Alþýðublaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. ~ Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Skýrsla OECD OECD er hið daglega heiti á Efnahags- og framfarastofnuninni í París. Eru íslendingar meðal þátttakenda og hafa á undanförn um árum haft af því margvíslegt gagn. Eitt af störfum OECD er að fylgj ast mjög nákvæmlega með þróun efnahagsmála í þátttökuríkjum sínum og gera um þau mál skýrslur, bæði einstök lönd en þó sérstaklega samanburðarskýrsl ur. Þar á meðal er árlega gefin út ein heildarskýrsla um hvert land og þykir oft fróðleik þar að finna. í gær ivar birt samtímis í París og Reykjavík skýrsla stofnunar- innar um ísland. Kemst stofnun- in að sömu niðurstöðu og ríkis- stjórnin um orsakir þeirra miklu erfiðleika, sem dunið hafa á þjóð- inni. Þeir eru greinilega verðfail afurða og aflabrestur, hvað sem stjórnarandstæðan hér heima segir. Á hinn bóginn eru sérfræðing- ar OECD öllu bjartsýnni á næstu framtíð en ríkisstjórnin hefur þor að að vera upp á síðkastið eftir að hún hafði oftar en einu sinni brennt sig á helzt til björtum von um síðastliðið ár. OECD tel- ur, að vænta megi verulegs bata á greiðslujöfnuði við útlönd á ár inu 1968, og eru þá taldar líkur á bata á aflabrögðum og afurða- verði. Vissulega er rík ástæða til að vona, að þjóðin hafi þegar komizt „í botn” í vandræðum sínum. Erf itt er að gera sér í hugalund verra ár en það, sem nýlega er liðið. Það er vissulega hugsanlegt, að aflabrögð verði jafn lítil eða minni — og það getur farið svo, að verð afurða haldist óbreytt. Verður þó að telja líkur á bata, og getur þjóðin sjálf stuðlað að því á margvíslegan hátt. Kemur raunar fram í skýrslunni, að mik ið sé undir því komið, að stjórn efnahagsmálanna haldi rétt á spil unum. Framleiðsla, sérstaklega til útflutnings, iverður að vera sem allra mest og gera verður meiri háttar átak til að halda kostnaði við hana niðri. Á hinn bóginn verður heildareftirspurn að vera innan þeirra marka, að skki skapist á ný óeðlileg eftir- spurn eftir innflutningi og erlend um gjaldeyri. OECD telur ekki aðeins mikið undir stjórnvöldum komið, held- ur bendir einnig á viðhorf laun- þega, atvinnurekenda og bænda. Þessar stéttir geta hver fyrir sig itofnað efnahag þjóðarinnar í nýja hættu og spillt öllum vonum um betri efnahag á árinu 1968 en var á árinu 1967. TÖNLIST HRAÐI OG OFVINNA Sá sem sækir tónleika að stað aldri sezt í sætið sitt biður þess að prúðbúnir, hljónisveitarmenn irnir gangi inn á sviðið með hljóðfærin sín, klappar svolítið fyrir konsertmeistaranum, svo litið, að hann er á báðum átt- um um, hvort hann eigi að standa í því að hneigja sig og loks kemur svo hljómsveitar- stjórinn kjólklæddur og snýr stélinu í áheyrendum. Hljóm- leikagesturinn veit, hvað geríst næst, forieikur, svíta eða til- brigði um stef, því næst ein- leiksknosert, hlé og svo sym- fónía eítir Mozart, Beethoven, Bralims eða Tjækosvkí. Þannig virðist þetta hafa verið síðast- liðna hálfa öld að minnsta kosti. En er nú víst, að engar breyt- ingar hafi átt sér stað? Lítum ó hlutverk stjórnandans. Staða hijómsveitarstjórans í dag og hljómsveitarstjóra um aldamót er jafnólík hlutverki geimfar- ans og orustuílugmanns í fyrra stríði. Jafnvel á síðustu árum hafa breytingarnar í tónlist orð ið svo örar, að mætti Toscanini heyra, myndj hann verða klumsa. Hljómsveitirnar hafa þroskazt og aukizt og margfaldázt. Tón- listarhaiíðir hafa hvarvetna skotið upp kollinum, hljómplötu- útgáfa og sjónvarp bjpða upp á 'aukin tækifæri, bættar sam- göngur og tilkoma hraðfleygra þota hefur stytt íjarlægðir og fjölgað gestaheimsóknum fremstu tónlistarmanna víðs vegar um heim. En þetta hefur líka annað í för með sér, ó- hemju vinnukröíur. Ekki er óal- gengt, að eftirsóttir hljómlistar menn hafi ráðstafað tíma sín- um tvö til þrjú ár fram r tím- ann. Áður fyrr þótti tuttugu og fimm vikna starfstími á ári fullnóg, nú eru þessir menn önnum kafnir allar fimmtíu og tvær vikur ársins. Jafnframt hafa þessir menn himinhátt kaup, sem helzt er að jafna við leikaratekjur í Hollywood og ráða meiru um samstarJ'smenn og starfstilhögun en áður var. En hver er afleiðingin? Svo virðisf sem þessi ofvinna sé að sliga þá hljómsveitarstjóra, sem hafa lagt svona mikið að sér um árabil, en áður urðu hljómsveit arstjórar allra karla elztir í starfi. í Bandaríkjunum, þar sem hraðinn er hvað mestur og hljómlistarlíf stendur með mikl- um blóma, er þetta álag ef til vill mest áberandi. Hinir beztu hljómsveitarstjórar þar eru nú ofkeyrðir og gamlir fyrir aldur fram. Eric Leinsdorf, 55 ára, stjórnandi Bostonhlj.sveitarinn- ar, hefur ákveðið að láta af því starfi í árslok 1969. Bernstein í New York hættir senn eins og kunnugt er, er búinn að fá nóg og ætlar að helga sig tónsmíð- um. í Cleveland er George Szell og í Pliíladelphíu Eugene Orm- andy báðir komnir haft á sjöt- ugsaldur og ekki gert ráð fyrir að þeir haldi lengi út. Af þess- um mönnum taka við ungir menn, sem margir hverjir taka Leonard Bernstein mjög til fyr- irmyndar, en hann er þeirra á- trúnaðargoð líkt og Toscanini var ungum mönnum á sínum tíma. Ef dæma má af fréttum af þessum ungu mönnum, er Framhald á bls. 11 4 10. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐ I MÓT í MÆLUM Enn hafa kommúnistar byrj að umræður um Keflavíkur. sjónvarpið á Alþingi og æst sig upp með fullyrðingum um svik og undírferli ríkisstjórn- ar og ráð'amanna varnarliðsins. Er augljóst, að kommarnir mega ekki hugsa til að missa þennan glæp sinn. Þeir kunna ekki við, aö málið skuli hafa veríð leyst á hóflegan og skyn samlegan liátt í sambandi við uppbyggingu íslenzka sjón- varpsins, þannig að friður hef ur verið um það. Þess vegna reyna þeir að koma af stað deilum og æsingum á ný. — O — Þessi afstaða er mjög ein- kennandi fyr'ir kommúnista. Þeir reyna að gera öll helztu vandamál þjóðarinnar að á- róðursmálum, en undir niðri óska þeir ekki eftir farsælli lausn þeirra. Þeir vilja, að illa fari, það eitt sannar trú þeirra og kenningu um þá tegund þjóð félags, sem við lifum í. Af þessum sökum er mjög erfitt að vinna með kommúnistum eða treysta þeim. Þeír starfa ekki í góðri trú. — O — Sjónvarpsmálið var fyrir margra hluta sakir viðkvæmt og vandleyst. Rikisstjórnin sá að það varð að leysa, og við- unandi lausn var engin nema að Ioka Keflavíkurstöðlnni um leið og íslenzka sjónvarpið kæmist á fyrirhugað stig. Það er ósatt með öllu, að stjórn- in hafi beðið Ameríkumenn að taka frumkvæði til að forðast erfiða ákvörðun sjálf. Ríkisstjórnin var reiðubúin til að leysa málið á sinn hátt, þegar tími væri til. Ameríku menn töldu hins vegar, að þeim væri hagstæðast að taka sjálfir af skarið. Þeim, sem kynnl liöfðu að þeim Penfield ambassador og Weymouth flota foringja reynist ekkj erfitt að skilja, að þeir skyldu taka slíka ákvörðun, áður en ríkis stjórnin knúði þá til þess. — O — Augljóst er, að íslenzkir eða amerískir ráðamenn hafi tallð sjálfsagt, að vandalaust væri að takmarka sendingar Kefla- víkurstöðvþrnar. Málið liefur ckki verið athugað tæknilega fyrr en vinna átti verkið, en þá reyndist það erí'itt viðfangs. Þess vegna hefur það tekið varnaliðið tíma að loka stöð- inni 100rr. En það er ekki ástæða til að efast um, að það liafi verið reynt og muni verð'a reynt unz lausn er fund

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.