður. Þessi mynd minnir einna helzt á bókmennta legt vepk, sem fært hefur verið i kvikmyndalegt form, án þess eð eiginleikar kvikmyndariun- ar hafj verið nýitir til hins ítr- asta; þ.e.a.s. við gætum hugsað okkur þetta efni í viðamikilli skáldsögu, án þess að megin- inntak verksins glatist, og haft fullt ejns gaman af lestrinum. En þegar svo er komið, er ekki um mikinn kvikmyndaskáld- skap að ræða. í þessari mynd kemur Prem- ingar víða við og liefur mjkið að segja. Sagan segir frá Stef- áni Fermoyle, sem er vígður prestur 1917 í kaþólskri kirkju, brautargengi hans innan kirkj- unnar, þangað til hann verður kardínáli, hjálpsemi hans og innri baráttu. Inní þetta sPinnst svo upphaf seinni heimsstyrj- aldar, kynþáttamisréttið og að- gerðir Klu-Klux-Klan hreyfing arinnar. Stefán er heiðarlegur niaður og fylgir boðskap kirkj unnar útí yztu æsar. Það verð- ur m.a. til þess, að hann á mik inn þátt í að fyrirhugað Jijóna band systur hans og Bennys, vinar hennar, sem er af gyð- ingaættum, verður að engu; og einnegjn þegar systirin lætur líf ið vegría barnsfæðingar. Stefán verður ástfanginn af Önnu- Franihald á 11. siðu. Stefán (Tom Tryon) heimsækir Onnumariu (Romy Schneidcr) í fangelsinu, en hun hafði venð tekm til fanga af Gestapó. 7. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.