Alþýðublaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 4
n VID I IVIÓT í MÆLUM ÞAÐ heíur lengl verið á allra vitorði, að öngþveiti og ófremdar.ástand ríkir í barná he'imilamálum Reykvíkinga. í yngstu aldursflokkum eru eih stæðar mæður og námsmenn látnir sitja fyrir með börn - en jafnskjótt og hinir síðar- 'nefndu hafa lokið námi sínu er börnum þeirra vísað á göt- una. Ríkir í þeim efnum hin mesta nákvæmnj - en ekk'i að sama skapi jafnræði. - O — I*AI) er skilyrðislaus krafa borgaranna, að málum þess- um verði kippt I lag hið bráð asta. Fé hefur eflaust verið eytt í annað óviturlegra hér í borg. Það er eðlilegt og samr gjarnt, að þeim mæðrum, sem vinna v'ilja úti, hvort sem það er af fjárliagsástæðum eða öðrum ástæðum, sé sköpuð til þess aðstaða. - O — ^ BIÐLISTAR barnaheimil anna hér í borginni munu orðn ir allangir. Hverjar útbætur eru fyrirhugaðar? - O — LÖGREGLUMÁL hafa ver- ið mjög á döfinni undanfarna daga og vikur og ekki að á- stæðulausu: Iítilmannlegt morð svo að segja í miðborg og stór felld skemmdarverk á sumar- bústöðum í nágrenni hennar hafa um stund snúið huga manna að þessari hlið hins dag lfcga lífs Annað þessara mála hefur enn ekki tekizt að upplýsa og er það illt. Læðist ekki að mönnum grun ur um, aö hér sé eínhvers staö ar pottur brotinn? Erlendis tíökast og liefur lengi tíð- kazt að lögsagnarumdæm um sé skipt í stærri eða smærri varðsvæöi. Þar eru til taks lög reglumenn - gjarnan með bif reiðar eða bifhjól . og gegna þeir eftirl'itsstörfum hver á sínu svæði, án þess að sveima á milli borgar - eða bæjarhluta eins og hér mun tíðkast. Fyrir þetta verður allt starf lög- gæzlunnar mun auðveldara og öryggi fólksins meira. Það mun einnig hafa bor'ið við, að millj Iögreglumannanna og íbúanna hafi skapazt tengsl, sem hafi gert þá engu síöur handgengna fólkinu en lækn- ar eru og prestar. Er nú ekki mál til komið, að lögreglan í Reykjavík endurskoði varð- svæðafyrirkomulag sitt, þannig að menn geti ekki gert svona nokkurn veginn hvað sem þeim sýnist. meðan lögregluþjónarn ir ráða ráðum sínum niðri á lögreglustöð? Það er víst ó- þarfi að taka það fram, að Reykjavík hefur löngu teygzt út fyrir gamla miðbæfnn! 4 8. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐID SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUÐHÚSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126. sími 24631. EIRRÖR Kranar, fyttings, einangrun o. fl. til hita og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. S. 38840. E inangrunargl er Hú'íe'igeiidur Byggingameistarar. Úivcgum tvöfalt einangrunargler með mjög stuttum fyrir- vara. Sjáum um ísetningu og alls konar breytingu á glugg- um. Úlvegum tvöfalt gler í lausfög og sjáum um mál- toku. Gerum við sprungur í steyptum veggjum með þaulreyndu gúmmíefni. — Gerið svo vel og leitið tilboða. — Sími 51139 og 52620. ' tAWJMS-JLidKi Frá Gluggaþjónustunni Tvöfait einangrunargler, allar þykktir af rúðugleri, sjáum um ísetningar, leggjum mósaik og flísar og margt fleira CLUGGAÞJÓNUSTAN, Hátúni 27. — Sími 12880. 19092 og 18966 TIL LEIGU LIPRIR NÝIR SENDIFERÐABlLAR án ökumanns. Heimasími 52286. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa FRIÐRIKS GUNNLAUGSSONAR Hafnargötu 43 Keflavík. Gunnfríður Friðriksdóttir, Friðrika Friðriksdóttir, Janus Guðmundsson, Lára Janusdóttir, Sigurveig Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Friðrik Magnússon Við þökkum innilega þeim öllum einstaklingum og félags- heildum sem heiðruðu minningu ÁGÚSTS JÓSEPSSONAR fyrrverandi heilbrigðisfulltrúa, við útför hans 6. þ.m. Ar'inbjörii Þorkelssoh, Siguröur Stefánsson, og barnabörn. Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. LÆRDÓMUR FÁRVIÐRIÐ, sem gekk yfir la'ndið um síðustu helgi, mun skipa sér á bekk með hinum verstu, sem sögur fara af. Rík sam úð er látin í ljós við aðstandendvr hinna horfnu sjómanna, hvort sem eru íslenzkir eða brezkir. En samúðin fyllir aðeins lítinn hluta af því skarði, sern ungir menn eða fjölskyldufeður skilja eftir. Tvær ályktanir má draga af þessum atburðum, enda þott þær stangist að nokkru leyti á. í fyrra lagi má telja víst, að tjón í fár- yiðrinu hefði getað orðið mun meira, ef ekki væri sú nútíma tækni í veðurfræði, aðvörun, skips gerð og björgunartækjum, sem raun ber vitni. í síðara lagi má minnast þess, hve bjargarlausir mennirnir geta verið í náttúru- hamförum, þrátt fyrir mikla og rómaða tækni á mörgum sviðum. Aðstaða sjómanna verðuraldrei gerð of 'góð. Til öryggis þeirra verður aldrei of mikið gert- Þetta er gamalt markmið hjá fiskveiðiþjóðum eins og íslending um. Ef til vill ber opinber rann- sókn í Bretlandi einhvern árang ur og þokar þessum málum enn í rétta átt. íslendingar munu fylgj ast vandlega með því máli og draga ,af því sem og atburðum þessum í einu og öllu eins mikinn lærdóm og framast er unnt. TOLLALÆKKUN ÞAÐ HEFUR verið fátt um góð tíðindi eða hagstæð á sviði efna- hagsmála undanfarna mánuði. Þar hefur verið við ærna og sí- vaxandi erfiðleika að etja, og ís- lenzka þjóðin hefur sjaldan mætt svo miklum andbyr fyrr. Nú hefur ríkisstjórnin þrátt fyrir allt lagt fram frumvarp um mikla tollalækkun. Er ætlunin að lækka tolla á f jölmörgum vöruteg undum, bæði neyzluvörum neyt- enda og hráefnum iðnaðar- Nem- ur lækkunin hátt á annað hundr að milljónum. Ríkisstjórnin sagði fyrir hátíð- ir í vetur, er fjárlög voru afgreidd að hún mundi nota allt umframfé, er ríkissjóður hefði á komandi ári, til lækkunar tolla. Breyttar aðstæður og yfir 300 milljónir króna í framleiðslustyrkjum hafa valdið því, að í raun réttri er eng* inn afgangur hjá ríkinu. Ríkisstjórnin hefur því ekki svikið nein loforð, eins og Tíminn heldur fram. Hins vegar verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að standa undir þessari tollalækkun, og mun það dæmi verða almenn ingi og þjóðarheildinni hagstætt, er það kemur allt í ljós. Þess vegna er rík ástæða til að fagna frumvarpinu um tollalækkun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.